Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1960, Side 98

Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1960, Side 98
1960 — 96 — lagi. Ljósmagni er mjög ávant i skól- um víða úti á landi, þar á meðal í heimavistarherbergjum, og skólaborð ófullnægjandi að því leyti, að af þeim eru of fáar stærðir, í sumum skólum aðeins ein og þá yfirleitt stærsta gerð. Ekki er óalgengt að sjá börn í svo há- um stól, að þau ná ekki niður á gólf með tærnar, og við svo hátt borð, að handleggina ber hartnær í axlarhæð, þegar þau skrifa. Slíkar stellingar eru vitaskuld mjög þreytandi og sizt til þess fallnar að skapa góðar vinnu- venjur. Sérherbergi skólalæknis. Með sér- herbergi handa skólalækni er átt við herbergi, sem beinlínis er ætlað til skólaskoðunar og búið er tækjum og húsgögrtum í samræmi við það. Slík herbergi eru í öllum stærstu skólum Reykjavíkur, og þeirra er getið i 8 skólum utan borgarinnar. Það er eitt af frumskilyrðum þess, að hægt sé að halda uppi fullgildu skólaeftirliti, að læknirinn eigi fastan samastað í skóla sínum. Skólahjiikrunarkonur. í barnaskól- um Reykjavíkur unnu 6 hjúkrunar- konur fullt starf, og í gagnfræðaskól- um voru hjúkrunarkonur við skóla- skoðun, en unnu ekki í skólunum að öðru leyti, enda engin aðstaða til þess sökum þrengsla. Auk þess unnu hjúkr- unarkonur við skóla á Akranesi, Isa- firði, Akureyri, Vestmannaeyjum, Hafnarfirði, Kópavogi og Laugarvatni. Skólatannlæknar. í Reykjavik voru aðeins 3 skólatannlæknar, en auk þess er tannlæknisþjónustu getið á Akra- nesi, ísafirði, Sauðárkróki, Akureyri, Húsavík, Seyðisfirði, Neskaupstað, Reyðarfirði, Vestmannaeyjum, 2 skól- um í Hvolshéraði, Ljósafossi, Selfossi, Eyrarbakka, Stokkseyri, Hveragerði, Keflavik, Hafnarfirði og Kópavogi. í skólum utan Reykjavikur munu skóla- tannlækningar vera aukastarf tann- lækna. Tannlæknafæðin í landinu veldur því, að eftirlit með tönnum skólanemenda er viða, ef ekki víðast, í hinum mesta ólestri. Veikindafjarvistir nemenda. Getið er um, að fylgzt hafi verið með nem- endum eftir veikindafjarvistir í 11 skólum i Reykjavík og 14 skólum annars staðar á landinu. Eftirlit þetta á einkum að ná til nemenda, sem hafa verið fjarverandi vegna veikinda viku eða lengur, nemenda með endur- teknar veikindafjarvistir og til heilsu- tæpra nemenda. Eftirlitið er sérstak- lega mikilsvert, þegar farsóttir ganga. Samstarf heilbrigöisstarfsliðs skóla, kennara og foreldra. Skólalæknar sátu kennarafundi í aðeins 4 skólum í Reykjavik og 3 skólum annars staðar á landinu. Skýrslur um heilsufar nem- enda eru kennarar taldir hafa gert í 8 skólum í Reykjavík og 4 skólum annars staðar á landinu. Eins og sjá má af þessu, er formlegu samstarfi kennara og skólalækna mjög áfátt. Um óform- legt samstarf þeirra eru engar upplýs- ingar, en því miður mun það víða lítið sem ekkert. Þetta er vissulega baga- legt og rýrir mjög gildi skólaeftirlits- ins, þar sem óhugsandi er að rækja það svo að vel sé nema sem hópstarf (teamwork). Hið gamla „neikvæða“ eftirlit, sem eingöngu var fólgið í þvi að vega og mæla nemendur og leita að sjúkdómum, á naumast tilverurétt lengur sem sjálfstætt fyrirbæri, þar sem almenn læknisþjónusta er í góðu horfi. Hins vegar hafa skólalæknar í samstarfi við aðra aðila ærin tækifæri til að stuðla að andlegri og líkamlegri lieilsuvernd og eflingu hreysti, meðal annars með því að leggja sinn skerf til heilbrigðisuppeldis (health educa- tion), sem að nútíma skilningi á að gegnsýra allt skólastarf. I þeirri við- leitni er læknir ekki aðeins þarfur liðsmaður, heldur óhjákvæmilegur forystumaður, en að vísu þarf hann að hafa hlotið nokkra sérþjálfun til að vera vel fær um að rækja það hlut- verk. Heilsufarsseðil hafa læknar tekið í notkun víða á landinu, og virðast und- irtektir foreldra yfirleitt góðar. Einnig hefur farið mjög í vöxt, að foreldrar fylgi börnum sínum til skólaskoðunar í fyrsta sinn. Gæzlunemendur. Ekki hafa aRir læknar gert sér ljóst, hverja telja eigi gæzlunemendur, og telur stöku læknir alla nemendur til þeirra. Um þetta seg- ir i Leiðbeiningum um skólaeftirlit: „Gæzlunemendur kallast þeir nemend-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192

x

Heilbrigðisskýrslur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heilbrigðisskýrslur
https://timarit.is/publication/1524

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.