Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1960, Blaðsíða 158
1960
— 156 —
varnaraðili sýknaður af kröfum sókn-
araðila.
Málinu var áfrýjað til Hæstaréttar
með stefnu, útg. 19. apríl 1961.
Málið er lagt fyrir læknaráð
á þá leið,
að beiðzt er svars við eftirfarandi
spurningum:
1. Er hugsanlegt, að barn áfrýjanda,
er í málinu greinir, sé getið 23.
nóvember 1958?
2. Verði umsögn læknaráðs samkvæmt
1. tölulið neikvæð, er um það
spurt, hvort tiltök séu á, að barn-
ið sé getið 16. nóvember 1958.
Tillaga réttarmáladeildar um
Ályktun læknaráðs:
Hugsanlegt er, en mjög ósennilegt,
að barn áfrýjanda sé getið 23. nóvem-
ber 1958.
Greinargerð og ályktunartillaga rétt-
armáladeiidar, dags 13. febrúar 1962,
staðfest af forseta og ritara 12. marz
s. á. sem álitsgerð og úrskurður lækna-
ráðs.
Málsúrslit eru enn óorðin.
2/1962.
Hæstaréttarlögmennirnir Lárus
Fjeldsted, Ágúst Fjeldsted og Bene-
dikt Sigurjónsson hafa með bréfi, dags.
6. marz 1962, samkvæmt úrskurði
Ilæstaréttar, kveðnum upp 5. s. m.,
leitað umsagnar læknaráðs í hæsta-
réttarmálinu nr. 169/1961: Hafsilfur
hf. gegn S. S-syni og gagnsök.
Málsatvik eru þessi:
Hinn 25. júli 1958 var S. S-son,
stúdent, til heimilis að .... Eyjafjarð-
arsýslu, i vinnu hjá Hafsilfri h.f. á
Raufarhöfn, og var hann að kústa hús
að utan úr sementsvatni. Við verk
þetta stóð hann í stiga, en þar eð
stiginn náði ekki nógu hátt upp, til
þess að S. gæti haldið sér í hann við
verkið, hélt hann í gluggakarm á gafl-
inum sér til stuðnings, en áður en
varði losnaði karmurinn, og S. féll
niður með þeim afleiðingum, að hann
hlaut meiðsli.
Slasaði var strax borinn inn i hús,
og héraðslæknir kom á vettvang og
setti hægra fót í gipsumbúðir, en sið-
an var slasaði fluttur í leigubifreið
til Akureyrar og lagður inn á Fjórð-
ungssjúkrahúsið þar.
Sjúkrasaga slasaða er rakin í læknis-
vottorði Páls Sigurðssonar, fyrrverandi
tryggingayfirlæknis, dags. 18. febrúar
1962, en það hljóðar svo að loknum
inngangsorðum:
„í vottorði Guðm. Karls Péturssonar,
yfirlæknis á Akureyri, dags 8. júli
1959, segir, að S. hafi komið i hand-
læknisdeild Fjórðungssjúkrahússins 4
Akureyri hinn 25. júli 1958 til með-
ferðar vegna brots á báðum öklum
hægri fótar (Fracturae bimalleolaris
dext.).
Það hafi ekki tekizt að fá brotið i
viðunandi lag nema með skurðaðgerð.
Þessi skurðaðgerð hafi verið fram-
kvæmd tveim dögum síðar. Yfirlækn-
irinn lætur þess getið, að brotið hafi
gróið á venjulegum tíma og slasaði
dvalið i sjúkrahúsinu til 2. sept. 1958,
en hafi notað gipsumbúðir fram til
mánaðamótanna október—nóvember
1958.
Um áramótin 1958—1959 var S. til
skoðunar hjá prófessor dr. med.
Snorra Hallgrímssyni. í vottorði hans,
dags. 5. jan. 1959, segir svo, eftir aö
hann hefur lýst aðdraganda slyssins
og veru slasaða i Fjórðungssjúkrahús-
inu á Akureyri:
„S. upplýsir, að hann hafi enn all-
mikil óþægindi i hægra fæti. Hann
þreytist fljótt við gang og verður þvi
haltur, þegar hann er búinn að ganga
spölkorn. Hann þolir illa allan snún-
ing á fótinn og á því óhægt um gang
á ósléttu.
Við skoðun í dag kemur eftirfar-
andi í ljós: Örlítið haltur á h. f®!1,
Á innanverðu h. öklabeini er ör eftir
skurðaðgerS. Örið er rautt, en ve
gróið. Væg valgusstilling er á h. f®11’
en engin skekkja á þeim vinstri. H.
fótur og ökli er áberandi heitari en
vinstri.