Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.2016, Qupperneq 83

Tímarit Máls og menningar - 01.12.2016, Qupperneq 83
E l í n , ý m i s l e g t TMM 2016 · 4 83 allt yfirbragðið. Sérkennilegt, hugsar Elín og rýnir í hársvörðinn til að athuga hvort hárið er litað en sér þess engin merki. Hún er klædd í hvítan stuttermabol sem virkar óhreinn en er að öllum líkindum bara marg-þveginn og farinn að hnökra. Við bolinn klæðist hún glansandi joggingbuxum sem hægt er að smella á hliðunum, hvítum íþrótta- sokkum og svörtum lakkskóm. Elín svipast um eftir úlpu eða jakka en sér ekkert sem tilheyrt gæti henni nema kuðlaða vélprjónspeysu úti í horni. Hver hendir peysunni sinni út í horn á fyrsta fundi á nýjum vinnustað? hugsar hún og finnur til óvæntrar umhyggju fyrir unga leikskáldinu. Hún sér fyrir sér þreytulega móður sem tíndi allt upp jafnóðum, kvartaði og vor- kenndi sér fyrir fórnfýsina en vanrækti um leið að kenna barninu sínu ein- földustu umgengnisreglur. Þannig að ísvélin er í raun einskonar munnur? gellur í leikmyndahönnuð- inum. Hún beinir spurningunni að Ellen sem fram að þessu hefur ekki sagt aukatekið orð. Elín horfir á hana full eftirvæntingar, bíður eftir að litaraftið breytist, að kinnarnar roðni eða hvítni en ekkert breytist. Hún beinir stein- gráum augum að leikmyndahönnuðinum og svarar. Hún er kannski sjálfs- öruggari en hún lítur út fyrir að vera, hugsar Elín. Munnur eða sáðrauf eða rassgat, skiptir ekki öllu kannski, segir hún og allir hlæja. Þá verður hún ráðvillt á svipinn. Hissa. Að vinnudegi loknum, þegar Elín kemur heim, sér hún kassana á stofu- gólfinu og ákveður að fara með þá í Sorpu. Ég hef ekkert að gera við óræð tímahylki í mínu lífi, hugsar hún og léttir strax ósegjanlega. Hún ber kassana út í bíl, keyrir út á Granda í ljósaskiptunum, hlustar á útvarpsfréttirnar. Enn var lýst eftir fölleitum manni í úlpu með hanska. Hún keyrir upp brautina, gámar til beggja handa, en þegar hún kemur að þessum fyrir óendurvinnanlega sorpið man hún eftir dálitlu. Gylltri dagbók með englum framan á. Þeir eru hugsi, með hönd undir kinn. Amma hennar hafði gefið henni þessa dagbók. Elín stöðvar ekki bifreiðina heldur keyrir áfram, framhjá öllum gámunum og niður í bæ. Hún kemur við á taílenskum veitingastað, pantar sér pad thai og fer með heim til sín, borðar á meðan hún horfir á sjónvarpsfréttir. Kassarnir komnir aftur á mitt stofugólf. Elín, ýmislegt. Um kvöldið steypir hún nashyrningshornið og hefst handa við að undir- búa næsta verk fyrir sama kvikmyndaleikstjóra. Brennda líkamshluta af unglingsstúlku. Hún les læknisfræðilega úttekt á dauða af völdum bruna og framkvæmir hryllilega myndaleit á netinu.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.