Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.2016, Page 43

Tímarit Máls og menningar - 01.12.2016, Page 43
TMM 2016 · 4 43 Rúnar Helgi Vignisson Bletturinn „Eruði tilbúnir, strákar?“ kallaði móðirin. „Við erum að fara.“ Drengirnir virtust ekki heyra og héldu áfram að tuskast í sófanum. Eldri bróðirinn hafði haft þann yngri undir og sat nú á honum. Allt í einu tók sá yngri viðbragð, vatt sig snöggt og reyndi að losa sig. Í látunum rakst eldri bróðirinn harkalega í nefið á honum. „Slepptu mér, ég þarf að fara á klósettið,“ sagði sá yngri en eldri bróðirinn gaf sig ekki og fyrr en varði var kominn blóðblettur í sófann. „Sjáðu!“ öskraði sá yngri þá. „Hver djöfullinn gengur á?“ sagði pabbinn og kom askvaðandi innan úr svefnherberginu þar sem hann hafði verið að setja á sig bindi. „Getiði aldrei verið almennilegir?“ „Ég fékk blóðnasir,“ sagði sá yngri í kvörtunartón og hélt lófanum undir nefinu. Faðirinn tók yngri soninn og leiddi hann fram á bað. Tveir blóðdropar féllu á parketið á leiðinni. „Hann vildi ekki sleppa mér, þessi hálfviti. Algjört kríp.“ „Alveg er þetta makalaust með ykkur!“ sagði mamman. „Ótrúlegt að maður skuli aldrei geta slakað á með ykkur. Þið getið ekki einu sinni borið virðingu fyrir eigum annarra. Ég veit ekkert hvort þetta næst úr.“ Hún fórnaði höndum frammi fyrir sófanum. „Við verðum að finna út úr þessu í kvöld,“ sagði pabbinn, „við erum orðin of sein.“ Þau höfðu leigt bíl í Minneapolis og ekið upp til Winnipeg þar sem þau gistu í húsi vinkonu sem hafði skroppið til Íslands. Þau höfðu verið að skoða Íslendingabyggðirnar, fóru daginn áður upp til Gimli og Hekla Island og þar sem þau stóðu frammi fyrir íslenskum nöfnum á leiðunum fannst þeim sem snöggvast eins og þau væru ekki algjörir útlendingar þarna. Nú voru þau á leiðinni út að borða á stað sem íbúðareigandinn vildi endilega að þau færu á. „Beygjum við til hægri eða vinstri?“ spurði pabbinn. Mamman leit á kortið. „Til hægri.“ „Ég held mig þá hérna megin.“
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.