Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1960, Blaðsíða 174
1960
— 172 —
4 og 8, svo og dskj. nr. XXVIII, stað-
festir undirskrift sina á öllum þessum
skjölum og að efni þeirra séu að öllu
leyti rétt, samkvæmt beztu vitund.
Skipaður verjandi ákærða leggur
eftirfarandi spurningar fyrir vitnið.
1. „Hve gamlir telur vitnið, að mai-
blettir hafi verið, sem getið er um á
dskj. nr. 4 og ekki eru taldir ferskir,
á fótleggjum Á. heitinnar?“
Svar vitnisins:
„Marblettir þessir litu út fyrir að
vera 5—8 daga gamlir. Voru þeir
fingurgóms stórir, 3—4 framan á hvor-
um fótlegg, að vitnið minnir.“
2. „Lýsir ástand fitulifrar svo kall-
aðrar sér ekki jafnan í því, að hún er
þanin og jafnframt meyr?“
Svar vitnisins:
„Mikil fitulifur er jafnaðarlega
stækkuð og meyrari en heilbrigð lifur.
Þessi lifur var ekkert stækkuð, aðeins
1320 grömm, og fita ekki svo mikil i
henni, að hún hafi verið til muna
meyrari en eðlilegt er.“
3. „í dskj. nr. XXVIII er vikið að
kyrkingartilraun. Telur vitnið, að um
augljósa kyrkingartilraun hafi verið
að ræða?“
Svar vitnisins:
„Ekki er unnt að fullyrða, að um
kyrkingartilraun hafi verið að ræða,
þótt áverkamerki bæði innan og utan
á hálsinum benti til þess.
4. „Telur vitnið mögulegt, að lifr-
in í Á. heitinni hafi sprungið við það,
að ákærði hafi dottið ofan á hana, á
borðbrún eða stólbak, þannig að bæði
hafi dottið i sömu átt á grúfu?“
Svar vitnisins:
„Ég veit ekki, hvað er mögulegt, en
þetta er i hæsta máta óliklegt.“ “
Áður en dómur var kveðinn upp í
héraði, fór fram geðheilbrigðisrann-
sókn á ákærða, og framkvæmdi hana
Þórður Möller, yfirlæknir geðveikra-
hælis ríkisins. Skýrsla hans er dagsett
22. desember 1961 og hljóðar svo:
„Óskað er eftir rannsókn á geðheil-
brigði H. R. M. vegna gruns um, að
hann hafi ráðið eiginkonu sinni bana
hinn 1.10.1961.
H. er í gæzluvarðhaldi i Hegningar-
húsinu, en fluttur fram og til baka til
viðtals inn á Kleppsspítala, og þar
fara einnig fram önnur viðtöl til öfl-
unar upplýsinga í þessu máli.
H. er fæddur 26.2.1926, yngstur 7
systkina. Eitt þeirra dó á unga aldri,
en ekki veit hann um dánarorsökina.
Ekki er vitað um neina sérstaka
sjúkdóma i ættum, einkanlega í móð-
urætt. Litið er að visu vitað um föð-
urættina, sem er norsk, nema hvað
faðir hans mun hafa verið mesti
drykkjuræfill og séð afar takmarkað
fyrir heimilinu, sem mikil ómegð
hlóðst á. Endaði með því, að þau hjón
skildu og hann fór aftur út til Noregs.
Veit H. ekki annað en hann sé lifandi
enn og við allgóða heilsu.
Móðir H. var mesta myndar kona
að mörgu, gerði furðu mikið úr litlura
efnum. Þótti hún alltaf heldur stórlát
í öllu basli sínu. Þegar H. var 11—12
ára, giftist hún aftur, og ólst hann upp
hjá stjúpa sínum og móður og var þar
til heimilis, þangað til hann giftist
29.12.1951.
Systkini hans, sem lifandi eru, eru
öll vel hraust. Systurnar 3 eru giftar,
til Noregs og Englands, en bræðurnh’
eru hér heima, við góða heilsu. Þótt.u
þeir á yngri árum sínum talsvert fyr-
irferðar- og skapmiklir, einkanlega
þótti H. mesti ofstopi. Ekki er vitað
um neitt örugglega abnormalt i fari
þeirra. Einn bróðirinn fæst við list-
málun, en annar er dægurlagasöngv-
ari.
Á unglingsárum munu þeir hafa
drukkið talsvert einn bróðir hans og
hann sjálfur. Bróðirinn er víst að
mestu hættur, en hann sjálfur segist
drekka mun minna en hann gerði
áður.
H. hefur yfirleitt verið mjög heilsu-
hraustur um ævina, aðeins fengið
venjulegustu barnasjúkdóma. Um
tuberculin reaktion veit eða man hann
ekki með vissu, heldur þó helzt, að
hann sé jákvæður, en ekki hefur hann
veikzt neitt í þvi sambandi.
Hann mun hafa þrozkazt ósköp
venjulega. Gekk hann í barnaskóla, og
var ekkert óvenjulegt um skólanám
hans til betra eða verra vegar, en ekki
segir hann bóknámsáhuga sinn hafa
verið fyrirferðarmikinn.
í skóla samdi H. yfirleitt vel að sögu