Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1960, Blaðsíða 153
— 151 —
1960
aði af því, að önnur aðalgreinin
af v. kransæð hafði stíflazt og
valdið skyndilegu blóðlevsi í
hjartanu.
53. 9. sept. Karl, 57 ára. Maður þessi
var ameriskur og vann á Kefla-
vikurflugvelli. Hann datt niður,
þar sem hann var að bíða eftir
máltíð i matsal flugvallarins.
Ályktun: Við krufningu fannst
algjör lokun af blóðkekki á v.
kransæð, og hafði það leitt
skyndilega til dauða.
54. 9. sept. Karl, 60 ára. Maður þessi
fannst meðvitundarlaus hinn 6.
sept., og var farið með hann í
Slysavarðstofuna. Fundizt höfðu
hjá honum pelar, og var einn með
hvítum, þykkfljótandi vökva, og
var álitið, að hann hefði drukkið
einhverja ólyfjan. Hann var í
djúpu meðvitundarleysi, er komið
var í Slysavarðstofuna. Hann var
strax magaskolaður þar, og kom
upp svipaður vökvi og var í flösk-
unni. Sjúklingurinn lá í Slysa-
varðstofunni fram til kl. 11.00
þann dag og kom þá til meðvit-
undar. Var þá fluttur niður á
lögreglustöð, þar sem hann dvald-
ist um nóttina. Ekki er vitað,
hvenær hann missti aftur meðvit-
und, en kl. 13.00 var farið með
hann í Slysavarðstofuna daginn
eftir, en þaðan var honum elcið í
sjúkrahús, og var hann þá i algeru
meðvitundarleysi. Púls var hrað-
ur og linur og bæði saur og þvag
rann frá honum, og var sterk
cellulosalakklykt af saurnum.
Hann andaðist kl. 4.00 aðfaranótt
3. sept. Ályktun: Við krufningu
fannst byrjandi lungnabólga, auk
þess mikil fita í lifrarfrumum og
einnig parenchymatös degeneratio
i lifrinni. Vökvinn úr flöskunni,
sem maðurinn hafði drukkið úr,
var rannsakaður í Atvinnudeild
Háskólans, og fannst í þessum
vökva blanda af upplausnarefn-
uni, butylacetat og mikið af
reikulu, lifrænu klórsambandi
(sennilega trikloretylen). Vafa-
laust hefur maðurinn dáið af að
drekka þessi eiturefni. Sérstaklega
eru hin lífrænu klórsambönd
eitruð.
55. 12. sept. Karl, 40 ára. Maður þessi,
sem var norskur, hafði játað að
hafa drukkið, ásamt öðrum manni,
vökva af kompás, sem þeir höfðu
stolið úr islenzkum bát, sem lá
við sömu bryggju og skipið, sem
þeir voru á. Þeir munu hafa
drukkið kompásvökvann 3. sept.,
en 6. sept. var maður þessi orð-
inn veikur og dó nokkrum klst.
seinna. Ályktun: Við krufningu
fundust einkenni þess, að maður-
inn hefði drukkið methyl-alkóhól,
sem hafði orðið honum að bana.
56. 13. sept. Karl, 44 ára. Maður þessi,
sem var norskur, hafði ásamt nr.
55 drukkið kompásvökva. Hann
veiktist 5. sept., tveim dögum eft-
ir að hafa drukkið komjiásvökv-
ann, og dó daginn eftir. Ályktun:
Við krufningu kom í ljós, að mað-
urinn hafði dáið af að drekka
methyl-alkóhól.
57. 22. sept. Karl, 29 ára. Maður þessi,
sem var ungverskur, hafði fallið
út um glugga á húsi í Reykjavík
á fjórðu hæð, en þar liafði hann
verið staddur í hófi með sam-
starfsfólki sínu. Hann hafði virzt
manna glaðastur, en vék sér frá,
og stuttu siðar upplýstist, að hann
hafði fallið út um salernisglugga.
Slasaðist hann mjög mikið og var
fluttur í Slysavarðstofuna. Var
hann þá meðvitundarlaus og var
fluttur þaðan i sjúkrahús, þar sem
hann andaðist nokkrum mínútum
siðar. Ályktun: Við krufningu kom
í ljós, að maðurinn hafði fengið
höfuðkúpubrot með mikilli blæð-
ingu á heilann, enn fremur brot
á II.—VIII. rifi h. m., og höfðu
rifjaendarnir stungist inn i neðan-
vert lungað og sært það. Hafði
blætt mikið úr þvi sári. Þá hafði
lifrin rifnað á þrem stöðum h. m.
og blætt mikið þaðan, og v. m.
hafði þindin rifnað. Maðurinn
hafði verið töluvert ölvaður, í
hjartablóði l,17%o alkóhól. Þessir
áverkar hafa fljótt leitt til dauða.
58. 4. okt. Karl, 40 ára. Maður þessi
var staddur á tannlækningastofu