Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.2016, Blaðsíða 126

Tímarit Máls og menningar - 01.12.2016, Blaðsíða 126
H u g v e k j a 126 TMM 2016 · 4 þegar þeir stigu yfir þröskuldinn í stein- inn. En í Frakklandi hefur verið gefinn út sagnabálkur um íslenskan útrásar- víking af talsvert öðru tagi, svo og afrek hans sem leiða inn á mjög svo óvæntar slóðir. Er nokkur ástæða til að gaum- gæfa hann og þann lærdóm sem kannske mætti af honum draga. Bálkur þessi er eftir Antoine nokkurn Bello og kom fyrsti hlutinn út árið 2007 undir heitinu „Falsararnir“ en tvö önnur bindi komu í kjölfarið, hið síðasta árið 2015, og er verkið í heild um eða yfir 1500 blaðsíður. Sagan er sögð í fyrstu persónu og er sögumaður, og jafnframt söguhetja, Íslendingur fæddur á Húsavík, þar sem móðir hans er ennþá sauðfjárbóndi; heitir hann því rammís- lenska en þó fremur fágæta nafni „Sliv Dartunghuver“. Í upphafi bókarinnar er hann nýskriðinn upp úr Háskólanum í Reykjavík þar sem hann hefur stundað nám í landafræði, árið er 1991, og hann er farinn að leita sér að vinnu. Honum býðst staða sem aðstoðarútflutnings- stjóri við fiskiðjuver á Siglufirði, en kaupið er ekki upp á marga fiska, og þótt þessi lúsarlaun séu réttlætt með því að það sé hvort sem er ekki hægt að eyða neinu í þorpinu sem telur 1815 íbúa, fyrir utan skógarbirnina að sjálf- sögðu, kýs Sliv heldur að sækja um starf hjá fyrirtækinu „Baldur, Furuset & Thorberg“ sem fæst við „umhverfis- rannsóknir“ og er staðsett í Reykjavík, enda eru kjörin þar mun betri. Eftir við- tal við einn af yfirmönnunum, Gunnar Eiríksson, er hann ráðinn og um leið er honum skýrt frá verksviði fyrirtækisins. Það kemur til skjalanna þegar leggja á út í miklar framkvæmdir sem geta valdið röskun, og er þá hlutverk þess að rann- saka þau umhverfisáhrif sem af þeim kynnu að leiða, vega og meta hvern þátt þeirra, og þá annaðhvort leggja blessun sína yfir framkvæmdirnar eða mæla með einhverjum breytingum, jafnvel leggjast gegn þeim. Fyrsta verkefni Slivs er að fara til Grænlands þar sem reisa á vatnshreins- unarstöð og kanna staðarvalið. Land- rýmið er nóg og hægt að reisa stöðina hvar sem er, á einskis manns landi ef því er að skipta, en bæjarstjórnin hefur fundið út að besta stæðið sé einmitt á landi sem einhver frændi bæjarstjórans á og borga honum drjúgar fúlgur fyrir „eignarnámið“. Það rennur upp fyrir Slivi að hlutverk hans er að leiða að því margvísleg rök að þetta staðarval sé besti ef ekki eini kosturinn og verðið mjög hóflegt. Verkið er semsé ekki ýkja erfitt, það er vel borgað og því fylgir ágætis skemmtiferð til Grænlands, en samt er hann ekki alsæll og honum finnast einhverjir maðkar í mysunni, hann tekur t.d. eftir því að skýrsla hans er „leiðrétt“ og einföldum staðreyndum hnikað til. En svo leiðir Gunnar Eiríksson hann í allan sannleikann. Innan fyrirtækisins „Baldur, Furuset & Thorberg“ er semsé starfandi útibú frá leynilegum alþjóða- hring sem teygir sig um víða veröld og nefnist „Veruleikafölsunarfélagið“; fyrir suma, þar á meðal Gunnar sjálfan, er starfið við fyrirtækið einungis skálka- skjól, í raun og veru vinna þeir fyrir þennan dularfulla hring. Starf Gunnars er í því fólgið að sjá út hæfa menn til að ráða þá til starfa við „Veruleikafölsunar- félagið“ og veita þeim á laun menntun fyrir starfið. Hann hefur áður þjálfað einn úrvalsnemanda, Lenu nokkra Thorsen sem er dönsk að uppruna en uppalin á Íslandi, útskrifuð úr Háskól- anum í Reykjavík, og talar því lýtalausa íslensku. Það kom í ljós að hún hafði óvenjulega hæfileika, en hún er nú starf- andi í öðru útibúi hringsins í fjarlægu landi. Nú hefur Gunnar fundið út, eftir að hafa látið Sliv gangast undir alls kyns
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.