Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.2016, Side 44

Tímarit Máls og menningar - 01.12.2016, Side 44
R ú n a r H e l g i Vi g n i s s o n 44 TMM 2016 · 4 Aftur í bílnum rifust drengirnir um það hvor þeirra hefði átt sök á blóð- nösunum. Hvorugur gaf sig. „Þú verður að fara yfir á vinstri akrein, bílum hefur verið lagt á hægri akreinina hinum megin við gatnamótin,“ sagði mamman. „Gat verið,“ sagði pabbinn. Hann gaf stefnuljós, leit snöggt í baksýnis- spegilinn og sá að hann hafði lítið svigrúm en af því fólk hafði hingað til verið tillitssamt, mun tillitssamara en á Íslandi, ákvað hann að láta slag standa. Honum til undrunar var flautað lengi og frekjulega. Hann rétti upp höndina til að biðjast afsökunar. Í baksýnisspeglinum sá hann svartan Willys jeppa og í honum tvo svartklædda menn. „Beygðu inn næstu götu til hægri,“ sagði mamman. „Til hægri?“ „Fyrirgefðu, til vinstri.“ Hann beygði til vinstri og síðan sagði hún honum að beygja strax til hægri. Sú gata reyndist ansi þröng svo hann stansaði á horninu, óviss um hvort hann ætti að fara lengra, hélt jafnvel að gatan væri einstefnugata og bíll að koma á móti. Mamman sagði að þetta væri ekki einstefnugata en í þann mund sem hann ætlaði að taka af stað á ný tróð sér svartur Willysjeppi fram hjá þeim og staðnæmdist fyrir framan þau. Jeppinn var svolítið skrapaður öðrum megin. Út úr honum steig hávaxinn og slánalegur maður með lítinn munn. Hann gekk að bílnum þeirra og benti pabbanum að skrúfa niður rúðuna. „Ekki segja neitt,“ sagði mamman. Hann skrúfaði ögn niður rúðuna. „You should watch it whom you cut off. If you can’t drive properly you should go home to your country, you little piece of shit.“ Að svo mæltu strunsaði maðurinn aftur að jeppanum. Mamman var í þann veginn að skrúfa niður rúðuna sín megin þegar eldri strákurinn sagði: „Ekki!“ Þau sátu þarna sem lömuð í smástund. Svarti Willysjeppinn tætti af stað með væli og brunaði niður þrönga götuna. „Ég ætlaði að segja honum að við værum ekki Bandaríkjamenn,“ sagði mamman loks. „Maðurinn var ekki í jafnvægi,“ sagði pabbinn. „Þarna sjáiði, strákar,“ sagði mamman og virtist ekki megna að hafa fleiri orð um þetta. Drengirnir sögðu ekkert, sátu hreyfingarlausir aftur í bílnum. Þau óku af stað á ný, héldu niður götuna þröngu en beygðu svo út á fjögurra akreina götu. „Farðu yfir á hægri akrein,“ sagði mamman. „Maður er nú hálfhikandi eftir þessi læti áðan.“ „Gefðu stefnuljós.“ Hann gaf stefnuljós en tók það svo af vegna þess að akreinin var pökkuð.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.