Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1960, Blaðsíða 161
— 159 —
1960
slitbreytingar myndist i liðnum með
tímanum.“
Ályktun:
S. hefur við slysið 25. júlí 1958 hlot-
ið mjög slæmt brot um hægra öklalið.
Enda þótt segja megi, að tekizt hat'i
eftir atvikum sæmilega vel að lagfæra
brotið með skurðaðgerð, þá getur
naumast leikið nokkur vafi á því, að
ofleiðingin verði veruleg, varanleg
bæklun í hægra öklalið, sem útilokað
má telja, að breytist til batnaðar úr
þessu. Það eru einkum víkkun bilsins
niilli innra öklabeins og völunnar og
sköddun liðflatarins, sem mestu meim
°g óþægindum valda.
Af vottorði prófessors Snorra Hall-
grimssonar, dags. 5. febr. 1962, sem
tekið hefur verið upp í þessa greinar-
gerð, er ljóst, að S. hættir mjög við
að fá verki í hægra öklaliðinn, jafn-
vel við litla áreynslu.
Eins og ég hef þegar tekið fram, þá
fastlega gera ráð fyrir, að gera
tnrfi staurökla á hægra fótlim fyrr
eða seinna til þess að losa S. við þraut-
lr og óþægindi í liðnum. Það virðist
bvi ekki verða hjá því komizt að
hækka framtíðarörorku S. nokkuð frá
Því, sem hún var talin hæfilega metin
18- sept. 1959.
Af því, sem nú hefur verið sagt,
*‘ti að vera ljóst, að missmiðin á
‘1®gra öklalið hljóta að há S. við ýmis
störf j framtiðinni. Það verður þvi
ekki hjá þvi komizt að áætla honum
örorku, þar á meðal framtíðarörorku
yegna slyssins 25. júlí 1958 og afleið-
lnga þess.
Örorka, þar á meðal framtíðarör-
°jka, vegna slyssins 25. júlí 1958 og
a‘leiðinga þess þykir hæfilega metin
sv° sem hér segir:
Frá slysdegi til 31/8 1958 100%
1/9 ’58 — 30/9 1958 80%
— 1/10 ’58 — 31/12 1958 60%
* 1/1 ’59 — 30/6 1959 40%
* 1/7 '59 — 31/8 1959 20%
’ ■ 1/9 ’59 — 31/12 1961 10%
1/1 '62, framtíðarörorka:
15%.“
Málið er lagt fyrir læknaráð
á þá leið,
að beiðzt er umsagnar um eftirfar-
andi atriði:
1. Hvort ætla megi, að gagnáfrýj-
andi S. S-son hafi hlotið varanlega
örorku af slysi því, er hann varð fyrir
hinn 25. júlí 1958.
2. Verði svo talið, hver sé þá hæfi-
lega metin varanleg örorka hans af
slysi þessu.
Við meðferð málsins i réttarmála-
deild vék prófessor dr. med. Snorri
Hallgrímsson sæti, en í stað hans kom
dr. med. Bjarni Jónsson, sérfræðingur
i bæklunarsjúkdóraum.
Tillaga réttarmáladeildar um
Ályktun læknaráðs:
Ad. 1. Já.
Ad. 2. Læknaráð fellst á örorkumat
Páls Sigurðssonar, fyrrverandi trygg-
ingayfirlæknis, dags. 18. febrúar 1962,
og að samkvæmt þvi verði varanleg
örorka metin 15%.
Greinargerð og ályktunartillaga rétt-
armáladeildar, dags. 3. apríl 1962, stað-
fest af forseta og ritara 5. mai s. á.
sem álitsgerð og úrskurður læknaráðs.
Málsúrslit eru enn óorðin.
3/1962.
Ármann Kristinsson, sakadómari í
Reykjavik, hefur með bréfi, dags. 17.
apríl 1962, leitað umsagnar læknaráðs
í sakadómsmálinu: Ákæruvaldið gegn
S. J-sen.
Málsatvik eru þessi:
Fimmtudaginn 20. júlí 1961, um kl.
21, var ákærði i máli þessu, S. J-sen,
heildsali, ..., Reykjavík, f. ... 1895,
handtekinn á Skúlagötu í Reykjavik,
þar sem hann var að aka bifreiðinni
R. ... Þar sem lögregluþjónar þeir,
sem handtóku manninn, töldu hann
áberandi ölvaðan, fluttu þeir hann í
Slysavarðstofu Reykjavikur, þar sem
blóðsýnishorn var tekið og merkt nr.
71.