Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1960, Blaðsíða 164
1960
162
Nú gengur sjúkl. talsvert haltur, en
er þrautalítill. Hann kvartar um
þreytuverk frá brotstaðnum og niður
i ökla. Á kvöldin er hann nokkuð
bólginn um öklaliðinn. Hann er óþæg-
indalaus að mestu i hvild og virðist
nú fær til léttrar vinnu. Sennilega mun
sjúkl. verða aftur fær til erfiðisvinnu,
en hætt er við breytingum í vinstri
öklalið (arthrosis) siðar meir, og hann
mun að líkindum ætið verða nokkuð
haltur.“
... [starfandi] læknir [i Reykjavik],
skoðaði stefnanda 9. febrúar 1960. Mat
hann jafnframt örorku stefnanda af
völdum slyssins. Er örorkuvottorðið
dags. 13. febrúar 1960. Þar segir m. a.
á þessa leið:
„... V. ganglimur: Eðlileg beyging
í v. hnélið. Greinileg rýrnun á vöðv-
um á fótleggjum og eins nokkuð á
lærvöðvum. Einnig er greinileg sveigja
aftur á við um brotstaðinn og jafn-
framt inn á við. Við athugun á rönt-
genmyndum sést, að sköflungur og
sperrileggur hafa þverbrotnað um 6
cm ofan við öklaliðinn. Síðasta rönt-
genmynd hefur verið tekin 15. jan.
1960, og er lýsing á henni svo hljóð-
andi:
,,V fótleggur (control). — Brotið
i vinstri fótlegg er nú að sjá fast
gróið, enda þótt ennþá megi greina
brotlínuna, bæði í tibia og fibula
sin., og nokkur sclerosis virðist vera
á brotstaðnum. Kalk-innihald bein-
anna er að þessu sinni öllu meira
heldur en áður var, enda þótt nokkur
úrkölkun sé i vinstri ökla-regio. Á
brotstaðnum vottar fyrir recurvatio ca
15° og valgitet ca 9°“.
Við þuklun á brotstaðnum finnsl
fyrir beinsambreyskjunni. Vöðvafesta
er nokkur á viðkomandi brotsvæðum.
Hreyfingar í öklalið eru lítilsháttar
hindraðar, svo að nærri mun láta, að
allt að Vs af hreyfanleika skorti á
eðlilega hreyfingu, borið saman við h.
megin. — Við nákvæma mælingu á
leggnum er 1 cm stytting á v. gang-
lim, borið saman við þann hægri.
Greinilegt ilsig er á v. fæti, og á göngu
er hann útskeifur (Pes plano-valgus).
Húðlitur er eðlilegur og æðasláttur
eðlilegur.
Álgktun: Um er að ræða fótbrot,
sem ákeyrsla olli. Brotið hefur gróið
óvenjuhægt, og nokkur skelckja hefur
orðið á brotstaðnum, þegar brotið
loksins beinfestist. Stytting, um 1 cm,
hefur orðið á ganglimnum. Ennþá er
mikil rýrnun á vöðvunum, en gera
verður ráð fyrir, að það eigi eftir að
lagast verulega eða ef til vill til fulls.
Einnig hreyfanleiki i öklaliðnum.
Örorka vegna slyssins telst hæfilega
metin:
Fyrir 5 mán. fyrst eftir slysið 100%
— 1 — þar á eftir .... 85%
— 1 —----— .... 75%
— 1 —------------— .... 65%
— 1 —----— .... 50%
— 1 —------------— .... 40%
— 1 —------------— .... 30%
Úr þvi má áætla eftirfarandi örorku,
eins og útlit bendir nú til:
Fyrir 2 mán. í frh. af fyrra mati 25%
— 4 —------------------ _ 20%
— 4 —--------------— _ 15%
Úr því 10% varanlega örorku.“
í málinu liggur fyrir læknisvottorð
... [sama] starfandi læknis í Reykja-
vík, dags. 20. ágúst 1961, þar sem hann
metur örorku stefnanda á ný. Vottorð-
ið er svo hljóðandi:
„Þann 3. þ. m. kom H. A-son i lækn-
ingastofu mína til skoðunar. Hann er
fæddur 26. marz 1927, til heimilis að
..., Reykjavík.
Undirritaður skoðaði mann þennan
þann 9. febr. 1960, og þá var fram-
kvæmt örorkumat fyrir hann vegnn
meiðsla, er hann varð fyrir við bij-
slys þann 6. marz 1959. Vísast til
vottorðs míns, dags. 13. febr. 1960,
varðandi slysið.
í ályktun vottorðs þessa sést, að urn
hefur verið að ræða 1 cm styttingu á
ganglimnum, og skekkja hefur orðið
um brotstaðinn. Hefur þetta verið lagt
til grundvallar varanlegrar örorku
slasaða.
í sama vottorði er þess getið, að