Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1951, Blaðsíða 199

Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1951, Blaðsíða 199
— 197 — 1951 (2) . Mærðaralda um þessa lækninga- möguleika fór um dagblöð og mynd- skreytt tímarit fyrir almenning og skall á aðstandendum sjúklinga; und- an þeim og öðrum leikmönnum létu svo og svo margir annars varkárir læknar um að reyna þessar aðgerðir (3) . Fáeinir reyndu að biða og kusu helzt að byrja ekki á þeim, fyrr en þeir teldu sig hafa séð einhvern rök- stuðning, sem réttlætti þær um fram aðrar aðgerðir (4). Allir í þessum 3. og 4. flokki virðast fljótlega hafa skipt um skoðun á því, í hverjum sjúk- dómstilfellum mætti reyna þær og smáþrengt það svið, sumir svo, að þeir hafa með öllu hætt við þær. Loks eru nokkrir, sem aldrei telja sig hafa komið auga á þau rök, sem réttlættu þessar aðgerðir, heldur beinlínis séð margt, sem óréttiætti þær (5). Einn í þeim flokki er höfundur þessarar greinargerðar. Tortryggni mín kom þegar upp við lestur fyrstu greinar v. Meduna um krampaaðgerðirnar, þar sem hann ályktar út frá því, sem vitanlega var rangt, þ. e. andstæðu geðklofa og flogaveiki. Það jók tortryggni mína, þegar ég sá sjúkling, sem telja varð lítið veik- an, með cardíazolkrampa, sams konar krampa og maður árum saman hafði verið að berjast á móti, hafði jafnvel séð sjúkling deyja af, og manni gat aldrei skilizt, að nokkur sjúklingur hefði nema illt af krömpunum. Það bætti ekki um, þegar maður fékk nokkra sjúklinga til meðferðar á spítala eða utan spítala með sjúkdóm, sem manni virtist hefði átt að albatna, en sjúkling- arnir höfðu í þess stað fengið „vefræn“ einkenni í viðbót, að þvi er bezt varð séð, vegna þeirrar rotmeðferðar, sem þeir höfðu sætt hjá öðrum lækni. Þá er maður sá einn rafrotaðan sjúkling háisbrotna og deyja 5 dögum síðar úr lungnabólgu og annan lend- arhryggbrotinn, svo hann gat sig ekki hreyft lengi á eftir, „róaðist“ með öðrum orðum, þá sýndist mér þegar vera ærin ástæða til þess að lialda að sér höndum gagnvart þessari lækn- ingaaðgerð, a. m. k. fyrst um sinn. Að lokum keyrir þó svo um þver- bak, að manni blöskrar, er maður sér þessum aðgerðum beitt, án þess að hlutaðeigandi læknir hafi getað gert sér nokkra hugmynd um, á hvern liátt þær eigi að verka — aðeins u. a. f. — ýmist við einföldustu sálrænum til- fellum, eins og áhyggjum af því að geta sennilega ekki staðið í skilum með afborgun af víxli (og gleyma svo víxlinum alveg), í léttum og þungum geðklofatilfellum, við hvers kyns þung- lyndi, oflæti, eiturlyfjanotkun, ofsókn- arvillum, elliglöpum og vefrænum taugasjúkdómum, mjög oft i lækninga- stofu eftir eitt eða tvö viðtöl og svo til enga eða lauslega rannsókn. Þann- ig hefur framferðið verið i mörgum löndum. Ég minnist ekki að hafa séð eða heyrt um neinn geðkviila, sem ein- hver hefur ekki reynt rafrot við og talið sig ná lofsverðum árangri af. Maður skyldi þvi halda, að með raf- rotunum á þessum seinustu árum hefði verið fundin hin „mikla lækning“ við geðsjúkdómum. En svo er alls ekki í neinu landi. Geðsjúkdómar herja á og hrjá allar þjóðir engu siður nú en fyrr, og í hverju því menningarlandi, þar sem sæmileg skipan er á heil- brigðismálum, eru í geðspítölum 14— % allra sjúkrarúma. Eins og áður var á minnzt, var upp- haflega tilætlunin að iækna geðklofa með rotaðgerðunum, en svo smáfærð- ist þetta til og varð til þess, að að- gerðirnar hafa i blindni verið reynd- ar við öllum tegundum geðsjúkdóma og geðsjúkdómsmynda. Sumir gera þetta enn þann dag i dag, og virðist erfitt að taka þá lækna aivarlega. En langflestir, sem á annað borð beita rafroti, fara eftir nokkrum meginregl- um og beita því aðeins gegn ákveðn- um sjúkdómsmyndum. Haustið 1950 var í París haldinn alþjóðafundur geðlækna, og sótti ég hann einn islenzkra lækna. Eitt um- ræðuefnið var „Indications respec- tives des methodes de choc“. (Con- gress international de psychiatrie, IV). Höfðu þar framsögu Cerletti (Róm), höfundur rafrotanna; Fiamberti (Varese), annar höfundur acethyl- cholínmeðferðarinnar við geðsjúk-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196
Blaðsíða 197
Blaðsíða 198
Blaðsíða 199
Blaðsíða 200
Blaðsíða 201
Blaðsíða 202
Blaðsíða 203
Blaðsíða 204
Blaðsíða 205
Blaðsíða 206
Blaðsíða 207
Blaðsíða 208
Blaðsíða 209
Blaðsíða 210
Blaðsíða 211
Blaðsíða 212
Blaðsíða 213
Blaðsíða 214
Blaðsíða 215
Blaðsíða 216
Blaðsíða 217
Blaðsíða 218
Blaðsíða 219
Blaðsíða 220
Blaðsíða 221
Blaðsíða 222
Blaðsíða 223
Blaðsíða 224
Blaðsíða 225
Blaðsíða 226
Blaðsíða 227
Blaðsíða 228
Blaðsíða 229
Blaðsíða 230
Blaðsíða 231
Blaðsíða 232
Blaðsíða 233
Blaðsíða 234
Blaðsíða 235
Blaðsíða 236
Blaðsíða 237
Blaðsíða 238
Blaðsíða 239
Blaðsíða 240
Blaðsíða 241
Blaðsíða 242
Blaðsíða 243
Blaðsíða 244
Blaðsíða 245
Blaðsíða 246
Blaðsíða 247
Blaðsíða 248
Blaðsíða 249
Blaðsíða 250
Blaðsíða 251
Blaðsíða 252

x

Heilbrigðisskýrslur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilbrigðisskýrslur
https://timarit.is/publication/1524

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.