Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1951, Síða 153
151 —
1951
Hafa kvenfélög og RauSakross staðar-
ins gefið því ný og fullkomin rönt-
gentæki, sem sett hafa verið upp á
stofu héraðslæknis, þar til sjúkrahús-
ið verður fullbúið til notkunar. Hafa
þau enn fremur fleira slíkt á prjón-
unum, einkum kaup á tækjum og á-
höldum til sjúkrahússins. Stendur nú
á hraðari aðgerðum æðri stjórnar-
valda.1)
Vestmannaeyja. Sjúkrahúsið tekið til
gagngerðrar viðgerðar á árinu; mest-
allt var málað innan húss og gólfdúk-
ar endurnýjaðir. Viðgerð utan húss
mun eitthvað verða að bíða enn, þótt
bagalegt sé, þar sem þakið lekur.
Gengið hefur skrykkjótt, en þó að
kalla vandræðalaust, að útvega hjúkr-
unarfólk.
Laugarás. Ótrúin er orðin svo mikil
á sjúkraskýli og lítil sjúkrahús, að
mörgum, bæði læknum og leikum,
þykir hæpið að ráðast i sjúkrahús-
byggingu á stað, þar sem þörfin virð-
ist jafnaugljós og aðkallandi eins og á
Selfossi. Býst þó við, að þar sé nokk-
uð um að kenna deyfð og áhugaleysi
okkar læknanna á tilheyrandi svæði,
og mætti ef til vill telja það til elli-
marka. Hefur sjúkrahúsmálinu að visu
aðeins verið hreyft, en enginn áhugi
vaknaður enn sem komið er. Er þó á
cllu Suðurlandsundirlendinu ekki starf-
rækt eitt einasta sjúkrarúm og mun
ekki hafa verið síðast liðin 10 ár,
nema ef til vill litillega í Siðuhéraði
(Kirkjubæjarhéraði). Má þó geta
nærri, hvort þar hefur ekki einhvern
tima skollið hurð nærri hælum og
vafalaust einhvern tíma orðið að slysi.
Keflavíkur. Mikil deyfð er enn yfir
sjúkrahúsmálinu, enda þótt húsið
standi nærri fullbúið, bæði ytra og
innra. En innan húss vantar allt og
þar á meðal öll áhöld nema röntgen-
tæki, sem Kvenfélag Keflavikur hefur
að miklu leyti gefið af hinum mesta
myndarskap, og fleiri góðar peninga-
gjafir hafa sjúkrahúsinu gefizt. Seint
á þessu ári hefur nú borizt, sam-
kvæmt eftirleitan, lánstilboð til 4 ára,
frá Siemens í Þýzkalandi, í allt innan
1) Á fjárframlagi frá ríkissjóði hefur ekki
slaðið.
liúss og lækningatæki, en eftir er að
vita, hvernig fjárhagsráð snýzt við
þeirri málaleitan, enda þótt tilboðið
sé betra en hægt er að fá innanlands.
B. Sjúkrahjúkrun. Sjúkrasamlög.
Heilsuvernd.
Hjúkrunarfélög.
1. Hjúkrunarfélagið Likn i Reykja-
vík gerir svofellda grein fyrir störfum
sínum á árinu:
Árið 1951 hafði Hjúkrunarfélagið
Líkn 12 fastar hjúkrunarkonur i þjón-
ustu sinni. Auk þess starfaði hjúkr-
unarkona i 6 mánuði að berklapróf-
um á vegum berklavarnanna. Störfum
liinna fastráðnu hjúkrunarkvenna var
hagað þannig, að 4 störfuðu að berkla-
vörnum, 5 að ungbarnavernd og 3 að
heimilisvitjunum til sjúklinga. Félagið
réð auk þess til sín hjúkrunarkonu í
sumarorlofum og á frídögum heimilis-
hjúkrunarkvenna. Við heilsuverndar-
stöðina voru auk læknanna og hjúkr-
unarkvennanna starfandi 1 ljósmóðir,
2 afgreiðslustúlkur og 1 stúlka, er sá
um Ijósböð ungbarna, en þau eru starf-
rækt frá 1. september til maíloka. Far-
ið var i 7124 sjúkravitjanir. Meðlimir
Hjúkrunarfélagsins Liknar eru um 160.
Tekjur félagsins voru kr. 711465,17 og
gjöld kr. 732800,12. Gjafir til starf-
seminnar bárust í peningum, lýsi og
fatnaði, að verðmæti um kr. 3000,00,
og var því útbýtt til þurfandi fólks.
2. Akureyrardeild fíauðakross ís-
lands. Eins og að undanförnu annað-
ist deildin sjúkraflutninga i bæ og
héraði, eftir því sem tök voru á, en
við ýmsa erfiðleika var að stríða i
þessum efnum. Seinna hluta vetrar
1951 var svo snjóþungt, að vikum
saman var ófært öllum bifreiðum
nema snjóbilum, en seinna hluta þessa
ófærðarkafla var hér snjóbíll í not-
kun, og greiddist þá mikið úr þessum
vandræðum. Var snjóbillin oft döguin
saman í förum með lækna og sjúk-
linga um héraðið. Mundi vera mikið
öryggi í því að hafa tiltækan hér einn
slikan bíl, og gæti komið til mála, að
deildin ætti einhvern þátt i útvegun
og rekstri hans, en ekki hefur það
mál verið athugað verulega enn þá.