Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1960, Blaðsíða 121
— 119 —
196Í
Samkvæmt þeim tíðaranda, sem nú
ríkir, vilja lælcnar helzt vera sem næst
höfuðstaðnum og þægindunum, sem
þvi fylgir, og afleiðingin verður sú, að
varla fást læknar til að þjóna i út-
kjálkahéruðum við þau kjör, sem nú
eru. Mitt álit er, að breyta þurfi launa-
málum héraðslækna þannig, að því
lengra sem þeir eru frá Reykjavik,
þeim mun hærri laun þurfi þeir að
hafa, í það minnsta þriðjungi hærri,
sem lengst eru frá og litlum héruðum
þjóna. Búa þarf betur að þeim með
húsnæði og að héruðin eigi nauðsyn-
legustu tæki. Rekstur á lyfjabúri i
héruðunum er að verða lítt ábatasam-
ur, og hefur víst verið litið stærri
augum á þá tekjulind fyrir héraðs-
læknana en ástæða er til. Flutnings-
kostnaður hefur farið síhækkandi. Ég
greiddi til dæmis fyrir árið 1960 rúm-
ar kr. 8000,00 (átta þúsund) í flutn-
ingsgjöld. Þetta má ekki leggja á lyf-
in, þar sem við seljum eftir sömu lyf-
söluskrá og þeir í Reykjavik. Ég skal
til gamans benda á, að Tóbakseinka-
sala ríkisins greiðir sjálf öll flutnings-
gjökl fyrir allt tóbak, hvert á land sem
er. Það væri varla óþarfara að ríkið
greiddi flutning á lyfjum til héraðs-
lækna, annaðhvort eftir reikningi frá
beim eða frá lyfjabúðunum, sem þeir
skipta við. Afkoma margra héraðs-
lækna er þannig nú orðið, að mest
allt fé þeirra, sem þeir vinna sér inn,
er fast i lyfjum. Ég til dæmis þyrfti
nauðsynlega að endurnýja bifreið
niína, en þess er ekki kostur, ekkert
laust fé fyrir hendi og verð bifreiða
óheyrilega hátt.
Selfoss. Kjartan Magnússon, sérfræð-
ingur i kvensjúkdómum, ráðinn að
sjúkrahúsinu frá 1. júli að telja, og lét
héraðslæknir þá af þessu starfi.
3. Sjúkrahús og heilbrigðis-
stofnanir.
A. Sjúkrahús. Töflur XVII—XVIII.
Sjúkrahús og sjúkraskýli teljast alls
40 og rúmafjöldi þeirra samtals 1727.
Koma þá 9,74 rúm á hverja 1000 íbúa.
Almennu sjúkrahúsin teljast 35 með
1240 rúmum samtals, eða 6,99%«. Rúma-
fjöldi heilsuhælanna er 188, eða 1,06%<,,
og geðveikrahælanna 275, eða 1,55%<>.
Rvik. Unnið var áfram að stækkun
Landsspitalans, byggingu Borgar-
sjúkrahússins og viðbyggingu Landa-
kotsspitala. í ágústmánuði tók Fæð-
ingarheimili Reykjavikur til starfa að
Þorfinnsgötu 1. Eru þar rúm fyrir 25
sængurkonur, og urðu þau brátt full-
skipuð. Fæðingarheimilið er ætlað
eingöngu eðlilegum fæðingum. Það er
rekið af Reykjavikurbæ, sem nú hef-
ur látið af þátttöku sinni í rekstri
fæðingardeildar Landsspítalans. Á ár-
inu voru allar sjúkrastofnanir og vist-
heimili, sem rekin eru á vegum bæj-
arins, sett undir stjórn sjúkrahús-
nefndar Reykjavíkur: Borgarspítalinn,
Sjúkrahús Hvítabandsins, Farsóttahús-
ið, Slysavarðstofan, Fæðingarheimiii
Reykjavíkur og vistheimilin að Arn-
arholti og Elliðavatni. Er borgarlækn-
ir formaður nefndarinnar.
Akranes. Sjúkrahúsið var alltaf full-
skipað og oft langt fram yfir það.
Sjúkrarúm reiknast 33, en meðaltal
sjúklinga á dag var 38. Eins og áður
voru allmargar ambulant aðgerðir við
minna háttar slys og sjúkdóma, einnig
ýmsar rannsóknir, svo sem efnaskipti
og electrocardiografi á sjúklingum ut-
an sjúkrahússins. Röntgenmyndatökur
voru 1263 á 755 sjúklingum. Bein og
liðir voru mynduð 653 sinnum, brjóst-
hol 223, magi og ristill 182, nýru 87,
höfuð 40, gallvegir 35, fóstur 14, ýmis-
legt 29. Skyggningar voru einnig all-
margar gerðar.
Patreksfj. Stöðugt er unnið að end-
urbótum á sjúkrahúsinu, og er margt
ógert ennþá. Hin nýju röntgentæki,
sem getið var i síðustu ársskýrslu,
voru tekin í notkun i marzmánuði og
reynast vel. Stendur nú til að mála
allt sjúkrahúsið að innan, enda tími
til kominn, þar sem flest herbergi hafa
ekki verið máluð, frá þvi er húsið var
byggt. Þá eru rennur hússins, sem
gerðar eru úr steinsteypu, eins og tizka
var um það leyti, sem húsið var byggt,
orðnar ónýtar með öllu, og er brýn
þörf á að lagfæra þær. Mikill ókostur
er við sjúkrahúsið, að engin lyfta skuli
vera þar. Hefur það oft komið sér