Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.2016, Side 106

Tímarit Máls og menningar - 01.12.2016, Side 106
S i g r í ð u r A l b e r t s d ó t t i r 106 TMM 2016 · 4 Talandi um skipulag þá segir þú í óbirtu viðtali við Sif Jóhannsdóttur: „Skipulag hefur lengi verið á dagskrá hjá mér í ljóðabókunum. En það er skipulag sem er alls ekki að leitast við að búa til „lífræna heild“ eins og köttur til dæmis er lífræn heild sem ekki er hægt að slíta í sundur. Ég hef alltaf leitast við að búa til vettvang dýnamískra átaka í ljóðabókunum, milli annars vegar kosmos og kaos; það er alltaf mikill kraftur sem vill búa til skipulag … o.s.frv.“ Ég spyr: Hvaðan sprettur þessi kraftur? Tengist hann náttúrunni á einhvern hátt? Já, ég held ég verði að segja það. Það er talsvert síðan ég gerði mér grein fyrir því hvað umhverfið á Skinnastað er mikilvægur hluti af því sem kalla mætti vitundargrunn minn, hvað þetta umhverfi er mikilvæg staðsetning innra með mér, dýpsta staðsetning, frumstaður með mikilvægum sjón- deildarhring. Annars vegar er þetta einhver gróðursælasta sveit sem um getur, hins vegar eru svartir sandar, vitnisburður um eyðingarafl Jökulsár á Fjöllum. Sjóndeildarhringurinn skiptist milli þessarar gróðursældar og hinna svörtu sanda. Fjallahringurinn er svo bakatil í huganum en ég held að aðalatriðið sé þessar óhemjusterku andstæður. Andstæður sem mér finnst ég hafa skynjað mjög sterkt alla tíð, alveg frá upphafi. Ég vissi ekki af því fyrr en fyrir allnokkrum árum þegar ég fór að velta þessu fyrir mér og þetta vitraðist mér sem algjört lykilatriði. Þarna er sjóndeildinni skipt í kosmos og kaos, þeir félagar eru þarna skýrir og ljósir hverjum þeim sem vill lesa. Og þessi sjóndeild er frumteikningin að hugarheimi mínum. Já einmitt. Tengsl ljóðmælanda og náttúru eru mjög sterk, samspil manns og náttúru og víða eru fyrirbærin ávörpuð í spjalltóni,6 sbr. „Gamla fíkjutré/ Þetta ávarp mitt er bæði ávarp/og andvarp“7 eins og segir í upphafi ljóðsins „Í borgarfrumskógi III“ í Ljóðlínuspili … Ávarp finnst mér svolítið skemmtileg stelling, örlítið hátíðleg, á sama hátt og afmælisbörn og heiðursgestir eru ávarpaðir. Þess vegna fór ég að ávarpa ýmsa hluti og fyrirbæri, aðallega tré, beinlínis þeim til heiðurs. Á öðrum stað í Ljóðlínuspili segir: „Trjálaus erum við tóm“8 Þetta meina ég algjörlega, eiginlega bókstaflega. Í þessu samhengi kemur mér í huga ljóðið „Skógur/Tré II“ úr sömu bók en það hljóðar svo í heild sinni: Hönd mannsins er ekki Rót meinsins Hönd mannsins kann að hlúa að Kann að höggva Í skóglausu landi eigrar Handalaus maðurinn9
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.