Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.2016, Síða 124

Tímarit Máls og menningar - 01.12.2016, Síða 124
124 TMM 2016 · 4 Einar Már Jónsson Ævintýraeyjan Í hinni stórmerku frásögn af námsárum sínum í München lýsir Hallgrímur Helgason því hve erfitt var að vera Íslendingur meðal Þjóðverja, kominn frá landi sem enginn þekkir eða hefur minnsta snefil af áhuga fyrir. Menn ypptu öxlum yfir þessum fáránlega fugli, hlógu kannske, og létu svo eins og hann væri ekki til; hann var kominn utan úr neindinni, alveg gagnsær og ekkert sem hann sagði eða gerði skipti nokkru máli. Þetta kannast ég vel við frá eigin námsárum í Frakklandi. Í eyrum manna var „Ísland“ merkingarlaust orð, gjarnan rugluðu þeir því saman við Írland eða jafnvel Holland. Ef ég reyndi að leiðrétta það brugðust menn ókvæða við, það var eins og að fara að þrasa um hvort eitthvert flæðisker tilheyrði Snæ- fells- eða Hnappadalssýslu, þetta var hvort sem er allt sama tóbakið. Einu sinni þegar ég ætlaði að hringja heim, en það var á þeim dögum þegar panta þurfti símtöl til útlanda, var ég spurður að því hvort númerið væri á Norður- eða Suður-Íslandi. Þegar kunningi minn einn fór í pósthús til að kaupa frímerki til Íslands, fann afgreiðslumaðurinn ekki verðið, enda var hann að leita á vit- lausum stað í verðskránni, og gerðist því verri í skapi sem leitin varð lengri. Kunningi minn vildi veita honum lið- sinni og benti honum kurteislega á að Ísland væri í Evrópu en ekki Ameríku. En þá varð afgreiðslumaðurinn æva- reiður, hvað hélt þessi skrælingi eigin- lega að hann væri, að þykjast vita betur en hann? Og kunningi minn hrökklaðist frímerkislaus út. „Ég þekki vel Reykja- vík“ sagði kona nokkur, „það er stutt frá Dúbrovnik.“ En svo varð breyting, snögg sem hendi væri veifað, og hún var svo róttæk að fyrir því gat engan órað. Nú er Ísland ekki aðeins komið inn á heimskort Fransmanna, heldur skipar það alveg sérstakan sess, það er eitthvert undra- land sem töfraljómi hvílir yfir, þar sem allt er með öðrum hætti en annars stað- ar og stundum þannig að mönnum væri gott að taka það sér til fyrirmyndar ef þess væri kostur, en svo er ekki. Ef Íslendingur kemur á franska grund er líklegast að hann bregðist við líkt og skáldkonan sem var að árita bók sína og var biðröðin svo löng að hún sá ekki fyrir endann. Mig bar þar að og þá kall- aði hún: „Ég skil ekki hvað er að gerast!“ Íslendingur í Frakklandi er í augum manna eins konar sendiherra hins yfir- náttúrulega, menn hrökkva við þegar hann birtist. Þegar Íslendingar komu hópum saman á stræti franskra borga vegna knattleikakeppni, vöktu þeir ekki síður athygli en fótboltakapparnir sjálf- ir, um þá var skrifað í öllum blöðum og fengu þeir þann dóm að þeir væru bestu áhorfendurnir; hvarvetna veltu menn þeim fyrir sér, það var eins og komnar væru brosandi geimverur. Þessi brennandi áhugi kemur fram eiginlega hvert sem litið er. Á hinu hversdagslegasta sviði dægurmálanna birtist það í orðum manna sem segja: „Ísland er eina landið á byggðu bóli, þar sem fjársvikarar hafa verið dregnir fyrir dóm og látnir dúsa bak við lás og slá, í raun og veru!“ eða þá: „Íslendingar voru H u g v e k j a
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.