Orð og tunga - 2021, Síða 64

Orð og tunga - 2021, Síða 64
Ásta Svavarsdóttir: Málnotkun í fjölskyldubréfum 53 tíð hélt fast við myndirnar hef og hefur í skrifum sínum, sennilega í samræmi við sitt daglega mál. Tvennt kemur til greina við túlkun niðurstaðnanna hvað varðar Klemens og Guðnýju: Dreifingin gæti bent til þess að tilbrigðin séu leifar af áðurnefndu millistigi í beygingarþróuninni en þá hefði mátt búast við að þess gætti líka hjá Guðrúnu. Þess vegna er líklegra að þær séu merki um áhrif málstöðlunar þótt hún hafi gengið miklum mun skemmra en hjá Finni. Samanburður á eldri og yngri bréfum þeirra sýnir reyndar þróun í átt til aukinnar notkunar á myndunum hefi og hefir. Í bréfunum sem Klemens skrifaði Finni á árum sínum í Lærða skólanum eru engin dæmi um þær en í bréfum rituðum um og upp úr aldamótum, þegar hann sat á alþingi og var orðinn sýslumaður, bæjarfógeti og heimilisfaðir á Akureyri, notaði hann þær í 35% tilvika. Guðný notaði hefi og hefir samanlagt í 8% tilvika í eldri bréfum til föður síns og Finns en í þeim yngri er hlutfall þeirra talsvert hærra (24%). Hún er eina systirin sem fékk formlega menntun með veru sinni í Kvennaskólanum veturinn 1881−1882 og þótt skólaganga hennar hafi verið æði stutt í samanburði við bræðurna kann hún að hafa haft áhrif á hugmyndir hennar og málnotkun. Yngri bréfin skrifaði hún sem margra barna móðir og húsmóðir á stóru sýslumannsheimili. Þau voru því bæði, Klemens og Guðný, komin í embættismannastétt á Íslandi á ritunartíma yngri bréfanna í úrvalinu og staða þeirra kann að hafa ýtt undir notkun orðmynda sem þóttu æskilegri í ritmáli, a.m.k. að mati sumra málsmetandi manna, þótt þær yrðu aldrei ríkjandi í bréfum þeirra. Eins og áður sagði voru tiltölulega fá dæmi í bréfaúrvalinu frá Sigurjónu, miklum mun færri en í bréfum hinna systkinanna. Í bréfa­ safninu eru þó fleiri bréf frá henni, alls 23 bréf (að úrvalinu með­ töldu), öll til föður hennar, og í þeim eru 57 dæmi um nútíð eintölu af hafa. Afbrigðin hefi og hefir eru samanlagt 63% af dæmunum og hvor mynd um sig hefur líka vinninginn: Í 1. persónu er hefi notuð í 53% tilvika (9 af 17 dæmum) og hefir er 68% dæma um 2. og 3. persónu (17 af 30 dæmum). Aukinn efniviður staðfestir því þá niðurstöðu (sjá Töflu 2) að í máli Sigurjónu hafi verið veruleg tilbrigði í nútíð sagnarinnar hafa og að hún hafi notað afbrigðin hefi og hefir í ríkari mæli en hin systkinin að frátöldum Finni á yngri árum. Notkun Finns má sennilega rekja til meðvitaðrar málstöðlunar en sú skýring virkar ekki trúlega í tilviki Sigurjónu. Hjá henni virðist liggja beinast við að telja að tilbrigðin í bréfunum endurspegli einfaldlega tilbrigði í daglegu máli hennar. Ef svo er gæti munurinn á milli Sigurjónu og tunga_23.indb 53 16.06.2021 17:06:49
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180
Síða 181
Síða 182
Síða 183
Síða 184

x

Orð og tunga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Orð og tunga
https://timarit.is/publication/1210

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.