Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1960, Page 168
1960
— 166
Greinargerð og ályktunartillaga rétt-
armáladeildar, dags. 26. júni 1962, staS-
fest af forseta og ritara 15. ágúst s. á.
sem álitsgerð og úrskurður læknaráðs.
Málsúrslit: Mcð dómi bæjarþings Heykja-
víkur, kveðnum upp 26. febrúar 1963, var
stefndi D. Ó-son sýknaður af kröfum stefn-
anda og málskostnaður gagnvart honum lát-
inn falla niður.
Stefndu J. B-son, Þ. Þ-son, J. S-son og
Þ. G-son voru dæmdir in solidum til að
greiða stefnanda H. S-syni kr. 113 304,70
mcð 6% ársvöxtum frá 23. október 1958 til
22. febrúar 1960, 9% ársvöxtum frá þeim
degi til 29. desember s. á., og 7% ársvöxtum
frá þeim dcgi til greiðsludags og kr. 14 500,00
í málskostnað.
Fébótaábyrgð var lögð óskipt á stefndu.
Áður en dómur gekk, hafði stefnandi feng-
ið greiddar kr. 34 195,30 hjá Tryggingastofnun
ríkisins og kr. 7 500,00 frá stefnda J. B-syni.
Málinu hefui verið áfrýjað til Hæstaréttar,
en málsúrslit þar óorðin.
6/1962.
Saksóknari ríkisins hefur með bréfi,
dags. 10. mai 1962, leitað umsagnar
læknaráðs í hæstaréttarmálinu: Ákæru-
valdið gegn H. R. M.
Málsatvik eru þessi:
Aðfaranótt sunnudagsins 1. október
1961 kom ákærði i máli þessu, H.R.M.,
f. 26. febrúar 1926, sjómaður, ...,
Reykjavík, heim til sín, en hann var
skipverji á b/v ..., sem kom til Reykja-
víkur þá um nóttina úr söluferð fra
Þýzkalandi. Eiginkona ákærða, Á. H-
dóttir, f. 30. nóvember 1926, tók á móti
honum á hafnarbakkanum og fór um
borð, þar sem hún er talin hafa drukk-
ið úr tveim til þrem flöskum af þýzk-
um bjór. Ákærði kveðst hafa drukkið
þrjá sjússa af gini og auk þess hafi
hann drukkið úr fjórum til fimm bjór-
flöskum, áður en þau hjónin héldu frá
borði og fóru heim til sín milli kl.
eitt og tvö um nóttina, en meðferðis
heim hafi hann haft allmikið af vín-
föngum og sterkum bjór.
í íbúð ákærða á 2. hæð að ..., sem
er fjölbýlishús, voru auk hjónanna
þrjú börn þeirra, tveir drengir, tveggja
og sex ára, og sjö ára gömul telpa.
Ákærði kveður þau hjón hafa farið
að neyta áfengis og bjórs, er þau komu
heim, og siðan hafi þau farið að taka
utan af barnaleikföngum, en við það
hafi börnin vaknað og vakað um hálf-
an annan klukkutíma við að skoða
leikföngin uppi í rúmum sínum. A
meðan kveður hann þau hjónin ein-
göngu hafa drukkið bjór, en er börnin
voru sofnuð aftur, hafi þau tekið að
neyta bæði genevers og bjórs og gerzt
drukkin.
í forsendum héraðsdóms, kveðnuin
upp af Loga Einarssyni, yfirsakadóm-
ara, 6. febrúar 1962, er nánari atvik-
um lýst á þessa leið:
„Skömmu eftir að þau voru komin
heim til sín, kveður hann þau hafa
farið að kita, þó ekki út af neinu sér-
stöku, en oft hafi komið til ósamkomu-
lags á milli þeirra, sérstaklega er þau
höfðu vín um hönd, eins og nánar
verður vikið að siðar. Milli þess sem
þau kíttu, kveður hann þau hafa látið
vel hvort að öðru. Þau hafi háttað,
farið i náttföt og fram í stofuna til
þess að hafa þar samfarir saman i
legubekk (sófa), til þess að raska ekki
ró barnanna, en áður hafði hann aflæst
stofudyrunum. ,
Áður en þau háttuðu og eins eftir
]iað, og þau voru komin fram i stof-
una, segir ákærði Á. heitina hafa kall-
að hann E. og ekki öðru nafni, eftir
að hún var orðin drukkin, og honum
hafi virzt hún taka hann sem allt ann-
an mann en hann sjálfan. í eitt skipti
hafi hún sagt: „Helvítið þitt, E. og H„
þið stunguð mig af í hádeginu“, eða
eitthvað á þá leið. Segir ákærði, að til
átaka hafi komið milli þeirra, en þ°
ekki til alvarlegra átaka, fyrr en þau
voru að hafa þarna samfarir saman i
annað skipti greinda nótt eða árla
morguns. Þá hafi konan hrópað upp:
„E., ekki svona fast“, en nánar um
tíma eða timamörk hefur ákærði ekki
getað borið. Við þessi orð konunnar
kveðst hann hafa orðið alveg óður og
ekki vita mikið, hvað hann þá gerði.
í æði því, sem greip hann þarna, segist
hann hafa barið eiginkonu sína með
krepptum hnefum í andlitið og víðar,
eins og hann komst að orði, en hann
fullyrðir að hann hafi aldrei barið
hana með nokkru barefli eða öðrum
hlut. Sjálfur kveðst hann hafa verið