Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.2016, Síða 50

Tímarit Máls og menningar - 01.12.2016, Síða 50
R ú n a r H e l g i Vi g n i s s o n 50 TMM 2016 · 4 verið háðskur og hrokafullur í tali við Friedman og hvort í því fælist visst ofbeldi. Hvort hann væri í rauninni lítill karl eins og Friedman hafði gefið til kynna. Og svo þetta að hann skyldi hafa barið í borðið. Hann var alltof þreyttur til að komast að niðurstöðu um þetta allt, vissi bara að hann hafði alltaf litið á sjálfan sig sem friðsemdarmann. Hann hafði aldrei slegist við bróður sinn þegar hann var yngri þó að öldruð móðir hans segði annað. Jú, hann hafði einu sinni eða tvisvar rassskellt eldri strákinn en annars taldi hann sig ekki vera hneigðan til ofbeldis. Gat verið orðhvatur og hafði stundum sært fólk sem misskildi húmorinn hans en það var annað. Eftir að hafa bylt sér í tvo tíma ákvað hann að fara fram. Hann pissaði en fann sig ekki í að gera neitt meira þó að það væri stundum gott svefnlyf. Hann fór út á verönd og þreifaði á áklæðinu, fann að það var orðið nokkurn veginn þurrt. Hann sá enga bletti í því og létti mikið við það. Engin ummerki um þvottinn heldur. Hann ákvað að setja áklæðið utan um pulluna aftur. Það var þröngt, eins og það hefði hlaupið ofurlítið í þvottinum, en að lokum tókst honum að koma því utan um. Pullan hafði aflagast í kringum hornin og þegar hann reyndi að bæta úr því rifnaði áklæðið örlítið. Sem betur fer var það þó að neðanverðu. Konan hans mundi aldrei taka eftir því, yrði bara ánægð með framtakssemina. Að því búnu fór hann aftur inn í rúm og tókst þá loksins að festa svefn. Þegar þau komu fram morguninn eftir og sólin skein á pulluna sáu þau engin ummerki um gærdaginn. Það var eins og ekkert hefði gerst. Þau voru svo ánægð með það að þau létu loks undan sífri drengjanna um að fá að fara í rennibrautagarðinn.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.