Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1960, Blaðsíða 67
I. Árferði og almenn afkoma
Tíðarfarið var yfirleitt mjög hag-
stætt nema í júlí og ágúst norðanlands
og austan.
Hitinn var 1,4° yfir meðallag.
Sjávarhiti við strendur landsins var
0,6° yfir meðallag.
Úrkoma var 13% innan við meðal-
lag.
Stormar voru færri en i meðalári
nema við suðaustur- og suðurströnd-
ina.
Sólskin mældist 1469 klst. i Reykja-
vik, og eru það 234 klst. umfram
nieðallag.
Veturinn (des. 1959—marz 1960)
'Tar lengst af hagstæður. Hiti var 1,4°
yfir meðallag. Úrkoma var 14% minni
pn í meðalári.
Vorið (april—mai) var mjög hag-
stætt. Hiti var 2,4° yfir meðallag.
Sumarið (júní—sept.) var mjög hag-
stætt um allt sunnan- og vestanvert
landið, en á Norðaustur- og Austur-
landi var óþurrkasamt í júlí og ágúsl.
Hiti var 0,9° yfir meðallag. í inn-
sveitum norðaustanlands var þó allt
V2° kaldara en í meðalári, en í öðr-
um héruðum var yfirleitt %°—1V2°
nlýrra en venja er til. Úrkoma var 15%
'nnan við meðallag. Heyfengur var
nnkill og uppskera viðast góð.
Haustið (okt.—nóv.) var mjög hag-
stætt. Hiti var 1,8° yfir meðallag. Hlýj-
ast var að tiltölu i útsveitum norðan-
tands 0g á Vestfjörðum. Úrkoma var
-meins % af meðalúrkomu.1)
■V árinu áttu sér stað miklar breyt-
... H TekiS upp úr Veðráttan 1960, ársyfir-
1 sömdu á Veðurstofu fslands.
ingar i efnahagsmálum landsins. Rót-
tækar ráðstafanir voru gerðar til þess
að binda endi á það jafnvægisleysi,
sem ríkjandi hafði verið um mörg
undanfarin ár og hafði lýst sér i stöð-
ugum halla á greiðslujöfnuði við önn-
ur lönd og verðbólgu innanlands.
Meginkjarni þessara ráðstafana fólst i
lögum um efnahagsmál, sem Alþingi
samþykkti 20. febrúar 1960, og i lög-
um um nýja skipun innflutnings- og
gjaldeyrismála, sem sett voru 25. maí
1960. Með þessum ráðstöfunum var
kerfi útflutningsbóta og innflutnings-
gjalda afnumið og skráð eitt gengi
krónunnar. Innflutningur var gefinn
frjáls að öðru leyti en því, sem nauð-
synlegt var talið vegna viðskipta við
lönd Austur-Evrópu. Sömuleiðis voru
önnur gjaldeyrisviðskipti gefin frjáls
að verulegu leyti. Hækkun kaupgjalds
vegna hækkunar vísitölu framfærslu-
kostnaðar var numin úr gildi. Banka-
vextir voru hækkaðir verulega og
ákvæði sett um bindingu hluta af aukn-
ingu bankainnlána i Seðlabankanum
og um takmarkanir á endurkaupum
Seðlabankans á afurðavíxlum. Jafn-
vægi í fjárhag ríkissjóðs var tryggt
með hækkun söluskatts i innflutningi
og nýjum almennum söluskatti í smá-
sölu, er nam 3%. Jafnframt var tekju-
skattur lækkaður mikið og felldur nið-
ur á lágum tekjum. Til þess að draga
úr áhrifum þessara ráðstafana á lífs-
kjör almennings og þá ekki sízt á
lifskjör þeirra, sem erfiðast ættu með
að þola slika skerðingu, voru, auk
lækkunar beinna skatta, framkvæmd-
ar meira háttar breytingar á almanna-
9