Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1960, Síða 135
— 133 —
1960
ar hafa verið, eru aðallega þrjár: 1.
að gera bændum kleift að koma mjólk-
inni á markað árið um kring, bæði
með miklum vegabótum og með því
að ryðja veginn að staðaldri um vetur,
2. að fá ferðum Djúpbátsins fjölgað,
svo að hann komi ekki sjaldnar en
tvisvar i viku hverri, og 3. að fá hyrnu-
nijólk frá mjólkursamsölunni í Reykja-
vik. Enn sem komið er hafa tillögur
heilbrigðisnefndarinnar ekki hlotið
þann byr, sem æskilegur væri.
Ólafsfj. Mjólkursamlagið tók á móti
279 þúsund kg mjólkur. Eingöngu
seld flöskumjólk. Virðist gott lag orð-
ið á mjólkursölunni og kvartanir
horfnar.
Akureyrar. Mjólkursamlag K.E.A.
starfaði á sama hátt og undanfarin ár.
Á árinu tók samlagið á móti 14,3
milljónum lítra, og var meðalfitumagn
mjólkurinnar 3,62%. Af þessu mjólk-
Urmagni seldist sem neyzlumjólk 3,1
milljónir litra, eða 24,6%, og til
'ónnslu fóru 11,2 milljónir lítra, eða
65,4%, Af smjöri voru framleidd
291734 kg og af skyri 272 tonn. Mjólk
°g mjólkurafurðir frá Mjólkursamlagi
K.E.A. þykja hinar beztu, sem fáanleg-
ar eru hér á landi, enda vel til þeirra
vandað. Ostagerð er hér margvísleg,
en sú framleiðsla mun öll fara á inn-
lendan markað.
Seyðisfí. Mjólk er seld hér í þremur
húðum, og rekur Kaupfélag Austfjarða
tvær þeirra. Uppruni mjólkurinnar er
tvenns konar, annars vegar ógeril-
sneydd af ýmsum bæjum á Fljótsdals-
héraði og hins vegar ógerilsneydd
mjólk af bæjum hér i firðinum og af
nokkrum heimilum i kaupstaðnum.
Frá áramótum á þó að kaupa geril-
sneydda mjólk frá hinu nýja mjólkur-
húi á Egilsstöðum. Hins vegar verður
mjólk framleidd hér í firðinum áfram
ógerilsneydd. Aðeins eitt fjós er þó
dómi dýralæknis hæft til að fram-
Ieiða mjóík til sölu ógerilsneydda.
Ástæðan er sóðaskapur, og vísast til
haflans um þrifnað. Verð ég að játa
°dugnað sjálfs mín, þar sem ég hef
ekkert gert að telja til þess að þoka
þessum málum í rétta átt.
7. Áfengis- og tóbaksnautn.
Rvik. Á árinu var selt áfengi í
Reykjavik fyrir 156,5 milljónir króna.
í þeirri upphæð er talið áfengi selt
gegn póstkröfu út á land. í húsakynn-
um lögreglunnar í Reykjavík, „kjallar-
anum“, gistu 4976 menn, flestir vegna
ölvunar. Hjúkrunarstöð og dvalar-
heimili Rláa Randsins að Flókagötu
29 og 31 í Reykjavík starfaði með
sama hætti og undanfarin ár. Má heita,
að hvert rúm hafi verið skipað allt
árið. í hjúkrunarstöðinni að Flóka-
götu 29 var tekið á móti 393 sjúkling-
um, og vistdagar voru samtals 14675.
Dvalartimi vistmanna var sem hér
segir:
110 dvöldust 1— 2 vikur
166 — 3 —
24 — 4 —
69 — 5—8 —
18 — 9—12 —
2 — 13—16 —
4 — 17 — og lengur.
Vistmenn voru frá 23 stöðum, þar
af 314, eða 80%, úr Reykjavik og 5
útlendingar. Einu sinni komu 305, 66
komu tvisvar og 22 oftar.
Aldur vistmanna var þessi:
17- -20 ára 3
21—25 — 31
26—30 — 65
31—35 — 40
36—40 — 67
41—45 — 58
46—50 — 49
51—55 — 42
56- -60 — 25
61—65 — 3
66- -80 — 10
Eftir atvinnugreinum skiptust vist-
menn þannig:
Sjómenn ........................ 141
Iðnaðarmenn ..................... 96
Verkamenn ....................... 74
Verzlunar- og skrifstofumenn ... 42
Bifreiðarstjórar ................ 15
Aðrar stéttir ................... 25
Árangur af starfi þessa árs hefur
orðið, eftir þvi sem næst verður kom-
izt, sem hér segir: