Tímarit Máls og menningar - 01.12.2016, Side 29
Í d a g e r f e n g i t í m i d ý r a n n a o g e n g i n n t í m i f y r i r l j ó ð
TMM 2016 · 4 29
götva að þeir munu ekki snúa samir heim. Bréf þeirra heim og til mömmu
birta heiðarlega tilraun til að útskýra hið óútskýranlega, hvernig sannfæring
þeirra verður til um að heiminum verði að breyta og að berjast verði fyrir
réttlæti. Þeir reyna að sannfæra mæður sínar um að allt sé í lagi á meðan þeir
eru raunar að komast að því að það er alls ekki allt í lagi.
Nærri fimmtíu árum síðar fór ég aðra leið en ég ætlaði mér og lenti af til-
viljun í borginni Rosaríó í Argentínu. Ég ákvað að feta í fótspor pabba og fara
inn í fátækrahverfið þar sem hann vann við að byggja upp skýli fyrir fátæka
þegar hann var ungur. Í þessari borg fæddist Che Guevara. Ég fór að skrifast
á við pabba um framtíðardraumana, réttlætiskennd og byltingar. Umræðan
fór líka út í eðli minninga og skammar og hvernig köllun manns og hugsjón
verður til – fæðist – og mér fannst merkilegt að komast að því að lýsingu á
mínu námi og starfi er að finna í bréfi sem pabbi skrifaði til mömmu sinnar
þegar hann var unglingur.
***
Svo hefur þú skrifað bók með Ófeigi Sigurðssyni, Sláturbókina ( 2012) en
þar ferðist þið út á land og takið slátur. Verkið hef ég hvorki lesið né snert.
Já, Sláturbókin var nú gerð í samvinnu við franskan listamann, Mathias
Augustyniak sem er þekktur fyrir samstarf sitt í hönnunardúóinu M/M
(paris) og fyrir að vinna með Björk í gegnum tíðina. Við fjölskyldan og Björk
og fjölskylda vorum að fara að gera slátur í Skógum undir Eyjafjöllum, hjá
Ugga bróður og Guðrúnu Öldu, það var vel við hæfi að gera slátur með forn-
leifafræðingum, og Björk spurði hvort vinur hennar Mathias mætti koma
með.
Það var mikið spjallað á ýmsum tungumálum í sláturgerðinni og drukkið
fínasta kampavín, ef ég man rétt, en það var í fagurfræðilegri andstöðu við
blóðbalana sem voru útataðir í ösku, þetta var rétt eftir eldgosið. Frans-
maðurinn var mjög duglegur að hreinsa lifrarnar en tók svo lítið bar á
myndir af ferlinu og líka á Skógasafni og bað síðan okkur Ófeig um að skrifa
textann. Við ákváðum að reyna að endurgera samræðuna sem var í gangi í
sláturgerðinni. Bókin er falleg en því miður hvergi fáanleg á Íslandi, líklega
mér að kenna, ég átti held ég að annast milligöngu. En kannski ekkert of
seint að panta hana núna. Ég vona að hún sé ekki orðin úrelt.
Svo skrifuðum við saman kvikmyndahandrit sem á eftir að kvikmynda.
Já, um tvær kvikmyndastjörnur, Mugg og Monro. Það hafði mikil áhrif á
mig að skrifa texta með rithöfundi, já með þér! Maður var byrjaður að skrifa
en allt á laun svo þarna kom maður svolítið út úr skápnum. Þetta er nú ein
sú áhugaverðasta skriftarreynsla sem ég hef lifað. En svo kom myndin aldrei,
kannski mér að kenna líka, veit það ekki.