Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1960, Blaðsíða 165
— 163
1960
vöðvarýrnun og ilsig sé á fætinum, en
gert er ráð fyrir, að þessir gallar muni
smálagast með tímanum við æfingu
og áreynslu.
Við skoðun nú sést, að enda þótt
vöðvarýrnunin sé nokkru minni en
hún var, er hún ennþá talsverð. Um
20 cm ofan hnéliðs vinstra ganglims
mælist rýrnunin 1 cm á lærvöðvum
borið saman við hægra ganglim. Ilsig
er mjög svipað á báðum fótum nú. —
Slasaði kvartar um stöðuga þreytu í
fsetinum við áreynslu, einkum um ökla-
liðinn.
Að þessum málavöxtum athuguðum
er auðsætt, að bati hefur gengið hæg-
ar en gert var ráð fyrir. Enn fremur
er ekki útlit fyrir, að vöðvafesta, seru
hefur orðið óeðlileg um brotstaðinn,
hafi látið sig.
Ég tel þvi sanngjarnt, að tekið verði
tillit til þeirra staðreynda, er fyrir
hggja. Verður að telja, að breyta verði
að nokkru niðurstöðu fyrra mats. Er
há átt við siðustu tölurnar, þar sem
talað er um 20% örorku í 4 mánuði.
Þar ætti að standa:
Fyrir 8 mán. i framhaldi af fyrra
mati 20%, en úr þvi 15% varanleg
örorka.“
Málsaðilar voru sammála um að
flytja fyrra málið á hinum eldra grund-
velli, miðað við örorkumatið frá 13.
febrúar 1960, en fara í sérstakt mál
vegna hækkaðrar örorku, ef samkomu-
iag næðist ekki um fjárhæð bóta, og
var mál það, er hér liggur fyrir, höfð-
að fyrir bæjarþingi Reykjavikur með
stefnu, útg. 19. janúar 1962. Með bréfi
til borgardómara, dags. 21. marz 1962,
fóru lögmenn málsaðila þess á leit, að
niálið yrði lagt fyrir læknaráð til um-
sagnar.
Málið er lagt fyrir læknaráð
á þá leið,
að beiðzt er umsagnar um eftirfarandi
atriði:
h Fellst læknaráð á mat ... [starf-
andi læknis í Reykjavík], dags. 20.
ágúst 1961, dskj. nr. 5 í málinu,
bar sem hann metur varanlega ör-
°rku stefnanda af völdum slyss
Pess, sem málið fjallar um, 15% í
stað 10% skv. eldra mati, dags.
13. febr. 1960?
2. Fallist læknaráð ekki á greint ör-
orkumat, óskast álit þess á þvi,
hver teljist hæfilega metin varan-
leg örorka stefnanda af völdum
greinds slyss.
Við meðferð málsins tók prófessor
dr. med. Júlíus Sigurjónsson sæti í
réttannáladeild vegna fjarveru Þórðar
Möller, yfirlæknis geðveikrahælis
ríkisins.
Tillaga réttarmáladeildar um
Ályktun læknaráðs:
Læknaráð fellst á örorkumat ...
[starfandi læknis í Reykjavík], dags.
20. ágúst 1961, þar sem varanleg ör-
orka er metin 15%.
Greinargerð og ályktunartillaga rétt-
armáladeildar, dags. 26. júní 1962, stað-
fest af forseta og ritara 15. ágúst s. á.
sem álitsgerð og úrskurður læknaráðs.
Málsúrslit: Með dómi bæjarþings Reykja-
víkur, kveðnum upp 23. febrúar 1963, voru
stefndu H. H-son og Vátryggingafélagið h.f.
dæmd til að greiða stcfnanda H. A-syni kr.
35 300,00 með 6% ársvöxtum frá 6. marz 1958
til 22. febrúar 1960, 9% ársvöxtum frá þeim
degi til 28. desember 1960 og 7% ársvöxtum
frá þeim degi til greiðsludags. Málskostnaður
var látinn falla niður.
Fébótaábyrgð var lögð óskipt á stefndu.
Með dómi Hæstaréttar frá 25. október 1961
fékk stefnandi tildæmdar kr. 135 879,05.
5/1962.
Guðmundur Jónsson, borgardómari
í Reykjavík, hefur með bréfi, dags. 2.
júni 1962, samkvæmt úrskurði, kveðn-
um upp á bæjarþingi Reykjavíkur 28.
maí s. á., leitað umsagnar læknaráðs
i bæjarþingsmálinu nr. 2150/1960: H.
S-son gegn J. B-syni, Þ. Þ-syni og D.
ó-syni.
Málsatvik eru þessi:
1. Þau, er greinir í læknaráðsúr-
skurði, staðfestum 23. júni 1961 (nr.
6/1961).
2. í málinu liggur fyrir örorkumat
Páls Sigurðssonar tryggingayfirlæknis,
dags. 20. marz 1962, svo hljóðandi: