Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.2016, Qupperneq 37

Tímarit Máls og menningar - 01.12.2016, Qupperneq 37
Í s k ó g i s e m e k k i e r s k ó g u r TMM 2016 · 4 37 Það geispaði, vakið til hálfs, móti sól í austri líkt og það vildi mæla við mann og annan: Heimur minn sé háttvirtri sál yðar nægur … Ég hugsaði um það dögum saman á Klaustri. Um þetta ljóð hef ég oft hugsað síðan ég las það fyrst. Ljónið í ljóðinu er framandi þar sem það liggur við veginn á Mýrdalssandi en samt ekki. Mér finnst eins og þetta ljón sé ættað úr heimi skáldskaparins, það er fulltrúi ímyndunaraflsins, þetta er bókmenntalegt ljón, tákn sem ég veit reyndar ekki hvað táknar. Samt sé ég ljónið fyrir mér sem alvöru ljón og ekkert annað. Það er á einhvern hátt fáránlegt á þessum stað og um leið eðlilegt. Einhverra hluta vegna dettur mér þetta ljóð í hug þegar ég hugsa til Þor- steins frá Hamri. Mér finnst þó eins og þetta ljóð sé ekki dæmigert fyrir skáldið. Um leið velti ég því fyrir mér hvað sé dæmigert og hvort ég geti eða hafi komið auga á það. Það talar í trjánum heitir ein bóka Þorsteins frá Hamri. Þessi titill hljómar eins og gamall orðskviður og kannski er sú raunin. Samt er þetta titill skáldsins, ljóð í sjálfu sér, hugsanlega líking um klið sem heyrist frá hópi fólks. Tré og skógur koma oft fyrir í ljóðum Þorsteins frá Hamri en það er samt ekki eins og sé verið að benda á tré fyrir utan gluggann eða í garð- inum. Það er sjaldnast talað um ákveðin tré, þó er á einum stað talað um eik sem grær og í framhaldinu um viðju og björk. Hvaða skógar og tré eru þetta eiginlega sem koma fyrir aftur og aftur í ljóðunum? Það er alls enginn skógur í ljóðinu um ljónið. Þar er sandur og auðn. Ísland. Samt óvenjulegt Ísland. Og það fannst kannski skáldinu líka og kallaði ljóðið hillingu. Mér finnst stundum eins og tré séu framandi í þessu landi okkar og hneigist til að túlka skógana sem hluta af ímynduðu landslagi í heimi bókmenntanna og tungumálsins. Stundum er líka skógur nálægur án þess að hann sé nefndur beinum orðum. Og stórir komu skarar heitir ljóð eftir Þorstein sem vísar til hins alþekkta kvæðis Álfareiðin eftir Jónas og Heine. Í ljóðinu er blásið í sönglúðra en þar eru líka bifreiðar og skógurinn er því annar. Á öðrum stað er talað um skóg sem er ekki skógur. Skógurinn og trén hjá Þorsteini virðast þannig ekki alltaf vísa til einhvers skógar í umhverfi skáldsins eða okkar samferðafólks hans. Ég hef lesið allar bækur Þorsteins og í sumar þeirra leita ég aftur og aftur en ég veit ekki hvort ég gæti bent á eitthvað dæmigert í ljóðum Þorsteins frá Hamri. Ég veit ekki hvort ég er góður lesandi, hvað þá dæmigerður lesandi. Ég hef tekið til mín ljóð eftir þörfum til að rifja upp einhverja hugsun eða til að líta eftir því hvernig hann geri þetta eða hitt. Ég leyfi mér að plokka út það sem mér finnst gott í það og það skiptið. Það eru margar setningar úr bókum skáldsins sem ég get tuggið upp aftur og aftur fyrir sjálfum mér án þess endi- lega að hafa þær yfir í samhengi ljóðsins. Ég á það til að týna mér í skóginum
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.