Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1960, Blaðsíða 180
1960
— 178 —
„Ástand sjúklings hefur í seinni tíð
versnaS nokkuð, frá því sem lýst er í
vottorði mínu, dags. 25. marz 1960,
Kefur borið allmikið á titringi og
stjórnleysi á höndum. Einnig hefur
svefninn verið mjög slæmur siðan s. 1.
sumar.
Kvartanir hans eru, eins og áður er
getið, mjög neurasteniskar. Neuro-
logisk skoðun er alveg eins og lýst er
i vottorði minu, dags 25. marz 1960.
Hér er um að ræða contusio cerebn
seq.
Atrofia cerebri.
Þar sem subj. einkenni sjúklings
hafa heldur aukizt í seinni tíð og liðin
eru nú rúm 6 ár, síðan hann slasaðist,
finnst mér batahorfur mjög vafasam-
ar.“
Örorka slasaða var metin af Páli
Sigurðssyni tryggingayfirlækni, og er
matsgerð hans dagsett 19. júni 1961. I
upphafi vottorðsins rekur læknirinn
í stuttu máli sjúkrasögu slasaða og
greinir að nokkru frá efni framan
greindra læknisvottorða. Síðan segir á
þessa leið:
„Slasaði kom til viðtals 3. janúar
1961. Hann segist hafa unnið sem svar-
ar 4—5 tímum á dag síðan s. I. sumar
í vélsmiðju föður síns. Verður oft að
vera frá vinnu dag og dag. Telur, að
hann gæti ekkert unnið hjá öðrum at-
vinnuveitanda.
Frásögn af slysi og kvartanir i sam-
ræmi við það, sem fyrr er greint.
Niðurstaða: Hér er um að ræða rúm-
lega tvítugan mann, sem slasaðist fyrir
rúmum 7 árum, fékk mikið höfuðhögg
og heilahristing. Eftir slysið dvaldist
hann lengi á sjúkrahúsum, bæði hér-
lendis og erlendis, og var óvinnufær
um lengri tíma. Hann hefur nú um
nær 1 árs skeið unnið sem svarar rúm-
um hálfum vinnudegi, og hefur nokk-
urn veginn getað leyst það starf af
hendi, enda þótt hann hafi allmiklar
kvartanir frá höfði.
Skoðanir sérfræðinga erlendis og
hérlendis í taugasjúkdómum og tauga-
skurðlækningum eru ákveðið á þann
veg, að óþægindi slasaða séu bein af-
leiðing slyssins 20. apríl 1954.
Af þessum sökum þá verður að telja,
að maðurinn hafi hlotið varanlega
örorku vegna slyssins, og telst hún
hæfilega metin svo:
í 1 ár 100% örorka
-2 — 75% —
-2 — 50% —
og síðan varanleg örorka 45%.“
Loks liggur fyrir vottorð lyflæknis-
deildar Landspítalans, undirritað af
Theodór Skúlasyni yfirlækni, svo
hljóðandi:
„T. Þ-son, Vestmannaeyjum, f. 21.
apríl 1939, hefur legið á lyflæknisdeild
Landspítalans þrisvar sinnum til rann-
sóknar vegna eftirstöðva eftir áverka
á höfuð, eins og hér greinir:
I. 27. júli til 25. sept. 1954.
II. 20. júní til 5. júli 1955 og
III. 21. ifebrúar til 17. marz 1959.
Aðalatriði úr sjúkrasögu eru þessi
(samkvæmt sjúkraskrá spitalans):
Pilturinn var vel hraustur í bernsku
og þroskaðist eðlilega. Hann var góður
námsmaður í barnaskóla. Hann hefur
ávallt haft nokkra tilhneigingu til að
fá stiflur í nef og þá þurft að anda
gegnum munn, en annars verið hraust-
ur. í febrúar 1954 fékk hann þó um
tíma verki í hægri mjöðm og gekk
haltur, en þetta batnaði fyllilega við
fárra daga rúmlegu.
Hinn 20. apríl 1954 féll hann ofan
af fjalagólfi í frystihúsi, 4—5 metra
fallhæð, og kom niður á höfuðið og
vinstri hlið á steingólfi. Hann missti
meðvitund við fallið i nálægt 20 mín-
útur, og við rannsókn á Sjúkrahúsi
Vestmannaeyja strax eftir fallið fannst
blæðing í munni (sennilega eftír
tungubit), hnakkastirðleiki og áverkar
á vinstra úlnlið, mjöðm og læri (mar).
Við röntgenmyndatöku á sjúkrahúsinu
fannst grunur um sprungu í höfuð-
kúpu, en síðari röntgenrannsóknir
hafa ekki staðfest þetta.
Sjúklingur lá á sjúkrahúsinu í 1
mánuð, en viku eftir heimkomuna það-
an fór að bera á verk í brjósti vinstra
megin, höfuðverk, ógleði og uppköst-
um, auk svima og annarlegra tilkenn-
inga i vinstra handlegg („eins og raf-
straum“). Pilturinn var nú á ný lagður
í Sjúkrahús Vestmannaeyja og dvald-
ist þar, unz hann var fluttur á lyf"