Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.2016, Page 84

Tímarit Máls og menningar - 01.12.2016, Page 84
K r i s t í n E i r í k s d ó t t i r 84 TMM 2016 · 4 Kvikmyndaleikstjórinn biður Elínu um að koma heim til sín með nashyrn- ingshornið. Hún segir honum að þannig gangi það ekki fyrir sig en að hann geti sótt hornið til hennar þegar honum sýnist, vegna þess að það er tilbúið. Þá segist hann ætla að bera svolítið undir hana. Þetta er fyrsta kvikmyndin hans í fullri lengd og í fyrsta skipti sem Elín vinnur fyrir hann. Hún er búin að lesa handritið og finnst það ágætt, svo- lítið dæmigerð norræn sakamálamynd en það er allt í lagi. Það eru kannski nokkur atriði í framvindunni sem trufla hana en hún er yfirleitt ekki spurð álits og hefur heldur enga sérstaka þörf fyrir að deila því. Hann býr á Arnarnesi, í fokheldu einbýlishúsi næst sjónum. Hann er um fertugt og á tvö lítil börn með vinsælli gamanleikkonu. Þau setjast við glugg- ann, þar sem útsýni er yfir hafið. Gólfið er þakið pappa, til að verja það fyrir ágangi smiða sjálfsagt. Á vegg eru nokkrar litaprufur. Nokkrir okkurgulir tónar. Hann vefur hornið úr klæðinu og leggur það á borðið á milli þeirra. Stórkostlegt, segir hann undrandi og rennir fingri eftir hrufóttri áferð inni. En hvað vildirðu ræða? spyr Elín og eitt augnablik hvarflar að henni að hann vanti ráðleggingar varðandi húsið sitt. Að kannski eigi hún að velja rétta okkurgula tóninn á stofuvegginn. Hann verður vandræðalegur. Framleiðandinn er með svolítið vesen, segir hann og Elínu léttir. Móðirin, heldur hann áfram. Persónan þykir ekki nógu trúverðug og ég fékk nokkrar ábendingar frá handritalækninum. Ég er semsagt að vinna í þessari persónu og við ákváðum að hafa hana með ör, þú veist, í andlitinu. Og þá datt okkur í hug, datt mér í hug að hún er líka á svipuðum aldri og þú  … Og hvort að ég mætti spyrja þig nokkurra spurninga um … bara hvernig er að vera þú? Hann er með óheppilegt höfuðlag. Eins og flúðasveppur. Andlitið er á stilk- inum og ennið ætlar engan enda að taka, sést varla í augun á honum fyrir þessu enni. Elín man allt í einu eftir ferðalagi sem hún fór í fyrir mörgum árum síðan, til Búrma. Hún man að hafa setið með grasalækni í tjaldinu hans. Læknirinn var klæddur í mynstrað síðpils og bringa hans og handleggir voru þakin agnar- smáum bambushúðflúrum. Hann sargaði með brauðhnífi í apabein yfir potti. Umhverfis hann voru skeljar og skordýr og þurrkaðar plöntur. Hjá honum sat ung kona með hvítmálað enni og kinnar. Litli strákurinn hennar var með magakveisu og grét sáran. Hann talaði hratt og leiðsögumaðurinn þýddi fyrir Elínu jafnóðum. Læknirinn sagði frá húðflúrunum sínum, sem innfæddir þekktu ættbálkana af. Hann útskýrði að sjálfur væri hann af Mon ættbálkinum eins og flestir í þorpinu hans. Leiðsögumaðurinn var líka Mon. Elín spurði um Wa fólkið en hún mundi að hafa lesið að sá ættbálkur hefði stundað hausaveiðar lengi og að fyrir hvert höfuð sem Wa-maður veiddi fengi hann sérstakt húðflúr.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.