Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.2016, Side 108

Tímarit Máls og menningar - 01.12.2016, Side 108
S i g r í ð u r A l b e r t s d ó t t i r 108 TMM 2016 · 4 Ertu að segja mér að þú sért skyggn? Nei, það er ég alls ekki. Þetta tengist kannski frekar einhvers konar næmi, sjötta skilningarvitinu. Súrrealistarnir lögðu mikla áherslu á að virkja það með alls konar aðferðum. Ein þeirra var hið skapandi ráf eða reiki, flânerie en sögnin að flâner merkir að ráfa, eigra, reika um, flandra. (Ég finn því miður enga sögn á íslensku sem er ekki miklu neikvæðari en flâner.) Í þessu samhengi má nefna Nödju og L’Amour Fou eftir André Breton og Le Paysan de Paris eftir Louis Aragon. Þeir héldu áfram með flânerie sem Baudelaire hafði byrjað með. Edmund White gerir ágæta grein fyrir hinu skapandi reiki í bók sinni The Flâneur: A Stroll through the Paradoxes of Paris. Þeir röltu sumsé um borgina í leit að tengslum við dulvitundina, reyndu að virkja samband vitundar og borgar til hugljómunar, slá hversdaginn töfrum. Þenja út vitundina, leyfa borginni, umhverfi hennar og uppákomum að spila mýstískan hugljómandi fagnaðarkonsert á þanda strengi virkrar vitundar og vakandi dulvitundar. Þeir fóru að túlka öll tákn og fyrirbæri sem birtust í umhverfinu, oftúlka þau gjarnan, láta þau opna möguleika. Þannig gat strætisvagn númer 17 sem ók út úr hliðargötu orðið til þess að skáldið gekk inn tiltekna götu að húsi númer 17 þar sem stóð undurfögur og dularfull kona sem fylgdi skáldinu eftir og þannig leiddi eitt af öðru. Töfrar, ævintýri, ný reynsla. Síendurbætt móttökuskilyrði og móttökuhæfni skáldsins sem skilaði sér í texta sem gerir grein fyrir þessum upplifunum og tilraunum. Borgarreikið var tilraun til að losna við öflugan bælingarhramm yfirsjálfs- ins og virkja dulvitundina, draumana og innri reynslu. Sjálfur var ég undir töluverðum áhrifum frá súrrealistunum um og upp úr 1970 og reyndi bæði að praktísera hið skapandi reiki svo og „écriture automatique“ eða ósjálfráða skrift. Ég reyndi að skrifa hálfsofandi en út úr því fékkst ekkert nema ólæsi- legt hrafl og ef ég var ekki hálfsofandi var ég glaðvakandi og þá þýddi ekkert að reyna við „écriture automatique“ því hugurinn var of meðvitaður og þar með hamlaður. Nú. Ég gafst þó ekki upp heldur fann ráðið sem hentaði best í þessum tilgangi, sumsé svefnleysi. Ég hélt mér vakandi í tvo, jafnvel þrjá sólarhringa með því að þamba kaffi í ómældu magni. Ekki áfengi, ég hef aldrei getað skrifað undir áhrifum áfengis enda hefði þessi tilraun dottið um sjálfa sig ef ég hefði gripið til þess. Þá hefði ég bara steinrotast á fyrsta glasi svona ósofinn. En þarna náði ég að halda mér vakandi og út úr þessu svefn- gengilsástandi komu allmargar þéttskrifaðar síður af þó nokkuð læsilegum texta. Upp úr honum vann ég ljóðið „Fleygiferð“ sem birtist í Ljóð vega salt en fyrstu tvö erindin hljóða svo: undir morgun vendi ég kvæði í kross legg í róður upp með árar í bát kappklæddur bíðandi rólegur bítandi á vör hvinur í eyra lætur mér skjátlast um sinn
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.