Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.2016, Page 60

Tímarit Máls og menningar - 01.12.2016, Page 60
Á s t r á ð u r E y s t e i n s s o n 60 TMM 2016 · 4 öld) svífst hann einskis; hikar ekki við að nýta sér annað fólk og tilfinn- ingar þess. En kannski er hann hinn dæmigerði maður sem er gagntekinn af baráttunni eða bardaganum (orðið í þýska frumtextanum er „Kampf“ sem teljast má meðal lykilorða í skrifum Kafka) – og kannski er ákveðið sál- fræðilegt sem og pólitískt raunsæi í þeirri „firringu“ sem Kafka byggir inn í textann andspænis lesandanum. Hér getur ekki orðið um neina einfalda samúð að ræða.10 Frásagnarmiðlun Kafka leiðir til þess að lesandinn finnur fyrir eigin ábyrgð í túlkun sinni á veruleika skáldverksins og „andspænis grundvallar- spurningum, til dæmis um það hvenær og hvernig hinn valdalausi öðlast eitthvert vald gagnvart öðrum og hvernig hann nýtir það; um útskúfun og blóraböggla; um ákvörðunarrétt einstaklings; um það hve landamæri til- finninga, vinnu, einkalífs og stofnana reynast oft óljósari og flóknari en ráð er fyrir gert. Síðast en ekki síst um möguleikann að öðlast skýra sýn þegar svo margt er undir huliðshjúp.“11 Snjórinn í sögunni er þessi hjúpur en jafn- framt vaknar vitund okkar um allt sem dylst innra með fólki. Höll í sjónmáli Í tilvitnuðum texta hér að framan segir að „uppi á hæðinni gnæfði allt frjálst og létt til himins, að minnsta kosti virtist svo vera héðan að sjá“ og virðist þetta byggjast á sýn K. á það sem rís upp úr snjóþekjunni – einkum væntan- lega höllinni sem sagt er að blasi við „með skýrum dráttum í tæru loftinu“. En næstu orð virðast skekkja myndina: Öll var höllin, eins og hún blasti við héðan úr fjarska, í samræmi við væntingar K. Þetta var hvorki gamall riddarakastali né íburðarmikil nútímabygging, heldur útþanið mannvirki með fáeinum tveggja hæða en fjölmörgum lágreistum bygg- ingum sem stóðu þétt; hefði maður ekki vitað að þetta var höll, hefði mátt halda að þarna væri lítil borg. K. sá einungis einn turn, en ekki varð greint hvort hann heyrði til íbúðarhúsi eða kirkju. Krákuskarar sveimuðu í kringum hann. (15–16) Er þetta þá „höllin stóra“ og hvernig getur þessi sýn verið „í samræmi við væntingar K.“? Undan þeirri umsögn er grafið strax í næstu efnisgrein: K. hélt áfram göngu sinni og hafði augun á höllinni, ekkert annað skipti hann máli. En þegar nær dró olli höllin honum vonbrigðum, þetta var ekki annað en vesæl smáborg, þar sem þorpshúsum var hrúgað saman, og hafði það eitt sér til ágætis að kannski var allt byggt úr steini, en málningin var löngu flögnuð af og steinninn virtist tekinn að molna. K. minntist lauslega heimabæjar síns, vart stóð hann þessari svokölluðu höll neitt að baki; væri þetta einungis skoðunarferð hefði verið til lítils að gerast svo langförull og skynsamlegra hefði verið fyrir hann að vitja loks aftur hinna gömlu heimkynna, en þangað hafði hann ekki komið lengi. (16)
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.