Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1960, Blaðsíða 163
— 161 —
1960
Málsatvik eru þessi:
Föstudaginn 6. marz 1959, um k!.
21.35, varð stefnandi máls þessa, H.
A-son, ..., Reykjavík, fyrir leigubif-
reiðinni R. ... á Suðurgötu i Skerja-
firði. Stefndi H. H-son, ..., Reykjavík,
var eigandi og ökumaður bifreiðar-
innar, sem tryggð var hjá meðstefnda,
Vátryggingafélaginu h.f. Stefnandi var
viðandi, er slysið varð, og féll hann
af baki með þeim afleiðingum, að
hann brotnaði á vinstra ökla.
í dómi bæjarþings Reykjavíkur,
kveðnum upp 29. september 1960 í
málinu nr. 1207/1960: H. A-son gegn
H. H-syni, en dómur þessi var stað-
festur í Hæstarétti 25. október 1961,
er sjúkrasaga stefnanda rakin á þessa
leið:
>,Af slysstaðnum var stefnandi flutt-
ur á slysavarðstofuna. í vottorði yfir-
iaeknisins þar, Hauks Kristjánssonar,
hags. 8. ágúst 1959, segir, að stefn-
andi hafi kvartað um miklar kvalir i
ymstra fæti, er komið var með hann
n slysavarðstofuna. Við skoðun hafi
homið í ljós, að neðri hluti sköflungs
°g sperrileggs vinstri fótar var þver-
hrotinn og talsverð stallmyndun á
hrotstaðnum. Var þegar gert að brot-
*nu, og tókst að koma því í góða stöðu.
ytefnandi lá síðan i slysavarðstofunni
1 tvo daga, en var þá fluttur í Land-
sPítalann.
I vottorði dr. med. Snorra Hall-
grínissonar yfirlæknis, dags. 7. ágúst
959, segir, að engin aðgerð hafi verið
gerð á fæti stefnanda í því sjúkrahúsi,
Par eð gipsumbúðirnar á fætinum hafi
\\rzt fara vel og brotið vera í góðri
stóðu. Var stefnandi fluttur í Sólvang
) Hafnarfirði eftir þriggja daga dvöl
Landspítalanum. Þaðan útskrifaðist
ann 8. júlí 1959, er rúmir fjórir
'Panuðir voru liðnir frá slysinu. 1 fyrr-
greindu vottorði dr. Snorra Hallgríms-
°nar segir, að stefnandi hafi komið
* an<fspitalann 8. maí 1959 til þess
i. f.ata skipta um umbúðir á fætinum.
.a 1 Pá komið í ljós nokkur skekkja á
fæ° S^®nurn>er reynt hafi verið að lag-
ra' Pá segir í vottorðinu á þessa leið:
ver'« Lefur nú (þ. e. 7. ágúst 1959)
^ jí® urubúðalaus i nokkurn tima og
0 llrn, en er mjög haltur og gengur
við tvo stafi. Brotið er enn ekki örugg-
lega gróið, en orðið þó nokkuð fast.
Ekki verður séð fyrr en eftir 1—2
mán., hvort brotið grær án frekari
aðgerða ..
Lagt hefur verið fram í málinu jTtar-
legt vottorð frá heimilislækni stefn-
anda, ..., dags. 2. febrúar 1960. Þar
segir á þessa leið:
„... Þegar ég sá sjúkl. nokkru sið-
ar (þ. e. eftir að hann var útskrifað-
ur af Sólvangi), átti hann erfitt með
að staulast um við tvo stafi. Hann var
þá mjög lasburða og kvartaði um
þrautir í vinstra fótlegg og niður í
fót. Röntgenskoðun þ. 27. júli sýndi
sveigju á brotstaðnum aftur á við
(recurvatio 17°) og einnig lítils hátt-
ar hliðarsveigju inn á við á báðum
beinum. Brotið er þá að sjá illa gróið,
en sennilega fast. Allmikil úrkölkun er
þá í fótleggnum, um öklaliðinn og í
vinstra fæti. Ekki var talið ráðlegt að
hreyfa við brotinu. Hann var látinn
hvílast með nokkurri fótavist með
vefjuumbúðum til stuðnings. Vinstri
öklaliður var mjög stirður og fótlegg-
urinn allur áberandi rýr. Sjúkl. er
sendur til meðferðar hjá nuddlækni
(...) þ. 5. ágúst. Brotið er athugað
aftur með röntgenskoðun þ. 22. sept-
ember. Stefna beinanna er að sjá ó-
högguð, brotið virðist á leið að gróa,
en beinmyndun lítil. Sjúkl. fer síðan
hægt fram, og þ. 17. desember er enn
á ný gerð röntgenskoðun og status þá
svipaður og áður, enda þrautir og
allmikil úrkölkun.
Þ. 15. janúar 1960 er brotið loks að
sjá gróið og vel fast. Sveigjan hefur
rétzt nokkuð (mælist 15°).
Sjúkl. hefur lengst af verið all-las-
burða og mjög haltur og haft þrautir
einkum við gang. Hann gekk við tvo
stafi þar til í lok september og eftir
það við einn staf þar til um miðjan
desember. Aldrei hefur þótt ráðlegt að
reyna að rétta brotið, eftir að sjúkl.
kom af sjúkrahúsinu, þar eð árangur
virtist mjög tvísýnn sökum þess, hve
beinmyndun (callus) á brotstaðnum
var hægfara og grunsamlegt þótti um
byrjandi herzli (sclerosis) í brotend-
um og auk þessa allmikil úrkölkun i
beinum.
21