Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1960, Blaðsíða 141
— 139 —
1960
þrisvar, leituðu þessarar bólusetning-
ar. Mest voru börn og unglingar, en að
öðru leyti vísast til skýrslu um
ónæmisaðgerðir, sem að þessu sinni
er i tvennu lagi, bæði frá héraðslækni
og heilsuverndarstöðinni, sem notaði
mestmegnis quadrigen bóluefni.
Kópavogs. Héraðslæknir bólusetti
nokkuð á stofu og nær öll skólabörn
í fjórða sinn gegn mænusótt. Annars
var sú bólusetning yfirleitt heldur
illa sótt.
17. Mannskaðarannsóknir.
Frá Rannsóknarstofu Háskólans
hefur borizt eftirfarandi skýrsla um
réttarkrufningar, sem þar voru fram-
kvæmdar á árinu:
1- 2. jan. Karl, 29 ára. Drykkfelldur
maður, sem var á ieiðinni heim
til sín á gamlárskvöld, en sást til
hans, er hann var að koma heim
drukkinn, og varð að fá hjálp til
þess að komast inn í húsið. Þeg-
ar litið var inn til hans seinna um
nóttina, var hann orðinn mjög
blár, og hann andaðist skömmu
seinna. Ályktun: Við krufningu
fannst svæsin berkjubólga, svo
mikil, að allar aðalberkjurnar
voru stiflaðar af seigu slimi. Sterk
áfengislykt af líkinu. Enginn ann-
ar sjúkdómur fannst, og leit út
fyrir, að maðurinn hafi kafnað af
slíminu i berkjunum, vegna þess
að hann hafi ekki getað hóstað
og slímið safnazt fyrir, vegna þess
hve drukkinn hann var.
“• 11. jan. Karl, 64 ára. Datt niður
stiga og fannst liggjandi þar
nokkru seinna, þannig að blóð-
pollur var undir höfðinu, og var
maðurinn -látinn. Ályktun: Við
krufningu fannst sár á aftanverð-
nm hvirflinum og mikil blæðing
undir því milli höfuðsvarðarins
°g beinsins. Höfuðbeinin voru
mjög mikið brotin á þessu svæði,
og gjöktu sum brotin laus. Heil-
inn hafði marizt að utanverðu og
blætt mikið inn á hann, og einnig
Imfði blætt inn í holrúm heilans.
Áuk þess fannst blóðkökkur í v.
kransæð hjartans, en sá blóðkökk-
ur hefur ekki verið alveg nýr.
3. 22. jan. Karl, 65 ára. Hneig niður
á götunni og var þegar örendur.
Hafði verið veill fyrir hjarta und-
anfarið. Ályktun: Við krufningu
fannst mjög stækkað hjarta (640
g). Önnur aðalgrein vinstri
kransæðar var þröng og mikið
kölkuð, en hægri kransæð var öll
meira og minna þrengd og kölkuð.
Miklar örmyndanir voru í hjarta-
vöðvanum. Á höfuðkúpunni fannst
stór dæld niður i hvirfilbeinið
efst á höfðinu, og innan á
kúpunni sáust gróin brot eftir
gamalt liöfuðhögg. Flísar frá brot-
inu sköguðu inn í heilabúið og
mynduðu dæld í heilanum ofan-
verðum. Þá fannst drep i hægra
heilahveli framanverðu, og var
heilavefurinn þar eyðilagður á
næstum hænueggsstóru svæði.
Þetta drep hafði stafað af mikilli
kölkun i æð neðanvert á heilan-
um. Maðurinn hafði verið undir
áhrifum áfengis, er hann lézt.
4. 26. jan. Kona, 31 árs. Fannst
meðvitundarlítil inni i húsagarði
í Reykjavík, og tók lögreglan hana
þar og fór með hana heim. Var
talið, að hún hefði verið mjög
ölvuð. Tveim dögum seinna
fannst hún látin í herbergi sinu.
Var talið, að hún hefði verið lát-
in fyrir um sólarhring, er hún
fannst. Ályktun: Konan mun hafa
tekið inn stóran skammt af
mebumal-natrium. í maga henn-
ar fannst einnig nægilega stór
skammtur af meprobamat-töflum
til að valda bana, en þær töflur
voru óuppleystar, og hafði kon-
an dáið, áður en þær fóru að
verka. Miklar brunablöðrur voru
á húð, og mun það hafa stafað
af þvi, að konan hafði hellt sjóð-
andi vatni yfir sig, er hún var
að laga kaffi.
5. 2. febr. Kona, 57 ára. Kona þessi
veiktist skyndilega, og var farið
með hana í sjúkrahús, en hún var
dáin, áður en nokkur rannsókn
gat farið fram. Ályktun: Við
krufningu fannst ferskur blóð-