Hugur - 01.01.2014, Side 159

Hugur - 01.01.2014, Side 159
 Réttlæti: Stofnanir og verðskuldun 159 hugmyndirnar tvær eru hins vegar beinlínis afleiðing af því hvernig stofnanir samfélagsins eru skipulagðar. Verðleikakenning um réttlæti, eins og sú sem Þorsteinn talar fyrir og Tea Logar segir að sé næsta hversdagsleg, gerir ráð fyrir að réttlæti ráðist af siðferðilegri verðskuldun, þ.e. verðskuldun sem byggist á siðferðilegu mati. Og það er einmitt þessi hugmynd sem Rawls segir að geti ekki verið hluti af kenningu um félagslegt réttlæti. Ástæðan fyrir höfnun Rawls er fremur einföld, annars vegar staðreyndin um sanngjarna fjölhyggju og hins vegar sú hugmynd hans að fólk verðskuldi ekki verðleika sína. Í framsetningu Rawls er meiri þungi á rökunum sem spretta af staðreyndinni um sanngjarna fjölhyggju. Kenning Rawls um pólitískt réttlæti er beinlínis tilraun til að skýra forsendur þess að skilgreina megi verðskuldun sem er óháð siðferðilegu mati á verðleikum (þ.e. skilningur tvö og þrjú), enda sé ekki von til þess að neitt samkomulag muni nást um hvað fólk verðskuldi í siðferðilegum skilningi (skilningur eitt). Slíkt samkomulag verði einfaldlega að byggjast á sam- komulagi um forsendur félagslegrar samvinnu sem, í kenningu Rawls, verður til undir fávísisfeldi til að tryggja fullkomið hlutleysi. Látum verðleikana sjálfa bíða um sinn en hugum nánar að verðskuldun al- mennt. Fólk á jafnan skilið eitt frekar en annað sem eitthvað. Þetta á augljóslega við um skilning tvö og þrjú hjá Rawls – þ.e. verðskuldun sem réttmætar væntingar og verðskuldun samkvæmt reglum samfélagsins – en þetta á einnig við um skiln- ing eitt, þ.e. siðferðilega verðskuldun. Sem kennari verðskulda ég eitt, sem for- eldri verðskulda ég annað, og sem manneskja verðskulda ég kannski eitthvað enn annað. Jafnvel þótt verðskuldun mín sem kennara sé að hluta til bundin reglum samfélagsins (verðskuldun í skilningi þrjú) og að hluta til bundin réttmætum væntingum mínum (verðskuldun í skilningi tvö) verður spurningunni um það hvort ég verðskuldi virðingu nemenda minna, eða samfélagsins alls, ekki svarað einfaldlega með vísun til skilgreindra hlutverka kennarastarfsins. Hér koma einn- ig til siðferðilegir þættir enda er ég einnig manneskja, eins og nemendur mínir líka, og hlutverk mitt sem kennara er öðrum þræði að rækta mennsku nemenda sem ég ber að hluta til ábyrgð á. Sú staðreynd hlýtur að vera mikilvægari en hvaða önnur staðreynd um tilfallandi og tímabundin hlutverk sem ég tek að mér. Ýmis önnur hlutverk sem fólk er í, t.d. foreldrahlutverk eða systkinahlutverk, eru ekki nema að óverulegu leyti skilgreind með reglum samfélagsins en samt sem áður verðskuldar fólk ýmislegt, bæði súrt og sætt, sem foreldrar eða systkini. Kannski getum við sagt að mannréttindi varði það sem fólk verðskuldi einfald- lega sem manneskjur, burtséð frá öðrum eiginleikum. Borgaraleg réttindi fjalla m.a. um það sem fólk verðskuldar sem borgarar. Mikilvægi ólíkra hlutverka fyrir mat á því hvað einhver verðskuldar verður kannski skýrast þegar um yfirsjónir eða vanrækslu er að ræða. Barn á skilið að njóta frelsis og yfirleitt bera foreldrar ríka ábyrgð á að tryggja það. Þess vegna kann foreldri sem vanrækir að opna dyr fyrir barni sínu (hvort heldur í eiginlegri eða yfirfærðri merkingu) að vera sekt um að skerða frelsi barnsins síns. Sökin getur ýmist verið siðferðileg eða lagaleg. Þótt annað fólk hafi ekki heldur opnað dyrnar, jafnvel fólk sem átti þess kost, þá hefur það ekki gerst sekt um sambærilega vanrækslu. Aðeins foreldrið skerti frelsi Hugur 2014-5.indd 159 19/01/2015 15:09:37
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193
Side 194
Side 195
Side 196
Side 197
Side 198
Side 199
Side 200
Side 201
Side 202
Side 203
Side 204
Side 205
Side 206
Side 207
Side 208
Side 209
Side 210
Side 211
Side 212
Side 213
Side 214
Side 215
Side 216
Side 217
Side 218
Side 219
Side 220
Side 221
Side 222
Side 223
Side 224
Side 225
Side 226
Side 227
Side 228
Side 229
Side 230
Side 231
Side 232
Side 233
Side 234
Side 235
Side 236
Side 237
Side 238
Side 239
Side 240
Side 241
Side 242
Side 243
Side 244
Side 245
Side 246
Side 247
Side 248
Side 249
Side 250
Side 251
Side 252
Side 253
Side 254
Side 255
Side 256
Side 257
Side 258
Side 259
Side 260
Side 261
Side 262
Side 263
Side 264
Side 265
Side 266
Side 267
Side 268

x

Hugur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.