Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1960, Blaðsíða 170
1960
— 168 —
hann hefði misþyrmt henni heima hjá
sér, og leit út fyrir, að hún hefði dáið
af þeim orsökum. Likið var á slysa-
varðstofunni klætt í náttjakka, pilsi
og jakka af sömu dragtinni, en annars
ekki í neinu nema örlitlum nærbux-
um innan undir.
Likið er af 160 cm hárri konu í
meðalholdum. Þegar krufningin fer
fram, eru komnir miklir líkblettir á
bakið, og likið er alstirt. í andlitinu
sjást, eins og í gær, miklir marblettir,
og má segja, að allt andlitið sé meira
og minna þéttsett marblettum: Glóðar-
augu á báðum augum, þrir stórir mar-
blettir á enni, nefið bæði marið og
hruflað, sérstaklega neðri hluti nefs-
ins, sem er hruflaður á krónustóru
svæði. Utanvert við h. munnvik er
barnslófastór blettur, sem er marinn,
og sjást blæðingar og hrufl i þessum
bletti lika, og niður frá þessum bletti
sjást einnig aðrir marblettir. Tennur
eru heilar í báðum gómum, en slím-
húðin á báðum vörum er sprungin
v. m. við miðju á efri vör, þar sem
sést um 1 cm löng sprunga sundur-
tætt í varaslímhúðinni og í neðri vör
nálægt h. munnviki, þar sem einnig
er allt að því 1 cm löng sprunga i
vörinni. Auk þessara áverka sást, að
það voru rispur á hálsinum rétt neð-
an og h. m. við barkakýlið, þar sem
sáust nokkrar samhliða rispur, og á
einum stað h. m. sést þar greinilegt
naglafar, sem er kúpt og snýr þannig,
að nöglin hafi verið á hönd, sem kom
ofan frá, þannig að fingurinn hafi
snúið niður á við, en ekki upp á við
á hálsinum. Auk þess sjást margir
marblettir viðs vegar á handleggjum og
einn ofantil v. m. á brjóstinu, enn
fremur sést barnslófastór marblettur
utan til á h. mjöðm. Einnig sjást mar-
blettir, sem ekki virðast allir vera
ferskir, á báðum fótleggjum. Á v. úln-
lið sést barnslófastór marblettur litla
fingurs megin, og á löngu töng sömu
handar sést einnig marblettur á efstu
kjúku.
Brjóst- og kviðarhol opnað: Þegar
húðinni er flett frá hálsinum, sjást
miklar blæðingar í vöðvunum og í
kringum þá um miðjan hálsinn, og nær
það alla leið niður undir viðbein á
meira en mannslófastóru svæði, þar
sem allt er fullt af marblettum. Þegar
rifin eru athuguð á brjóstkassanum,
sést, að h. m. eru þrjú rif brotin: II.
III. og V., og eru þau öll brotin nokk-
urn veginn í mamillar linu, og skaga
brotendarnir dálitið fram. Marblettur
fannst einnig yfir vinstra III. rifi, ná-
lægt geislungamótum, og var hann rúm-
lega tveggja krónu stór. Dálitil blæðing
var i brjóstholinu h. m., en ekki svo
mikil, að nokkru næmi, eða 10—20 cc.
af blóði. Um 8 cm löng rifa var á
þindinni h. m.
Hálslíffæri: Þegar vélindið var
klippt upp, fannst dálitið blóðugur
vökvi í því. Einnig fannst dálítið blóð
í barkakýli og barka.
H. m. í skjaldarbrjóskinu sést krónu-
stór blæðing i vöðvanum, sem liggur
þar utan á brjóskinu.
Engin brot sjást á skjaldkirtilsbrjóski
né málbeini.
Hjartað vegur 250 g. Framan á hjart-
anu, rétt hjá art.pulm., sést dálítill
marblettur ca fingurgómsstór. Annar
sést þar, sem vena cava gengur inn í
h. atrium, og þriðji marbletturinn sést
yfir v. atrium, þar sem vv. pulm. koma
inn í hjartað. Allir þessir marblettir
eru um fingurgómsstórir. Að öðru
leyti sést ekkert sérstakt á hjartanu.
Hjartavöðvinn er eðlilegur, rauðbrúnn,
vel stinnur. Kransæðarnar eru vel
sléttar og eðlilegar. Ekkert að sjá á
endocardium eða lokum.
H. lunga vegur 435 og v. lunga 410
g. Bæði lungu voru eðlileg að útliti'
rauðbláleit með sléttri pleura. Hvergi
sást nein sprunga né skemmd á lung-
unum. Á gegnskurði voru bæði lungn
frekar dökkrauðleit, alls staðar loH'
held. í berkjunum var dálitið af blóð-
lituðu slimi. Engin merki fundust uffi
ost eða kalk í lungum eða hilus-eitlum-
Skjaldkirtillinn vó 28 g, ljósbrúnn,
með eðlilegum consistens, ekki hnút-
óttur.
Þegar rifin eru aðgætt innan fra
brjóstkassanum, sést, að II. og IIL rd
er brotið upp við hrygginn h. m. Hef-
ur dálítið blætt undir brjósthimnuna
í kringum þessi brot.
Aorta er slétt og eðlileg og öll sömun
heil.