Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1951, Side 99
— 97 —
1951
smitaðist á Drangsnesi árinu áður,
fékk í ársbyrjun pleuritis exsudativa,
en batnaði sæmilega. Heima voru fyr-
ir 2 konur, sem enn fá viðhaldið loft-
brjósti. Loftbrjóstaðgerðir voru gerðar
100 sinnum á 7 sjúklingum. Skyggn-
ingar á berklasjúklingum 103.
Hvammstanga. Enginn sjúklingur á
skrá, fremur en árið áður. Engin ný
tilfelli. Jón Eiriksson, berklalæknir,
kom og skyggndi allt skólafólk. Ekki
er mér kunnugt um, að neitt grunsam-
legt hafi komið í ljós. 2 menn úr hér-
aðinu, sem helzt þótti ástæða til að
athuga, voru skyggndir um leið. Ekk-
ert var þar athugavert.
Blönduós. Tæplega ársgamalt barn
fékk heilaberklabólgu (ekki á mánað-
arskrá) og dó úr henni; átti berkla-
veikan föður, sem hafði verið á hæli
og sendur þaðan smitfri, en veiktist
á ný. Ungur maður með lungnaberkla
var sendur heim af Vífilsstöðum til
áframhaldandi loftbrjóstaðgerðar, og
drengur með hryggberkla var sendur
heim frá Landsspítalanum til áfram-
haldandi legu hér.
Sauðárkróks. Aðeins 1 sjúklingur
skráður i fyrsta sinn, miðaldra kona
nieð adenitis tbc. á hálsi. Voru kirtl-
arnir skornir burtu, og batnaði henni.
Svo kemur hér á skýrslu maður, sem
flyzt frá Skagaströnd, hafði verði á
heilsuhæli og fær nú ambúlant pneu-
mothorax. Aðstoðarlæknir berklayf-
irlæknis kom i haust og skyggndi
túberkúlínjákvæða nemendur í skól-
um héraðsins og alla kennara, auk
þess starfsfólk mjólkursamlags, brauð-
gerðarhúss, gistihúsa og nokkra eftir
tilvísun héraðslæknis, alls nokkuð á
annað hundrað manns. Fundust engin
ný berklaveikistilfelli.
Hofsós. 6 ný tilfelli skráð á árinu,
sem mér finnst ískyggilega mikið.
Sjúklingarnir voru 1—21 árs. 3 sjúk-
linganna voru með bólgu í lunga, þar
af einn smitandi. 3 höfðu hilitis. 3 af
þessum 6 sjúklingum fengu jafnframt
erythema nodosum. Ofannefndur smit-
andi sjúklingur var 21 árs piltur. Þeg-
ar hann fannst, hafði hann smitað 2
systur sínar, 4 og 6 ára, ásamt 13 ára
stúlku á heimili, þar sem hann var að
vinna, er hann veiktist. 4 sjúklinganna
virðast albata í árslok og hinir 2 á
góðum batavegi.
Grenivíkur. Engir sjúklingar með
virka berkla.
Kópaskcrs. Ein nýsmitun. Stúlku-
barn með hilitis, sem fór i sjúkrahús
fyrir áramótin. Siðar kom í ljós, að
hér var um viðtækari smitun að ræða.
Veiktust síðar 2 önnur börn og 1 mið-
aldra maður. Benda allar líkur til, að
um smitun frá manni þessum hafi
verið að ræða hjá börnunum, enda
þótt ekki fyndust berklasýklar í hráka
hans, eftir að uppvíst varð um sjúk-
dóm hans.
Þórshafnar. Frumskráðar 2 konur,
önnur með virka lungnaberkla, eigi
smitandi, hin með eitlaberkla á hálsi.
Báðar sendar á Vífilsstaði.
Vopnafj. Varð ekki vart hér á árinu.
Bakkagerðis. Enginn sjúklingur með
virka berkla í héraðinu, að því er ég
bezt veit.
Nes. 10 ára stúlkubarn með pleuritis
tbc. send á Seyðisfjarðarspitala.
Búða. Engin ný tilfelli á árinu.
Djúpavogs. Engir nýir sjúklingar
(þó 3 nýskráðir).
Hafnar. Engir með virka berkla.
Kirkjubæjar. Engin, svo að vitað sé.
Vestmannaegja. Nýir smitandi sjúk-
Jingar eru skráðir 2 á árinu, og höfðu
]>eir, áður en þeir fundust, smitað
nokkur börn og unglinga í fjölskyld-
um sínum og á vinnustað. 1 smitandi,
eldri berklasjúklingur dvaldist í hér-
aðinu yfir áramótin, en hann hafði
ekki fengizt til að fara á sjúkrahús.
Nýsmitanir voru allar raktar til
þekktra berklasjúklinga, sem áður er
getið um. 12 ára stúlkubarn úr berkla-
fjölskyldu, sem hafði verið berkla-
bólusett með árangri árið 1949, veikt-
ist á árinu.
Egrarbakka. Kona nær fertug'u fékk
blóðhósta og fór á Vífilsstaði. Karl og
kona, bæði yfir 60 ára, reyndust með
smitandi berkla og fóru á Vífilsstaði.
30 ára vanfær kona varð virk að nýju.
Laugarás. 16 ára piltur fékk í júlí-
mánuði hita og sting fyrir brjóst. Hélt
ég þetta stingsótt, sem þá var á sveimi.
En er vikan leið án bata, reyndi ég
pensilín nokkra daga án árangurs, og
rauk þar sú sjúkdómsgreining. Að ráði
13