Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1960, Blaðsíða 150
1960
148 —
allir í vatninu. Tveir raennirnir
björguðust með því, að annar gat
synt til lands og gat hjálpað hin-
um, en þessi lézt. Ályktun: Við
krufningu fundust greinileg ein-
kenni þess, að maðurinn hafi
komið lifandi í vatnið og drukkn-
að.
40. 27. júní. Karl, 50 ára. Maður þessi
var í sama bát og nr. 39, og þótt
tækist að bjarga honum til lands,
var hann látinn, er á Iand kom.
Ályktun: Við krufningu fundust
greinileg einkenni þess, að mað-
urinn liafi komið iifandi i vatnið
og drukknað.
41. 8. júlí. Karl, 68 ára. Maður þessi
hafði verið aumingi i nokkur ár,
haft mikla riðu. Fyrir um þremur
árum hafði hann farið utan og
verið skorinn upp af próf. Busch,
en það mun lítinn árangur hafa
borið. Maðurinn mun lengi hafa
verið drykkfelldur. Hann fannst
að kvöldi dags i íbúð sinni á
grúfu á gólfinu, látinn, og var
blóðpollur undir andlitinu. Var
komin mikil nálykt af likinu, og
benti allt til þess, að hann hefði
dáið fyrir um fjórum dögum, áður
en líkið fannst. Brennivinsflaska
var hjá líkinu og dálítil lögg af
brennivíni i henni. Ályktun: Við
krufningu fannst drep á takmörk-
uðu svæði í h. heilahveli, senni-
lega eftir aðgerðina, sem gerð hef-
ur verið á manninum. Út frá
þessu drepi hafði komið blæðing,
sem hefur náð yfir mikinn hluta
af h. heilahveli neðanverðu, aðal-
lega framan til, og virtist það hafa
leitt manninn til dauða.
42. 9. júlí. Karl, 59 ára. Maður þessi
hafði um nokkurt skeið fyrir
andlátið kvartað um verki fyrir
brjósti, sem lagði fram i báða
handleggi, en einkum þó hinn
vinstra. Hann vildi ekki leita
læknis vegna þessa sjúkleika, en
hélt áfram vinnu sinni. Þegar
hann var á leið úr vinnu sinni
8. júli akandi í vörubifreið, hné
hann út af við stýrið og var þeg-
ar örendur. Ályktun: Við krufn-
ingu fannst útbreidd kölkun i báð-
um kransæðum hjartans. Mikil
þrengsli voru í báðum aðalgrein-
um v. kransæðar. Ferskur blóð-
tappi lokaði annarri aðalgreininni
algerlega skammt frá upptökum,
og mun það hafa valdið skyndi-
dauða mannsins.
43. 12. júlí. Kona, 14 ára. Stúlka þessi
hafði farið með foreldrum sinum
og öðrum unglingi i bíl akandi
upp í sveit, er bíll kom á mikl-
um hraða á móti þeim. Eitthvert
fát virðist hafa komið á bílstjór-
ann, því að hann ók út af vegin-
um á símastaur á miklum hraða.
Móðir stúlkunnar hafði látizt rétt
á eftir, en þessi stúlka var lifandi,
en mikið meidd og var flutt i
flugvél til Reykjavikur, en þar
andaðist hún samdægurs. Álykt-
un: Við krufningu fannst mikið
brot h. m. á kúpubotni og mikið
mar og skemmd á neðanverðum
heilanum h. m., þar sem lobus
temporalis var tættur í sundur
og stór blæðing i honum, en
einnig var tættur í sundur litli
heilinn h. m. að neðanverðu. Þessi
miklu brot og skemmdir á heil-
anum hafa valdið bana á tiltölu-
lega skömmum tíma.
44. 22. júlí. Karl, 39 ára. Maður þessi
hafði verið hraustur, þangað til
hann varð fyrir slysi 1952 með
þeim hætti, að ketilsprenging
varð, þar sem hann var að vinna.
Við sprenginguna hafði maðurinn
fengið mikið höfuðhögg og rotazt.
Eftir það átti hann vanda til að
fá svæsin höfuðverkjaköst, eink-
um stundum krampaköst, og hafði
misst meðvitund um stund. 1
fyrstu mun þessu ekki hafa verið
sinnt, en 1953 fór hann utan, og
var talið, að þar mundi hafa verið
gerð aðgerð á höfði hans. Árið
eftir fór hann aftur til frekari
athugunar. Ekki hafði hann fengið
mikinn bata, en þó einhvern. Að
kvöldi 27. júlí fór maðurinn að
hátta um svipað leyti og vanalega,
og bar ekkert á honum frekar
en endranær. Morguninn eftir
fannst hann látinn í rúmi sínu,
þegar gætt var að lionum snemma
*