Tímarit Máls og menningar - 01.12.2016, Side 140
Höfundar efnis
Anton Helgi Jónsson, f. 1955, skáld. Árið 2014 kom út eftir hann ljóðabókin Tvífari
gerir sig heimakominn.
Ástráður Eysteinsson, f. 1957. Prófessor í almennri bókmenntafræði við Háskóla
Íslands.
Einar Már Jónsson, f. 1942. Sagnfræðingur og fyrrverandi kennari við Sorbonne-
háskóla í París. Árið 2012 kom út eftir hann bókin Örlagaborgin.
Fríða Ísberg, f. 1992. Háskólanemi og skáld.
Guðbergur Bergsson, f. 1932. Rithöfundur og þýðandi. Árið 2014 kom út eftir hann
skáldsagan Þrír sneru aftur.
Guðrún Hannesdóttir, f. 1944. Skáld. Á þessu ári kom út bók hennar, Humátt.
Heimir Pálsson, f. 1944. Íslenskufræðingur og fyrrum lektor við Uppsalaháskóla í
Svíþjóð. Árið 2015 kom út eftir hann og Böðvar Guðmundsson bókin Norrænir
guðir í nýju landi: íslensk heiðni og goðsögur.
Jón Yngvi Jóhannsson, f. 1972. Lektor við Menntavísindasvið HÍ. Árið 2011 kom út
eftir hann Landnám. Ævisaga Gunnars Gunnarsonar.
Kristín Eiríksdóttir, f. 1981. Rithöfundur. Síðasta bók hennar var Kok, 2012.
Kristín Ómarsdóttir, f. 1962, rithöfundur sem reglulega tekur viðtöl við kollega sína
fyrir tmm. Skáldsaga hennar Flækingurinn kom út árið 2015.
Kristján Jóhann Jónsson, f. 1949. Dósent í íslenskum bókmenntum við Menntavís-
indasvið HÍ. Árið 2014 kom út eftir hann bókin Grímur Thomsen: þjóðerni, skáld-
skapur, þversagnir og vald.
Rúnar Helgi Vignisson, f. 1959. Rithöfundur, þýðandi og dósent í ritlist við HÍ. Árið
2012 sendi hann frá sér sagnasveiginn Ást í meinum.
Sigríður Albertsdóttir, f. 1960. Bókmenntafræðingur og kennari.
Sigríður Dúna Kristmundsdóttir, f. 1952. Mannfræðingur og prófessor við HÍ. Árið
2006 kom út eftir hana bókin Ólafía: Ævisaga Ólafíu Jóhannsdóttur.
Vésteinn Lúðvíksson, f. 1944. Skáld. Árið 2014 kom út eftir hann ljóðabókin Kisan
Leonardó og önnur ljóð.