Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.2016, Side 53

Tímarit Máls og menningar - 01.12.2016, Side 53
TMM 2016 · 4 53 Ástráður Eysteinsson Á kafi í snjó Um lesbirtu í Höllinni  Hvernig byrja sögur? Eftir Franz Kafla liggja þrjár skáldsögur. Engri þeirra lauk hann en sú síðasta, Höllin, sem birtist á íslensku í fyrra, 2015, hefst á þessa leið: Koma Það var áliðið kvölds þegar K. bar að garði. Þorpið var á kafi í snjó. Ekkert sást í hallarhæðina, hún var umlukin þoku og myrkri, ekki svo mikið sem ljósglæta gaf til kynna hvar höllin stóra væri. K. stóð lengi á trébrúnni sem lá frá þjóðveginum að þorpinu, og horfði upp í tómið sem þar virtist vera.1 Í upphafi skyldi endinn skoða. Þennan málshátt má hafa sem leiðarhnoða við könnun sagnaverka og hann hlýtur að virka á báða vegu; upphafið er einnig fróðlegt til athugunar, endurskoðunar, við sögulok. „Hvað er byrjun?“ spyr palestínsk-bandaríski bókmenntafræðingurinn Edward Said í formála bókar sinnar um byrjanir, Beginnings. „Hvað þarf að gera til að byrja? Hvað er sér- stakt við byrjun sem athöfn eða stund eða stað? Getur maður byrjað hvenær sem manni sýnist? Hverskonar afstaða eða hugarástand er nauðsynlegt til að byrja? […] Hversu mikilvæg er byrjunin fyrir bókmenntaverkið?“2 Upphaf bókmenntaverks er hvort tveggja í senn dyr og anddyri, „megin- inngangurinn að því sem þar er boðið upp á“, eins og Said kemst að orði (3), en jafnframt þáttur í heildarbyggingu verksins. Said ræðir sérstaklega hvernig skáldsagan á Vesturlöndum hafi þróast sem frelsisform í sam- spili einstaklinga og samfélags, sem vettvangur uppgötvunar en jafnframt sagnaform er setur frelsi og uppgötvun vissar skorður, og að fyrir vikið hafi hin „klassíska skáldsaga“ orðið fremur íhaldssamt fyrirbæri (82–83). Hluti af þessu utanumhaldi, þessari byggingarreglugerð, birtist í sögulok- unum, hvernig bundinn er endahnútur á verkið. Í bókinni The Sense of an Ending greinir breski bókmenntafræðingurinn Frank Kermode endalokin sem lykilatriði merkingarsköpunar í sagnagerð.3 Freistandi væri að huga í þessu sambandi að frestuninni sem lífæð sagnalistar – og eins og sjá má í Þúsund og einni nótt er frestunin líka form byrjunar, endurnýjunar. Said les byrjunina að sumu leyti gegn áherslu Kermodes á endalokin, gegn þeim
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.