Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1951, Blaðsíða 91
— 89
19S1
Flateyrar. ÓnæmisaðgerÖinni má
þakka, hve veikin var væg.
ísafj. ViSloðandi rnikinn hluta árs.
Var rnjög vægur, og gætti greinilega
áhrifa ónæmisaðgerða, sem fram-
kvæmdar voru snemma vors. Þessar
aðgerðir voru, að mestu, framkvæmd-
ar í veikindaforföllum minum, og láð-
ist að skrá þær.
Hólmavíkar. Gekk í Árneshéraði
fyrra hluta sumars. Voru í tilefni af
því sprautuð um 180 (á ónæmisað-
gerðaskýrslu 118) börn i Hólmavik
og Drang'snesi með kikhóstabóluefni.
Aldrei varð kikhóstans vart, svo að
vitað væri með vissu.
Blönduós. Stakk sér nokkuð niður,
einkum framan af sumri, en var mjög
vægur. Ég tel engan vafa á því, að
það megi þakka að allmiklu leyti þeim
yfirgripsmiklu bólusetningum, sem
fram hafa farið til varnar kikhósta.
Sauðúrkróks. Undir eins og fréttist
um, að kikhósti hefði borizt til Reykja-
vikur, var hafizt handa um útvegun á
bóluefni, og voru bólusett flest yngri
börn, bæði á Sauðárkróki og víða í
sveitinnni, alls um 320 börn. í júní-
uiánuði berst svo kikhósti á eitt heim-
|li í sveitinni. Veiktust 2 börn um og
innan við fermingu. Höfðu þau ekki
verið bólusett. Virðist veikin ekki hafa
breiðzt út, og eru ekki skráð fleiri
sjúkdómstilfelli á árinu. Mér er þó
ekki grunlaust um, að vægur kikhósti
geti hafa leynzt einhvers staðar, þvi
að ég' þykist hafa sannreynt, að ef
bóluefni er gott, veikist bólusett börn
svo lítið, að erfitt sé að vita, hvort
um kikhósta sé að ræða. Gegn kik-
hósta voru bólusett 324 börn. Á þessu
ári reyndi elcki verulega á, hvernig
su bólusetning dugði, en kemur ef til
vill betur í Ijós á næsta ári.
Grenivíkur. Kom upp á einu heim-
ili. Veiktust þar 3 börn og einn full-
orðinn. Breiddist ekkert út. Mörg börn
bólusett gegn kikhósta.
Bakkagerðis. 2 börn frá Reykjavík
höfðu veikina. Voru einangruð og kik-
bóstinn breiddist ekki út.
Nes. Desembertilfellin eingöngu i
Mjóafirði, sem um langan aldur hefur
einangrað sig fyrir flestum farsóttum,
enda tilfellin mjög slæm þar. Gaf
yngstu börnunum aureomycín með
mjög góSum árangri.
Búða. Barst í héraöið utan Búða-
kauptúns í júlí. Var viðloðandi i 2
mánuði, en gerði ekki vart við sig í
kauptúninu, enda voru þar nær öll
börn bólusett gegn kikhósta, en mjög
fá utankauptúnsbörn.
Víkur. SlæÖingur janúar—ágúst, svo
vægur, að vart þekkist, enda öll börn
bólusett. Enginn fékk sog, en einstaka
barn gubbaði. Reynt að rækta í
Reykjavík frá 1 sjúkling án árangurs.
Vestmannaeyja. Eftirhreytur frá
fyrra ári.
Laugarás. Barst á fáeina bæi i
Grímsnesi, en breiddist ekki út.
Keflavíkur. Talsverð brögð að kik-
hósta á árinu. Byrjar í ársbyrjun, fer
hægt yfir og er viðloða til ársloka.
Mikil lijálp að chloromycetíni handa
þeim, sem illa urðu úti, en heldur
var það fátítt; enginn dó úr veikinni.
22. Hlaupabóla (varicellae).
Töflur II, III og IV, 22.
1917 1948 1949 1950 1951
Sjúkl. 351 492 435 875 1309
Dánir „ „ „ „ „
Skráð með langmesta móti, og mun-
ar einkum um mikinn faraldur í
Reykjavik frá þvi í nóvember 1950 og
þangað til í maí 1951.
Akranes. Stakk sér niður, einkum
4 fyrstu mánuði ársins.
Stykkishólms. Framhald af faraldri,
er gekk siðustu mánuði ársins áður.
Búðardals. Nokkrir sjúklingar fyrra
hluta ársins.
Reykhóla. Varð aðeins vart.
Fiateyrar. Gekk í Súgandafirði og
lagðist mjög þungt á börn sem full-
orðna. Sumir fengu slæm kýli upp úr
veikinni. Var þá gripið til pensilín-
gjafa með góðum árangri.
Bolungarvikur. Hlaupabóla gerði
vart við sig í marz og fram i ágúst,
og fylgdi henni hár hiti.
ísafj. Nokkur tilfelli, mjög væg.
Hólmavíkur. 1 tilfellið barn, í sam-
bandi við ristilsjúkling, sem síðar er
getið. Hin faðir og sonur úti í sveit.
12