Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.2016, Side 127

Tímarit Máls og menningar - 01.12.2016, Side 127
H u g v e k j a TMM 2016 · 4 127 sálfræðipróf, að hann hann er enginn eftirbátur Lenu, og býður honum að ganga í þjónustu hringsins. Eftir nokkr- ar vangaveltur þiggur Sliv boðið. En þrátt fyrir ákafa beiðni hans neitar Gunnar að segja honum hverjir stjórni þessum alþjóðlegu leynisamtökum og hver sé hinn eiginlegi tilgangur þeirra. En hver er þá starfsvettvangur þessa leynilega „Veruleikafölsunarfélags“? Í stuttu máli er verkefni þess fólgið í því að spinna upp alls kyns sögur og koma þeim á kreik sem óyggjandi sannleika, og falsa jafnframt skjöl og alls kyns heimildir aðrar til að renna stoðum undir sögurnar og koma í veg fyrir að einhver rýnir geti afsannað þær. Ef í einhverri sögunni kemur t.d. fyrir tilbúin persóna sem á að hafa stundað nám við Harvard þarf að smeygja nafninu inn í gamlar nemenda- skrár háskólans, og annað eftir því. Starfsmenn félagsins gera tillögur um slíkar sögur og verður þá að fylgja tæm- andi listi yfir allar þær falsanir sem þær krefjast. Yfirmennirnir fara gaumgæfi- lega yfir tillögurnar og athuga þá ekki síst hvort listinn sé tæmandi, hvort ekki hafi gleymst einhver nauðsynleg fölsun þannig að unnt sé að afsanna söguna. Ef þeir leggja blessun sína yfir tillögu er hafist handa við framkvæmdir. Það kemur í ljós að á bak við ýmis þau mál sem borið hefur hátt í fréttum er enginn annar en þessi leynilegi hringur. Það voru starfsmenn hans sem fölsuðu „Vín- landskortið“, og það voru einnig þeir sem spunnu upp söguna um geimtíkina Laiku; hún var aldrei til, en eftir að sög- unni hafði verið komið á flot sáu rúss- nesk yfirvöld ekki annan kost í málinu en staðfesta hana. En veruleikafölsunin dró dilk á eftir sér, þessi þyngdarlausa hundtík í upphæðum sem var aldrei annað en uppspuni kynti undir sam- keppnisáráttu meðal Bandaríkjamanna og af því spratt geimkapphlaupið. Eftir þjálfunina tekur Sliv Dartung- huver til óspilltra málanna og reynist vera óþrjótandi uppspretta sagna, þær flæða upp úr honum eins og sjóðandi vatn úr hver. Fyrsta sagan sem hann býr til segir frá bellibrögðum demanta- hrings til að hrekja Búskmenn burt úr löndum sínum í Kalahari, og fær hann fyrir hana fyrstu verðlaun í samkeppni innan hringsins fyrir „bestu fyrstu sög- una“. En samt er ferill hans dálítið brokkgengur í byrjun. Hann er sendur til starfa til Cordoba í Argentínu þar sem hann vinnur undir stjórn Lenu, og kemur Íslendingnum og dönsku stúlk- unni íslenskumælandi saman eins og hundi og ketti, hún grípur hvert tæki- færi sem gefst til að úthúða honum. Og einu sinni verða Slivi á slæm mistök, hann er að vinna að sögu um einhvern sjaldgæfan furðufisk sem hafi birst í Kyrrahafi en vanrækir að athuga hvort nafninu hafi verið smyglað inn í skýrslu þar sem það ætti að vera ef sagan væri sönn. Til allrar óhamingju fyrir hann setur stjórn Nýja Sjálands þessa kraft- birtingu öfuguggans á oddinn og tengir hana við hinar mjög svo óvinsælu kjarn- orkutilraunir Frakka í Pólynesíu. Í ein- hverju óðagoti hringir Sliv í ríkisstarfs- mann á Nýja Sjálandi, og þá koma varð- hundar hringsins strax á vettvang, tveir skuggalegir menn; þeir benda á að nú verði ekki aðeins flett ofan af lygisög- unni um fiskinn, heldur muni símtalið leiða til þess að böndin beinist að honum og upp komist um leynihring- inn og starfsemi hans. Ekki sé til nema ein lausn, koma ríkisstarfsmanninum nýsjálenska fyrir kattarnef, og vilja varðhundarnir að Sliv skrifi upp á það; Lena hjálpar honum ekkert, þvert á móti, hún er hrædd um sinn eigin framaferil innan hringsins. Þegar Sliv þrjóskast eigi að síður við, slær annar varðhundurinn hann í langvarandi óvit.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.