Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1960, Blaðsíða 93
— 91 —
1960
Ólafsfj. Gigt í ýmsum myndum al-
geng, periarthritis, arthritis, myoses
og arthrosis. Dugir stundum að in-
filtrera vöðvabólgu með novocain-
coffeini.
SeyðisfJ. Alls konar „gigtar“-sjúk-
dómar algengir hér sem annars stað-
ar. Mest ber á „low back-pain syn-
drome“ í ungum karimönnum, og
osteoarthrosis coxae et genuum í mið-
aldra og eldri konum, sem eru venju-
lega of feitar. 40 ára karlmann sendi
ég á Landsspítalann með arthritis og
albuminuria vegna sterks gruns um
lupus erjdhematosus disseminatus.
Engar LE frumur fundust þó, a. m. k.
ekki í þetta sinn. Honum líður vel
á stórum skömmtum af salicylötum og
chloroquin.
ö- Hjarta- og æðasjúkdómar.
Patreksfj. Hypertensio arteriarum:
Algengur kvilli, aðallega í konum.
^ aknar ósjálfrátt sú spurning, hvort
nokkurt samband sé milli graviditas
(toxaemia) og háþrýstings síðar meir.
Hef fylgzt með tveimur konum, sem
tannig er ástatt um. Voru báðar
»toxaemiur“, önnur fæddi sjálfkrafa,
cn hjá hinni var tangarfæðing. Hef-
Ur hvorug enn þá, önnur eftir 10 mán-
hði, en hin eftir 5, losnað við sína
hypertensio. Eru á meðferð. Nú er
fylgzt betur með konunum bæði fyr-
*r og eftir barnsburð og samhengið
Pví augljóst. í öðrum tilfellum er allt
óljóst.
Platcyrar. Hypertensio arteriarum
a|gcng hér, enda er mikið af gömlu
fólki. Margt af þessu fólki er auk þess
al]t of feitt.
Hvammstanga. Morbus cordis al-
8engur sjúkdómur hér.
Hofsós. Á þeim sex árum, sem ég
lL‘f starfað hér í héraðinu, hef ég
°i'ðið var við 11 manns með ein-
tenni um hjartakveisu (coronarinsuffi-
ciens), 4 konur og 7 karla. Af þess-
Unr hópi hafa 5 manns fengið ótvíræð
cinkenni um kransæðastíflu og 4
Jicirra látizt, þar af 3 samstundis og
cinn eftir 10 daga þunga legu.
Hlafsfj. Hypertensio arteriarum al-
gengur sjúkdómur. Nokkrir sjúkling-
ar með byrjandi coronarsclerosis. Er
sá sjúkdómur áreiðanlega mun tíðari
en áður var. Ungur maður fékk
subarachnoidealblæðingu eftir höfuð-
högg nokkrum vikum áður. Var send-
ur til Kaupmannahafnar og ópererað-
ur þar með góðum árangri.
Grenivíkur. Meira ber nú á þvi en
áður, að eldra fólk fái hækkaðan blóð-
þrýsting og þurfi að nota lyf við.
Norðar-Egilsstaða. Hypertensio
virðist fara vaxandi. Lyf reynast mis-
jafnlega vel. Þó virðist mörgum duga
vel chlotride, sem reserpin verkaði
lítið á, en þessi lyf eru mjög dýr.
Seyðisfj. Allmargir hafa hækkaðan
hlóðþrýsting og hafa margir haft ár-
um saman án einkenna. Mjög sæmi-
lega gengur að lækka blóðþrýstinginn
með chlorothiazid. En það er sjaldan,
sem ég þori að gefa meira en 1 g á
dag vegna potentiel hættu á hypoka-
lemisk alkalosis. Hef þó gert það á
spítalasjúklingum og gefið tabl. kalii
chloridi enterosolubilae með. Nokkr-
ir sjúklingar þurfa að taka digitalis.
Þrir karlar og ein kona hafa angina
pectoris. Einnig taka þau nitropenth-
itre, sem á að hafa langverkandi áhrif
á art. coron. og vikka þær út. Ég sjálf-
ur hef ekki hingað til séð nein áhrif
af þessum „langverkandi“ lyfjum. Ég
spurði ýmsa góða medicinera vestan
hafs að því, hvort þeir þekktu nokkra
dilatora, sem dilateruðu coronaræð-
ar, og var svarið alltaf neikvætt. Minn-
ir þetta á ligatio art. mammar. int.,
sem átti að auka blóðrásina til hjarta-
vöðvans. Þegar samanburðartilraunir
voru gerðar, kom í ljós, að jafngóður
árangur var af því að skera 2 skurði
í gegnum húð og sauma hana síðan
aftur saman. Tveir karlar um fimmtugt
hafa claudicatio intermittens, og
reykja báðir. Annar tekur tabl. ilidar
og hinn nicotinsýrutöflur, að því er
virðist án nokkurra áhrifa. Mér er
ekki kunnugt um orsök claudicatio
þessara manna, en þeir hafa báðir
verið rannsakaðir fyrir sunnan fyrir
nokkru.
Nes. Mb. cordis congenitus: 2 til-
felli skráð. Annar sjúklingurinn send-
ur til meðferðar i Kaupmannahöfn
skömmu fyrir áramót.