Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.2016, Side 47

Tímarit Máls og menningar - 01.12.2016, Side 47
B l e t t u r i n n TMM 2016 · 4 47 „Mér er illa við að henda mat,“ sagði Friedman hægt. „Vitið þið hversu margir svelta í Súdan?“ „Ég reyndi,“ sagði eldri strákurinn. „Líkaði þér þá ekki maturinn?“ „Eiginlega ekki.“ „Það er gild ástæða,“ sagði Friedman en virtist þó ekki skemmt. Drengurinn hló við. „Svona taugaveiklunarhlátur er slæmur,“ sagði Friedman þá. „Hann er til marks um egó sem flæmir aðra frá manni og það fer illa í mig að heyra ungan mann hlæja svona.“ „Þú þarft greinilega sterkara egó fyrst þú lætur strákling slá þig svona út af laginu,“ skaut pabbinn inn í og brosti. Friedman neitaði því og hóf predikun um illsku hlátursins og hvað hann geti spillt fyrir fólki. Hann talaði aðallega til eldri stráksins sem reyndi fyrst að tjalda einhvers konar glotti en missti svo þolinmæðina og sagði hæðnis- lega: „Yeah, whatever.“ Friedman varð dapur á svip. Hann sagðist vera maður friðar og nú liði sér ekki vel á sínum eigin veitingastað. „I’m going to ask you to leave,“ sagði hann. „En mér fannst maturinn góður,“ sagði mamman. Friedman hristi höfuðið. „Það er ömurlegt að unglingur komi hingað inn, á minn veitingastað, og segi „Whatever“ og hlæi upp í opið geðið á mér. Hlátur er af hinu illa og slíku fólki getur ekki farnast vel í lífinu, það lokast inni í sjálfu sér og hringsólar þar án tengsla við annað fólk –“ Þá barði faðirinn í borðið og sagði reiðilega: „I don’t like what you are saying to my son.“ Friedman þagnaði og virtist brugðið, en faðirinn strunsaði út. Sonurinn kom á eftir honum og klappaði honum á bakið þar sem hann stikaði um á gangstéttinni. Það leið nokkur stund þar til mamman og yngri sonurinn komu út. Hún hafði ítrekað reynt að bjóða Friedman greiðslu en án árangurs. „Honum var brugðið yfir því að þú skyldir berja í borðið,“ sagði hún þegar hún kom loks út. Pabbinn sagði að sér hefði verið nóg boðið, menn kæmust ekki upp með að biðja sonum hans bölbæna. „Ég var hræddur um að pabbi mundi ráðast á kallinn og verða kærður,“ sagði eldri sonurinn þegar þau óku burt, mamman undir stýri. „Kannski hefði verið réttast að taka í lurginn á karlfíflinu,“ sagði pabbinn. „Láttu ekki svona!“ sagði mamman. „Við fengum allavega ókeypis mat,“ sagði sá yngri.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.