Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1951, Síða 184
1951
— 182 —
en seinna hluta ágústmánaðar, og þá
fyrst, er óskað hafði verið eftir því.1)
Var nú samkvæmt hinni nýju reglu-
gerð um ónæmisaðgerðir fólk livatt
til þess að mæta hjá héraðslækni með
börn og unglinga, sem bólusetjast áttu
eftir aldursákvæðum hinnar nýju
reglugerðar. Enginn mætti hins vegar,
og að fimm vikum liðnum var aftur
auglýst. Þegar röskur hálfur mánuður
var liðinn, og enginn hafði gefið sig
fram til bólusetningar, átti ég tal við
ljósmæður héraðsins um, að þær fram-
kvæmdu bólusetningu vissan dag, eins
og tiðkaðist fyrir gildistöku hinnar
nýju reglugerðar. Létu þær boð út
g'anga um bólusetninguna, en mættu
hvarvetna eindreginni ósk um frest-
un, bæði vegna haustannanna og
versnandi veðurs með spilltri færð.
Þótti mér þetta miður fara, en fór þó
að óskum manna í þessu efni og
frestaði bólusetningu til næsta vors.
Geymdi þó bóluefnið, svo að grípa
mæíti til þess, ef sýkingarhættu bæri
að höndum.
ísafi. Kúabólusetning fór fram í hér-
aðinu. Var frumbólusett á liðnu sumri,
og varð árangur sæmilegur. Sum barn-
anna veiktust nokkuð, og fáein fengu
útsæði, en kom þó hvergi að sök. Hér
skal getið 3 ára telpu, sem fékk vac-
cinia á augnlok, sem fylgdi í háttum
sínum bólunni. Vegna hræðslu töluðu
foreldrar hennar við augnlækni i
Reykjavik, en sá fyrirskipaði suður-
ferð þegar í stað án minnar vitundar.
Þetta var á 15. degi eftir bólusetning-
una og sjúklingurinn í greinilegum
afturbata. Barninu batnaði vissulega
af sjálfu sér, en þetta kostaði dýrt
ferðalag og pensilín og aureomycín
fyrir mörg hundruð krónur. Ilver var
indicationin fyrir þessari meðferð?
Hún var engin, en ómannlega farið
með foreldrana, barnið, sjúkrasam-
lagið og mig. Endurbólusetning fór
fram um haustið í skólunum og varð
árangur lélegur. Verður því að end-
urtaka bólusetninguna á fjölda nem-
enda, sem fermast eiga í vor.
Ögur. Bólusetningar höfðu ekki ver-
ið framkvæmdar í héraðinu í mörg
1) Héraðslæknar eiga að panta bóluefni,
jafnóðum og þeir þurfa á að halda.
ár, og báru hreppstjórar fram kvart-
anir yfir þessu. Eg gerði mér þvi ferð
á hendur í alla hreppa héraðsins,
nema Snæfjallahrepp, og bólusetti öll
börn á bólusetningaraldri. Kom ég
þannig á flesta bæi i Djúpinu á þess-
um ferðalögum, og gat þvi athugað
með eigin augum háttu manna og hagi.
í Snæfjallahreppi hefur ljósmóðir
annazt bólusetninguna.
Hólmavikur. Bólusetningar fóru
fram við skólaskoðun um haustið
samkvæmt hinum nýju lögum. Auk
þess átti fólk kost á að fá yngri börn
sín bólusett, hvenær sem var á árinu,
hjá héraðslækni. Ljósmóðirin í Drangs-
nesi annaðist frumbólusetningu i
Kaldrananeshreppi, en árangur varð
mjög lélegur, hverju sem um var að
kenna.
Hvanunstanga. Mun hafa frumbólu-
sett nær öll þau börn, er til þess
höfðu aldur og ekki voru frumbólu-
sett árið áður. En misbrestur varð á
um endurbólusetningu, sem fórst að
mestu fyrir i sambandi við skólaskoð-
anir, sumpart vegna þess, að ég hafði
ekki fengið bóluefni i tæka tíð, en
sumpart vegna daufra undirtekta fólks,
sem m. a. óttaðist, að börnin kynnu
að veikjast af bólunni, er verst gegndi,
vegna hauststarfa, smalamennsku o. fl.
eða væntanlegrar skólagöngu.
Blöndnós. Bólusetningar ekki enn
komnar i það lag, sem skyldi, og að-
eins bólusett fermingarbörn. Fólk hef-
ur ekki enn áttað sig á breytingu
fyrirkomulagsins.
Sanðárkróks. Fyrir kúabólusetningu
(frumbólusetningu) auglýsti ég ákveð-
inn tíma einu sinni í viku, en það
var aðallega notað af bæjarfólki. End-
urbólusetning fór fram í sambandi
við skólaskoðanir, og var fólki í sveit-
um bent á að notfæra sér það einnig
fyrir frumbólusetningu. Hætt er við,
að fólk gleymi að láta færa ónæmis-
aðgerðir inn í skírteinin og geymi þau
misjafnlega vel.
Grenivíkur. Ekki hefur fólk beðið
um bólusetningu barna sinna. Verður
sjálfsagt að auglýsa hana í vor til
þess að ná i yngri börnin til bólu-
setningar. Bóluefni barst ekki á sið-
ast liðnu ári, svo að ekki var hægt