Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1960, Qupperneq 132

Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1960, Qupperneq 132
1960 — 130 eða önnur prýði kringum sveitabýli. Mun það að einhverju leyti stafa af því, að hér eru víða nýreist bæði íbúð- arhús og peningshús, og bændum hef- ur ekki enn gefizt tóm til að snyrta kringum þau. Víðast eru nú komin steinhús, á nokkrum stöðum timbur- hús og á 4 bæjum íbúðarhús, þar sem útveggir eru hlaðnir lir torfi og grjóti. Viðast hvar eru komin vatnssalerni og frárennsli, en furðu víða hefur láðst að setja upp bað, þó að þeim fari einnig fjölgandi. Á Hofsósi mun utan- hússumgengni hafa verið með lakara móti fram að þessu, en virðist fara batnandi. í þorpinu er ekkert holræsa- kerfi, og leiðir hver frá sér skolpið á eigin spýtur. Er víða heldur illa frá þessu gengið, fæstar leiðslur lagðar i sjó fram, en opnast á bersvæði viðs vegar kringum þorpið, oftast þó i ná- munda við sjó eða rennandi vatn. Hef- ur heilbrigðisnefnd bent þorpsbúum á þetta og óskað eftir úrbótum, en litlu fengið áorkað. Er sennilegt, að úr þessu fáist ekki bætt, fyrr en hol- ræsakerfi hefur verið byggt fyrir þorp- ið eða lireppsfélagið á annan hátt tek- ið þessi mál upp á sína arma. Engin skipulögð sorphreinsun hefur verið í þorpinu til skamms tíma. Fleygði fólk- ið sorpinu, þar sem hverjum þótti henta, og mynduðust þannig sorphaug- ar til og frá um þorpið með tilheyr- andi ólykt og öskuroki. Heilbrigðis- nefnd og hreppsnefnd tóku sér fyrir hendur að afnema þennan ósóma. Voru keypt sorpílát fyrir sveitarinnar fé og seld þorpsbúum við kostnaðar- verði. Tæming á ílátum þessum fer síðan fram á vegum hreppsins. Nýr- breytni þessi sætti að vonum gagn- rýni fyrst í stað, þar sem hinn eldri siður hafði verið hér ríkjandi áður öldum saman, en þó mun svo komið eftir eins árs reynslu, að fáir vildu skipta um aftur. Olafsf]. Milli 5 og 10 íbúðarhús ýmist komin undir þak eða skemur áleiðis. Stórt verzlunarhús komst und- ir þak, tvær hæðir og kjallari. Þrjár fiskverkunarstöðvar í byggingu. íbúð- arhúsin öll einbýlishús, nema eitt með 2—3 íbúðum. Unnið af krafti við inn- réttingu félagsheimilis. Þrifnaður inn- anhúss yfirleitt að verða með ágæt- um, en miður góður við höfnina. Akureyrar. Fullgerð voru 43 íbúð- arhús, þar af 2 raðhús með mörgum íbúðum hvort, alls 77 íbúðir með 316 herbergjum. íbúðarhús komin undir þak, en ekki fullgerð í árslok, samtals 45 hús og i þeim 70 íbúðir með 301 herbergi. Ibúðarhús, sem byrjað er að byggja, en ekki komin undir þak í árslok, eru 22 með 25 íbúðum og 116 herbergjum. Fullgerð voru á árinu ýmis stærri og minni hús, sem ekki er búið í, en verið hafa í smíðum á undanförnum árum. Tala þessara húsa er 17, og skal af þeim aðeins nefna heimavist Menntaskólans, Félags- heimili Sjálfsbjargar, félags fatlaðra og lamaðra, Niðursuðuverksmiðju Iíristjáns Jónssonar, Hraðfrystihús Út- gerðarfélags Akureyringa og verzlun- arhús Tómasar Björnssonar. Þá eru hús, sem ekki eru íbúðarhús, komin undir þak í lok ársins, samtals 9, og má af þeim nefna flugstöðvarhús, skrifstofuhúsnæði Akureyrarbæjar (yfir slökkvistöðinni), búnings- og áhaldahús iþróttavallarins, verk- smiðjuhús Súkkulaðiverksmiðjunnar Lindu og skíðahótelið í Hlíðarfjalli- Byrjað var á þessu ári að byggja elli- heimili fyrir Akureyrarbæ, og stend- ur það á fögrum stað við Austurbyggð- Þá hafa verið gerðar ýmsar viðbygg- ingar og breytingar á 12 húsum, byggS- ir 5 bilskúrar og leyfðar 16 bráða- birgðabyggingar af ýmsu tagi. Grenivíkur. Húsakynni yfirleitt góS og þrifnaður í sæmilegu lagi. Lokið var við smíði eins íbúðarhúss hér a Grenivik og flutt í það. Seyðisfj. Yfirleitt býr fólk i góðu húsnæði. Hér er mikið af gömlum hús- um frá blómaskeiði Seyðisfjarðar, og er þeim flestum baldið vel við. Nokk- ur íbúðarhús eru i smíðum. Það, seni mér virðist helzt vanta, er embættis- bústaður héraðslæknis, en pláss fannst sem betur fór handa nýkomnum héraðslækni í kjallara hjá sýslumanni. Þrifnaður er ekki verri hér en víða annars staðar á íslandi, hreint innan- húss, en umgengni utanhúss svipuS og i svertingja-„slums“ á South Side i Chicago. Sláturhús Kaupfélags Aust-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146
Qupperneq 147
Qupperneq 148
Qupperneq 149
Qupperneq 150
Qupperneq 151
Qupperneq 152
Qupperneq 153
Qupperneq 154
Qupperneq 155
Qupperneq 156
Qupperneq 157
Qupperneq 158
Qupperneq 159
Qupperneq 160
Qupperneq 161
Qupperneq 162
Qupperneq 163
Qupperneq 164
Qupperneq 165
Qupperneq 166
Qupperneq 167
Qupperneq 168
Qupperneq 169
Qupperneq 170
Qupperneq 171
Qupperneq 172
Qupperneq 173
Qupperneq 174
Qupperneq 175
Qupperneq 176
Qupperneq 177
Qupperneq 178
Qupperneq 179
Qupperneq 180
Qupperneq 181
Qupperneq 182
Qupperneq 183
Qupperneq 184
Qupperneq 185
Qupperneq 186
Qupperneq 187
Qupperneq 188
Qupperneq 189
Qupperneq 190
Qupperneq 191
Qupperneq 192

x

Heilbrigðisskýrslur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heilbrigðisskýrslur
https://timarit.is/publication/1524

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.