Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1960, Blaðsíða 87
85 —
1960
Skýrsla berklayfirlæknis.
A árinu voru framkvæmdar berkla-
rannsóknir (aSallega röntgenrann-
sóknir) í 15 læknishéruðum. Voru alls
rannsakaðir 18175 manns, á 4 heilsu-
verndarstöðvum 17331, aðallega úr 6
læknishéruðum (berklarannsóknir í
Hafnarfirði og Kópavogi eru stöðugt
framkvæmdar af Heilsuverndarstöð
Heykjavikur), en með ferðaröntgen-
tækjum 844 manns, aðallega úr 11
læknishéruðum. Fjöldi rannsókna
er hins vegar nokkru fleiri, þar eð
'Dargir komu oftar en einu sinni til
•"annsóknar. Námu þær alls 21645.
Engin heildarrannsókn í héruðum var
gerð á þessu ári.
Arangur rannsókna heilsuverndar-
stöðva er greindur sérstaklega (sbr.
bls. 121). Af 844, sem rannsakaðir voru
með litlum ferðaröntgentækjum, aðal-
tega í ýmsum skólum landsins, fannst
að þessu sinni 1 sjúklingur, sem talinn
var með virka berklaveiki og var áður
ókunnur (1,2%C hinna rannsökuðu).
Engin skýrsla barst um berklavarnar-
stöðvarstarfsemi á Siglufirði á árinu.
í Heilbrigðisskýrslum árið 1950, bls.
53, var gerð grein fyrir því, að fjöldi
nýskráðra og endurskráðra berkla-
sjúklinga í landinu væri raunverulega
oftalinn i skýrslum á ári hverju, þar
sem „margir sjúklinganna eru eðlilega
skráðir í fleiri héruðum en einu og
þá í fyrsta sinni í þvi héraði, er þeir
hafa ekki dvalizt i áður, enda þótt
þeir hafi verið lengi á skrá i heima-
héraði sinu. Eru einkum mikil brögð
að þessu i þeim læknishéruðum, þar
sem berklahælin eru, eins og eðlilegt
er“. Því hefur verið haldin nafna-,
aldurs- og sjúkdómaspjaldskrá yfir
hina berklaveiku. Samkvæmt henni er
liinn raunverulegi fjöldi nýskráðra og
endurskráðra berklasjúklinga á öllu
landinu á árabilinu frá 1951—1960 eins
og hér greinir:
Ný- og endurskráðir berklasjúklingar árin 1951—1960.
(Samkv. spjaldskrá berklayfirlæknis).
Ný- °/00 af meðal- Endur- °/00 af meðal- Sam- o/qq af mcðal-
Ár skráðir mannfj. skráðir mannfj. tals mannfj.
1951 ... ... 250 1.7 73 0,5 323 2,2
1952 ... ... 211 1,4 56 0,4 267 1,8
1953 ... ... 182 1,2 40 0,3 222 1,5
1954 ... ... 144 0,9 37 0,2 181 1,2
1955 ... ... 143 0,9 39 0,2 182 1,2
1956 ... ... 140 0,9 38 0,2 178 1,1
1957 ... ... 107 0,6 43 0,3 150 0,9
1958 ... 94 0,6 40 0,2 134 0,8
1959 . .. 75 0,4 42 0,2 117 0,7
1960 ... 79 0,4 32 0,2 111 0,6
Akranes. Enginn nýr skráður á ár-
lnil> en 5 endurskráðir, þar af einn,
sem oft hefur verið endurskráður
'’egna tuberculosis pedis, einn með
nb. adenitis og einn með epididymitis
nberculosa. Átti hann heima í Reykja-
en var hér á sjúkrahúsi um tíma.
veir endurskráðir með tuberculosis
Pnlmonum, annar smitandi.
Búðardals. Haustið 1959 fékk 12 ára
°ndadóttir hilitis tbc. Nokkrum ár-
m áður hafði hálfsystir hennar veikzt
af berklaveiki. Faðir telpunnar reynd-
ist vera með lungnaberkla. Voru þau
bæði um tima á Vífilsstaðahæli, og
hlaut telpan skjótan bata. Fjögur yngri
systkini hennar höfðu ekki smitazt,
og voru þau bólusett. 71 árs húsfreyja
fór að fá hitaköst með hósta og upp-
gangi. Við skyggningu kom í Ijós
caverna í hægra lunga. Fór hún á
Vífilsstaðahæli og reyndist hafa smit-
andi lungnaberkla. Voru allir á bæn-
um berklaprófaðir, eiginmaður og 3
L