Orð og tunga - 2021, Page 32

Orð og tunga - 2021, Page 32
Ari Páll Kristinsson: Innri breytileiki og málsnið 21 atviksorð sem stundum eru notuð til áherslu svipað og tíðkast í talmáli en síður í almennu ritmáli, sbr. fáránlega í (22). (22) Í öðru lagi er Starhaginn fáránlega breiður. Hvað varðar orðaforða má loks minnast á notkun sagnarinnar plana (23) sem er vel aðlagað aðkomuorð með langa hefð í íslensku en eigi að síður væntanlega einhvers staðar á gráu svæði milli dæmigerðs talmáls og vandaðs ritmáls í íslensku. (23) Því ef við plönum borg eingöngu fyrir bíla, þá verður hún óhag­ kvæm og óþægileg fyrir alla. Notuð eru ýmis mælskubrögð eins og tíðkast í rökfærsluskrifum, t.a.m. að endursegja og túlka sjónarmið talsmanna andstæðrar skoð­ unar þannig að þau birtist í óheppilegu ljósi og að talsmennirnir virðist úr takti við samfélagið. Þá eru líkingar notaðar til að auka áhrif textans. Slíkt hefur mátt sjá í nokkrum undanfarandi dæma en til viðbótar má huga að dæmum (24)–(25). (24) Frekar en að setja sig inn í málin slá þeir fram órökstuddum frösum um að enginn viti hvað Borgarlína sé. Það er bara rangt. Það má vel vera að þeir viti ekki hvað Borgarlína er og væri það ekki í fyrsta skiptið sem stjórnmálamenn ruglast á sjálfum sér og þjóðinni. En tugþúsundir íbúa höfuðborgarsvæðisins vita bara mjög vel hvað Borgarlína er og kusu í unnvörpum flokka til valda sem styðja Borgarlínu. (25) Það er ekkert nýtt í þessu. Þessi söngur hefur verið sunginn aftur og aftur í gegnum tíðina. En sem betur fer vitum við betur núna og vitum að söngurinn er falskur. Í vefpistlunum birtist lesendum stjórnmálamaðurinn og borgarmála­ sérfræðingurinn Gísli Marteinn Baldursson sem liggur ekki á skoð­ unum sínum og rökstyður þær kröftuglega og með ákveðnu orðfæri. Uppbygging textans er rökleg og stundum er vísað í heimildir í anda fræðilegra skrifa. Með orðfæri félagsmálvísindanna má segja að Gísli Marteinn sé í þessum vefpistlum að byggja upp og setja fram hlut­ verk (e. persona) sem ritfær og rökfastur stjórnmálamaður eða baráttu­ maður fyrir ákveðnum málstað. tunga_23.indb 21 16.06.2021 17:06:47
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184

x

Orð og tunga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Orð og tunga
https://timarit.is/publication/1210

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.