Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1960, Blaðsíða 103
— 101 —
1960
ans. Þrátt fyrir þetta ber töluvert á
epidermophytosis, sem sennilega kem-
ur úr baðklefunum.
Eyrarbakka. Óþrif horfin. Miklar
tannskemmdir. Skólabörn fá ljósböð.
Keflavíkur. Öll skólabörn skoðuð
almennri skólaskoðun. Óþrif eru að
mestu horfin, þó að enn bregði fyrir
nit frá einu og einu heimili, því að
ógerningur hefur reynzt að útrýma lús
á foreldrum barnanna. Hirðing barna
virðist yfirleitt vera góð og allur að-
búnaður. Siðan sparimerkjasala hófst
í barnaskólum, virðist mér veldi pen-
inganna hafa færzt um of inn i skól-
ana. Á laugardögum sýna börn hvert
öðru veldi sitt i merkjum, en þeir
ríkustu og mest virtu í raun hafa
hærri upphæðir í fínum og fallegum
peningaveskjum. Uppeldisgildi tel ég
ekkert að þessari sparimerkjasölu, en
hún innleiðir þann ósið, að börn fara
sifellt með peninga i skólann.
Hafnarfj. Heilsufar skólabarna gott.
í Bjarnastaðaskóla (20 börn) fundust
e.kki aðrir kvillar en tannskemmdir.
Á einu barni fannst blinda á öðru
auga, sem ekki hafði verið veitt at-
hygli áður. Orsökin var áverki á aug-
að fyrir nokkrum mánuðum. Óþrif,
lús eða nit, fundust aðeins frá einu
heimili.
Kópavogs. Skólabörn og nemendur
unglingaskólans skoðuð í október og
nóvember. Síðan eftirlit öðru hvoru.
Heilsufar yfirleitt gott í skólunum.
E. Aðsókn að læknum og
sjúkrahúsum.
Upplýsingar um tölu sjúklinga og
ijölda ferða til læknisvitjana hafa bor-
izt frá svo fáum læknum, að ekki þyk-
lr taka þvi að birta þær.
,A töflum XVII og XVIII sést að-
soknin að sjúkrahúsum á árinu. Legu-
úagafjöldinn er 600211 (574598). Koma
>4 sjúkrahúslegudagar á hvern mann
1 landinu (1959: 3,3), á almennum
ajukrahúsum 2,4 (2,4), heilsuhælum
(^9)(0,27) og geðveikrahælum 0,89
Sjúkdómar þeirra sjúklinga, sem
lágu á hinum almennu sjúkrahúsum á
árinu, flokkast þannig1) (tölur síðasta
árs i svigum):
Farsóttir 3,09 % ( 3,50%)
Kynsjúkdómar . 0,01 — ( 0,03 —)
Berklaveiki .... 0,33 — ( 0,43 —)
Sullaveiki 0,05 — ( 0,06 —)
Krabbamein og
illkynjuð æxli 3,58 — ( 4,47 —)
Fæðingar, fóstur-
lát o. þ. h. .. 22,65 — (11,57 —)
Slys 6,64 — ( 6,36 —)
Aðrir sjúkdómar 63,65 — (73,58 —)
Akranes. Alltaf er mikil aðsókn að
sjúkrahúsinu, og biða alltaf margir
eftir sjúkrahúsvist. Um aðsókn að
læknum eru ekki skýrslur fyrir hendi.
Patreksfj. Ferðir voru 26 á árinu.
Aðsókn að sjúkrahúsinu meiri en árið
áður.
Þingeyrar. Sjúklingatala 935. Ferð-
ir 76. Vitjanir i skip 17.
Súðavíkur. Farnar voru alls 14 ferð-
ir í Djúpið, auk skólaskoðana i
Reykjanesskólann. Tvisvar fór ég i 3
daga ferðalag um Djúpið.
Hvammstanga. Læknir fór 150 ferð-
ir út af Hvammstanga i sjúkravitjanir.
Eknir samtals tæpir 8000 km. Meðal-
ferð 53 km. Fjöldi sjúklinga á lækn-
ingastofu svipaður og árið áður. Á
sjúkrahúsinu á Hvammstanga lágu 130
sjúklingar, 39 fleiri en árið áður, þar
sem nýja sjúkrahúsið var tekið í notk-
un á árinu.
Höfða. Aðsókn að lækni svipuð og
undanfarin ár, eða um 600 alls.
Læknisferðir alls 15 á árinu.
Ólafsfj. Alls leituðu læknis 760
sjúklingar, sem næst 84,4% héraðs-
búa.
Akureyrar. Sjúkrahús Akureyrar var
alltaf fullskipað og alltaf langir bið-
listar á báðum deildum þess. Aðsókn
að læknum svipuð og undanfarin ár,
en þó með minna móti sökum þess,
hve gott heilsufar var á árinu.
1) Fæðingardeild Landsspítalans kemur hér
nú inn aftur, en tölur frá henni hefur vant-
að sl. 2 ár. Tölurnar nú eru því ekki sam-
bærilegar við tölur þeirra ára.