Orð og tunga - 2021, Page 65

Orð og tunga - 2021, Page 65
54 Orð og tunga hinna systkinanna bent til mismunandi útbreiðslu og dreifingar afbrigðanna eftir landshlutum því öfugt við hálfsystkini sín var Sigurjóna fædd og uppalin norðanlands og bjó þar mestalla ævi. Það er a.m.k. ómaksins vert að skoða þann möguleika nánar með því að bera Sigurjónu saman við aðra bréfritara af svipuðum slóðum. Nærtækt var að bera Sigurjónu saman við móður hálfsystkina hennar, Önnu Guðrúnu Eiríksdóttur (1828−1881), sem var alin upp á svipuðum slóðum og bjó þar fram undir fertugt. Í bréfum henn ar til Finns eru 61% dæma um nútíðarmyndirnar hefi og hefir saman­ lagt, áþekkt hlutfall og hjá Sigurjónu. Hjá báðum er myndin hefir ríkjandi í 2. og 3. persónu (67% í öllum bréfum Sigurjónu og 78% hjá Önnu Guðrúnu). Í 1. persónu eru hef og hefur ámóta algengar í bréfum Sigurjónu en hjá Önnu Guðrúnu er myndin hef greinilega ríkjandi (78%). Þess má geta að bréf hennar eru miklum mun meiri að vöxtum en bréf Sigurjónu og að sama skapi eru fleiri dæmi um nútíð sagnarinnar að baki hlutfallstölunum (alls 242). Líkindi í notkun þessara tveggja norðlensku kvenna á nútíðar­ myndum sagnarinnar hafa í samanburði við hina málhafana gætu bent til þess að útbreiðsla afbrigðanna hefi og hefir hafi að einhverju leyti verið landshlutabundin. Það þótti því áhugavert að skoða hvort greina mætti slíkan mun á dreifingu þeirra í bréfasafninu í heild. Ákveðið var að athuga þetta með því að bera saman öll bréf skrifuð annars vegar af fólki af Norðurlandi (Eyjafirði og Suður­Þingeyjarsýslu) og hins vegar af Suðvesturlandi (frá Árnessýslu vestur í Borgarfjörð). Fljótlega kom í ljós að efniviðurinn í bréfasafninu dreifist mjög mismunandi eftir landshlutum og grundvöllur slíks samanburðar því ekki eins og best væri á kosið. Af suðvestanverðu landinu voru bæði færri bréf og færri bréfritarar (127 bréf frá 23 skrifurum) en af Norðurlandi (226 bréf frá 61 skrifara)9 jafnvel þótt afmörkun fyrrnefnda svæðisins væri höfð rúm. Fjöldi dæma um nútíðarmyndir hafa í eintölu á svæðunum tveimur var að sama skapi mismikill (270 á móti 860). Á heildina litið reyndust myndirnar hef og hefur vera ríkjandi á báðum svæðunum en hlutur hefi og hefir var líka allnokkur, meiri á norðanverðu landinu (27%) en suðvestan til (15%). Dreifing afbrigðanna er sýnd í Töflu 4. 9 Uppruni miðaðist við upprunaslóðir bréfritara eins og þær eru skráðar í gagna­ safninu. Ef þær upplýsingar vantaði en fæðingarstaður bréfritara og ritunarstaður bréfs voru í sama landshluta var það talið jafngilt. Bréfum sem rituð voru erlendis og bréfum frá börnum Jóns Borgfirðings, þ.e.a.s. þeim bréfriturum sem eru í forgrunni í rannsókninni, var sleppt. tunga_23.indb 54 16.06.2021 17:06:49
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184

x

Orð og tunga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Orð og tunga
https://timarit.is/publication/1210

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.