Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1960, Blaðsíða 162
1960
— 160 —
Blóðsýnishornið var rannsakað i
Rannsóknarstofu prófessors Jóns Steff-
ensen, og samkvæmt vottorði rann-
sóknarstofunnar, dags 27. júlí 1961,
fundust í blóðinu reducerandi efni, er
samsvara 1,37%0 af alkóhóli.
Verjandi ákærða hefur haldið því
fram, að við blóðtökuna hafi verið not-
að spritt til lireinsunar, og sendi saka-
dómari af því efni svo hljóðandi fyr-
irspurn til Slysavarðstofu Reykjavík-
ur, dags. 28. marz 1962:
„Hér með sendast yður, hr. yfir-
læknir, gögn í sakadómsmálinu:
Ákæruvaldið gegn S. J-sen.
Svo sem fram kemur i skjölum máls-
ins, er þvi haldið fram, að spritt hafi
verið notað til hreinsunar í sambandi
við blóðtökuna umrætt sinn. Læknir-
inn ... hefur borið fyrir dómi sem
vitni, að við töku blóðs úr ákærðum
hafi verið fylgt þeim reglum, sem gilda
um slíkar blóðtökur á Slysavarðstofu
Reykjavíkur.
Þvi er ekki að leyna, að borið hefur
við nokkrum sinnum, að sakborning-
ar eða verjendur þeirra hafa viljað
halda þvi fram, að spritt hafi verið
haft við hönd í sambandi við blóð-
tökur á slysavarðstofunni. Væri þvi
æskilegt, að jafnframt því sem þér
létuð í té umsögn yðar um greinda
blóðtöku, þá fengi dómurinn í hend-
ur greinargerð frá yður um, hverjar
reglur gilda um töku blóðs úr þeim,
sem grunaðir eru um ölvun við akstur
ökutækja.“
Haukur Kristjánsson, yfirlæknir
Slysavarðstofu Reykjavikur, svaraði á
þessa leið með bréfi, dags. 10. apríl
1962:
„Sem svar við bréfi yðar, dags. 28.
marz 1962, varðandi blóðtöku hjá S.
J-sen í Slysavarðstofu Reykjavíkur
hinn 20. júlí 1961, vil ég taka fram
eftirfarandi:
Ég hef athugað málavexti nákvæm-
lega og komizt að þeirri niðurstöðu,
að staðhæfing S. J-sen, að spritt hafi
verið notað til þess að hreinsa stungu-
staðinn og tæki það, sem notað var
við blóðtökuna, er tilhæfulaus með
öllu. Tel ég raunar, að hér sé um
ósæmilega aðdróttun að ræða í garð
slysavarðstofunnar. Þar er spritt
aldrei notað til hreinsunar á sprautum
né nálum. Til sótthreinsunar slíkra
tækja er notuð vatnssuða eða þau eru
sett í autoclav. Til hreinsunar á
stungusvæðinu er notað meðalabenzín.
Ég tel því afdráttarlaust, að ofan-
greind blóðtaka hafi farið fram sam-
kvæmt réttum reglum.“
Málið er lagt fyrir læknaráð
á þá leið,
að óskað er álits um, hvort sú aðferð
við töku blóðsýnishorns, sem höfð er
um hönd á Slysavarðstofu Reykjavikur
og Haukur Kristjánsson yfirlæknir tel-
ur, að beitt hafi verið við ákærðan,
sem sé að notað er meðalabenzín til
hreinsunar á stungusvæðinu, geti haft
áhrif á magn „reducerandi“ efna í
blóðúrtaki.
Við meðferð málsins tók prófessor
dr. med. Július Sigurjónsson sæti í
réttarmáladeild vegna fjarveru Þórðar
Möller, yfirlæknis geðveikrahælis
ríkisins.
Tillaga réttarmáladeildar um
Ályktun læknaráðs:
Þegar blóðið er tekið með holnál
og sprautu úr æð, eins og gert er á
Slysavarðstofu Reykjavíkur, og hvort
tveggja hreinsað með suðu, telur
læknaráð, að reducerandi efni í blóð-
inu aukist varla finnanlega, þótt húð-
in sé hreinsuð með meðalabenzíni.
Greinargerð og ályktunartillaga rétt-
armáladeildar, dags. 26. júní 1962,
staðfest af forseta og ritara 15. ágúst
s. á. sem álitsgerð og úrskurður lækna-
ráðs.
Málsúrslit eru enn óorðin.
4/1962.
Yfirborgardómari í Reykjavík hefur
með bréfi, dags. 29. mai 1962, sam-
kvæmt úrskurði, kveðnum upp á bæj-
arþingi Reykjavikur 30. marz s. a„
leitað umsagnar læknaráðs í bæjar-
þingsmálinu nr. 2032/1962: H. A-son
gegn H. H-syni og Vátryggingafélag-
inu h.f.