Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.2016, Side 85

Tímarit Máls og menningar - 01.12.2016, Side 85
E l í n , ý m i s l e g t TMM 2016 · 4 85 Leiðsögumaðurinn hvessti á hana augun og þýddi ekki spurninguna. Seinna útskýrði hann fyrir Elínu að fólk talaði ekki fjálglega um Wa ætt- bálkinn. Hann varð laumulegur á svipinn eins og svo oft, leit í kringum sig til að tryggja að enginn væri að hlusta og útskýrði að þeir væru svo til hættir að stunda hausaveiðar en ef þeir sæju einhvern sem væri með mjög óvana- legt höfuðlagt væri kannski erfitt fyrir suma þeirra að standast freistinguna. Kvikmyndaleikstjórinn gæti lent í vandræðum ef hann hitti Wa-fólkið í Búrma, hugsar Elín. Hún horfir beint framan í hann og þegir, veit ekki hvað hún á að segja og þögnin verður sífellt óþægilegri en því getur hún ekki að gert. Nei, en, fyrirgefðu, ég veit að þetta er fáránlegt … Allt í lagi, segir hún, hvað viltu vita? Ég veit það ekki einu sinni. Hefurðu hugsað um að láta laga örið? Ég er búin að láta laga það eins mikið og hægt var á sínum tíma. Svo vandist ég því. Já auðvitað, segir hann vandræðalegur og hlær. Hún stendur á fætur og vill vita hvenær þeir ætli að skjóta. Í vor, segir hann. Tökur hefjast í maí. Proppslistinn er ekkert breyttur? Nei … en við fáum þig kannski til að gera örið á Astrid? Auðvitað, segir Elín. Hún ætti nú að geta bjargað því. Eftir hvað er örið? spyr hún. Kvikmyndaleikstjórinn hikar. Þú ræður, segir hann loks. Það kemur hvergi fram í handriti. Þau kveðjast og þegar Elín er komin aftur í bílinn og bakkar frá steypukumbalda kvik- myndaleikstjórans sér hún glitta í hann við eldhúsgluggann. Hann stendur hreyfingarlaus og hallar höfði. Yfir landinu er djúp lægð. Himinninn eintóna stálgrár. Elín ákveður að fara í leikhúsið, þar sem leikararnir eru enn að stauta sig gegnum fyrsta þátt af fimm. Ellen situr að því er virðist annars hugar við borðsendann og kroppar í vörtu á vísifingri. Um úlnliðinn á henni eru nokkur bönd sem maður fær á tónlistarhátíðum. Sum þeirra eru orðin mjög gömul og slitin en önnur nýrri. Á nöglunum eru skellur af neongulu naglalakki, undir þeim sorgarrendur. Í kaffipásunni fer Elín út að reykja og skömmu síðar kemur Ellen á eftir henni. Hún heilsar Elínu stuttaralega en er síðan í þungum þönkum, sýgur sígarettuna og starir ofan í ristina sem hún stendur ofan á. Lakkskórnir eru orðnir gatslitnir, húðin farin af þeim á tánum og undir þeim grátt strigaefni. Undir ristinni eru mörghundruð sígarettustubbar, plastumbúðir af sælgæti, nokkrar bjórdósir og debetkort. Elín sér það greinilega og ætlar að spyrja hvort Ellen hafi nokkuð týnt kortinu sínu, hálfvegis í gríni, en sér að Ellen er djúpt niðursokkin í hugsanir sínar. Þær þegja og Elín virðir fyrir sér höfuðlag leikskáldsins. Það er nokkuð
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.