Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1960, Blaðsíða 147
145 —
1960
og upp í litla heila og framan-
vert i medulla oblongata, og hafði
skotið komið út aftan til í hnakka-
beininu, þar sem það fannst i
tveimur stykkjum. Þetta skot
hefur valdið bana samstundis.
í blóði mannsins fannst l,77%o
alkohól.
26. 20. apríl. Karl, 86 ára. Maður þessi
mun hafa fengið heilablæðingu,
tveimur árum áður en hann lézt,
og orðið máttlaus h. m. Hann
lagaðist þó smám saman. Að
kvöldi 16. apríl hneig hann allt í
einu niður og kom ekki til með-
vitundar aftur, andaðist fjórum
klst. seinna. Ályktun: Við krufn-
ingu fannst stór blæðing í aftan-
verðu h. heilahveli, og liafði blóð-
ið ruðzt inn i heilaholrúmin, bæði
hliðarholrúm og þriðja og fjórða
og valdið miklum þrýstingi í
fjórða holrúmi, sem fljótt hefur
leitt til bana. Enn fremur sáust
menjar eftir gamla lieilablæðingu
í v. heilahveli.
27. 3. maí. Karl, 30 ára. Maður þessi
hafði verið að vinna við vindu
á botnvörpungi, er hann lenti i
vírnum, sem var að vefjast upp á
vinduna, og mun höfuð hans hafa
klemmzt undir vírnum, sem hélt
áfram að vindast upp á vinduna.
Þegar að var komið og tekizt hafði
að vinda aftur ofan af vindunni,
var maðurinn látinn. Ályktun:
Við krufningu fundust mjög mikl-
ir áverkar. Öll rifin v. m. voru
brotin frá hryggjarsúlunni, og
höfðu mörg þeirra stungizt inn i v.
lunga. Lifrin var margsprungin,
og náðu margar sprungurnar
alveg i gegnum hana, og hafði
blætt úr henni inn í kviðarholið.
Þá var mjög stór áverki á h.
handlegg, þar sem húð og vöðvi
hafði fletzt í sundur á stóru svæði.
Mikil hrufl voru á brjóstkassan-
um og á búk niður undir mjöðm
°g djúpt sár á v. þumalfingri.
Neðan á heilanum fundust merki
eftir gamlar blæðingar. Útlit er
fyrir, að maðurinn hafi lent i
yindunni þannig, að vírinn hafi
snúizt utan um brjóstkassa hans
og kramið hann í sundur, þannig
að öll rifin brotnuðu frá v. m.,
og hafi þannig þrýst mjög mikið
að lifrinni, svo að hún hafi kram-
izt í sundur. Þetta hefur sýnilega
valdið bráðum bana.
28. 14. maí. Karl, 69 ára. Maður þessi
fannst látinn heima hjá sér. Hann
hafði verið mjög drykkfelldur, en
annars heilsuhraustur. Hann hafði
drukkið dögum saman og allt að
7 daga í einu, en 2—3 vikur oft
liðið á milli túranna. Maðurinn
hafði enga vinnu getað stundað
sl. 3—4 ár, eftir að liann fót-
brotnaði. Daginn áður en hann
lézt hafði maðurinn ætlað að leita
læknis og fór út, en kom brátt
aftur og var þá mjög drukkinn.
Lagði hann sig útaf á legubekk,
er hann kom heim aftur, og þeg-
ar litið var til hans nokkru seinna,
var hann látinn. Ályktun: Við
krufningu fundust mikil þrengsli
í v. kransæð, og hafa þau sýni-
lega ekki verið alveg ný. í lung-
unum var allmikill bjúgur, og
hefur banameinið verið krans-
æðastifla og lungnabjúgur.
29. 17. maí. Karl, 58 ára. Maður þessi
hafði verið i gönguför upp á fjall.
Hafði hann dregizt nokkuð aftur
úr, en er hann kom upp á há-
tindinn, þar sem fólkið var fyr-
ir, hné hann niður og var örend-
ur. Ekki var vitað til, að maður-
inn hafi kvartað um neinn las-
leika áður, og sagði dóttir hans,
að hann hefði alla tið verið vel
hraustur. Ályktun: Við krufningu
fundust miklar breytingar i hjart-
anu. Aðalgrein v. kransæðar,
ramus descendens, var algjörlega
lokuð við upptökin, og þar var
gamall, kalkaður blóðkökkur, sem
sýnilega hefur lokað æðinni fyrir
löngu. Hefur þetta gert blóðrás
hjartans mjög erfitt fyrir, og var
mikill hluti af hjartavöðvanum
orðinn bandvefskenndur og þétt-
ur, svo að hjartað hefur sýnilega
starfað illa. Þessi blóðrásartrufl-
un hefur gert hjartanu svo erfitt
fyrir, að maðurinn liefur gefizt
upp við áreynsluna.
19