Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1960, Blaðsíða 77
— 75
1960
III. Sóttarfar og sjúkdómar.
Kverkabólga og kvefsótt gerðu vart
við sig með meira móti, og væg in-
flúenza gekk. Að öðru leyti var heilsu-
far ágætt, enda var heildarmanndauði
hlutfallslega minni en hann hefur
nokkru sinni orðið, og sama máli gegn-
ir um ungbarnadauða, sem mun hafa
verið lægstur í heimi á árinu.
Óvenjumikil brögð voru að kverka-
bólgu, og fór tilfellum mjög fjölgandi
síðustu mánuði ársins. Gekk þá sam-
tímis angina tonsillaris og angina
streptococcica. Veikin lagðist sums
staðar í þyngra lagi á, og allmikið var
um fylgisjúkdóma, en ekki er þó talið,
að hún yrði neinum að bana.
Patreksfí. Heilsufar yfirleitt gott.
Flateyrar. Fremur kvillasamt.
Hvammstanga. Heilsufar með betra
móti fyrstu 7 mánuði ársins, en siðan
þrálátur hálsbólgufaraldur og kvef út
árið.
Hofsós. Heilsufar má teljast allsæmi-
legt.
Ólafsfí. Nokkuð kvillasamt.
Dalvíkur. Heilsufar yfirleitt gott, að
undanskilinni allþrálátri kvefsótt
fyrra hluta ársins með tracheo-
laryngitis, áberandi einkum á ung-
börnum.
Akureyrar. Heilsufar með bezta
móti eða betra en í meðallagi.
Grenivíkur. Heilsufar frekar með
lakara móti.
Breiðumýrar. Heilsufar í betra
meðallagi. Lítið um farsóttir.
Norður-Egilsstaða. Engar skæðar
farsóttir gengu á árinu.
Seyðisfí. Heilsufar ágætt.
Djúpavogs. Heilsufar almennt gott.
Hafnar. Heilsufar gott, farsóttir ekki
teljandi.
Vikur. Heilsufar nokkru betra en
árið áður.
Selfoss. Heilsufar mátti teljast gott.
Hafnarfí. Heilsufar mátti teljast með
afbrigðum gott.
Kópavogs. Heilsufar gott.
A. Farsóttir.
Töflur II, III og IV, 1—28.
1- Kverkabólga (angina tonsillaris).
Töflur II, III og IV, 1.
Sjúkl.
Dánir
1956 1957 1958 1959 1960
10425 8313 8883 12035 18223
Hvík. Hálsbólga færðist allmjög í
vöxt síðustu 2 mánuði ársins, og voru
skráð 1176 tilfelli í desember, eða
riflega hálfu fleiri en að vanda. Lækn-
ar töldu hálsbólguna fremur illkynj-
aða og fylgikvilla tíða. Næmispróf
leiddu i ljós, að fúkalyf, önnur en
penisillin, verkuðu lítt eða ekki á
sýklana.
Akranes. Gerði mikið vart við sig
allt árið, en þó mest siðara hluta árs.
Var hún oft þung, reyndist erfitt
að lækna hana, og lögðust margir hvað
eftir annað.
Búðardals. Enginn verulegur farald-
ur, en þó fjölgaði tilfellum í lok árs-
ins.
Patreksfí. Algeng allt árið. Faraldur
i nóvembcr—desember með nokkrum
residivum. Engir aukakviltar. Peni-
sillín hefur dugað vel.
Flateyrar. Viðloðandi allt árið, en
flest tilfellin væg.
Ilvammstanga. Slæðingur allt árið.
Sjúklingatalan hækkaði ört í ágúst og
hélzt há út árið. Ekki teljandi fylgi-
kvillar.
Hofsós. Kvilli þessi var algengari á
þessu ári en áður, var hér viðloðandi
fjóra síðustu mánuði ársins, og munu
tilfellin hafa verið fleiri en skráð eru.
Fylgdi hér hiti, í 5 tilfellum yfir 40
stig, og alloft tók veikin sig upp einu
sinni til tvisvar með nokkurra daga
millibili. Mér virtist penisillín verka
betur á veikina en tetracyclin, og er
það gagnstætt reynslu minni áður.
Tveir sjúklingar fengu, eftir að veikin
var afstaðin, útbrot framan á fótleggi,
sem líktust erythema nodosum. Voru
það allstórar hellur, ca. 4—5 sm í þver-