Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1960, Blaðsíða 134
1960
— 132
hita, sem eru óskynsamlega klædd.
Fyrir hverja gráðu hita, sem barnið
hefur fyrir ofan 37 stiga líkamshita,
er herbergishitinn látinn hækka um
2 gráður, og samtímis er barnið klætt
í eina ullarflík til viðbótar, allt í þeim
tilgangi, að þvi verði ekki kalt. Þegar
það er komið með um 40 stiga líkams-
hita, er ástandið orðið allslæmt fyrir
barnið, því að það getur ekki losnað
við hita frekar en það væri i hita-
brúsa. Yfirleitt er tilgangslaust að
henda fólki á þetta; það fer ekki eftir
ráðleggingum, sem eru i algeru ósam-
ræmi við kerlingabækur þess.
6. Mjólkurframleiðsla og
mjólkursala.
Hér fer á eftir skýrsla mjólkureftir-
litsmanns ríkisins um mjólkurvinnslu
mjólkurbúa.
Innvegin Minnkun eða I. II. III. IV.
mjólk aukning frá gæða- gæða- gæða- gæða-
(kg) fyrra ári ilokkur ílokkur flokkur flokkur
Mjólkurstöðin í Reykjavík 7 951 390 16,15% + 82,18% 15,98% U6% 0,07%
Mjólkurstöð Kaupfélags S.-Borgfirð- inga, Akranesi 1 708 832 5,73% -i- 68,02% 28,20% 3,49% 0,30%
Mjólkursamlag Borgf., Borgarnesi . . 7 041 386 4,98% + 83,32% 13,99% 2,62% 0,07%
Mjólkurstöð Kaupfélags Isf., Isafirði 1 260 833 29,72% + 88,44% 6,96% 3,73% 0,88%
Mjólkursamlag Kaupfél. V.-Húnvetn- inga og Hrútf., Hvammstanga ... 1 604 868 _ 71,11% 18,43% 8,93% 1,53%
Mjólkursamlag Húnvetn., Blönduósi 2 742 625 0,61% + 70,59% 26,81% 2,45% 0,15%
Mjólkursamlag Skagf., Sauðárkróki .. 4 060 192 18,91% + 58,91% 38,54% 2,25% 0,30%
Mjólkursamlag Kaupfélags Olafsfjarð- ar, Ólafsfirði 278 166 40,23% + 88,49% 10,46% 1,05% -
Mjólkursamlag Kaupfélags Eyíirðinga, Akureyri 14 301 734 9,00% + (I. og II.) 95,20% 4,24% 0,56%
Mjólkursamlag Þingeyinga, Húsavík 3 846 900 18,21% + 85,65% 12,02% 2,17% 0.16%
Mjólkursamlag K.H.B., Egilsstöðum 662 160 83,49% 11,18% 4,29% 1,04%
Mjólkurbú Kaupfélagsins „Eram‘% Neskaupstað 426 286 _ 99,81% 0,19% _ -
Mjólkurbú Kaupfélags Austur-Skaft- fellinga, Höfn, Hornafirði 707 796 28,48% + 85,33% 12,02% 2,39% 0,26%
Mjólkurbú Flóamanna, Selfossi .... 30 071 461 5,83% + 98,05% 1 1,88% 0,07%
Rvik. Mjólkursamsalan seldi á árinu
26169026 lítra mjólkur til Reykjavíkur,
Hafnarfjarðar, Suðurnesja og Vest-
mannaeyja, þar af 61% flöskumjólk og
23% hyrnumjólk. Af rjóma voru seld-
ir 752669 lítrar og af skyri 1034795
kg. Osta- og smjörsalan seldi í Reykja-
vík og út á land 826409 kg af smjöri,
446454 kg af ostum, 111621 kg af und-
anrennudufti og 35007 kg af nýmjólk-
urdufti. Dagleg mjólkurneyzla Reyk-
vikinga mun nema um 0,8 litrum á
mann að meðaltali, og mjólkurneyzlan
alls 0,941, þegar allar mjólkurafurðir
eru meðtaldar.
Suðureyrar. Mjólkurmálin eru eitt
hið mesta vandamál hér frá heil-
brigðisfræðilegu sjónarmiði. Bændurn-
ir í grenndinni, sem eru 4 talsins, hafa
ekki aðstöðu til að koma mjólkinni á
markað árið um kring, því að ekki
tekst að halda vegum opnum skemmri
eða lengri hluta vetrarins. Verður þvl
mjólkurframleiðsla þeirra mjög tak-
mörkuð og meginmagn mjólkurinnar
kemur frá Önundarfirði með Djúp-
bátnum á 5 daga fresti, og hefur ekki
enn náðst samkomulag við stjóru
Djúpbátsins um það að fjölga ferðum.
En af þessum ástæðum verður mjólkin
orðin allt að því viku gömul, og er
það vissulega óhæfilegur aldur fyr*r
mjólk, sem þar að auki er ógeril-
sneydd. Leiðir til úrbóta, sem rædd-